Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni. Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik. Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn litast af skömm, sælu, goðsögum, kynlífi og þrám.
Oddný Eir (1972) is an Icelandic author whose novel Land of Love and Ruins won the EU Prize for Literature and the Icelandic Women’s Literature Prize. In addition to publishing four novels and several books of poetry and essays, she has worked in the art world as a lecturer and gallerist, has received a grant to study archives and museums in Iceland, has been an environmental activist, and has collaborated with the musical artist Björk in composing lyrics for her albums Biophilia and Vulnicura. She has received advanced degrees in political philosophy from the University of Iceland and The Sorbonne. Oddný Eir lives in the Icelandic countryside, by the glacier Eyjafjallajökull.
Dreif loksins í að kaupa þessa því ég hreifst svo af höfundinum eftir að hafa hlustað á hann á upplestri. Oddný Eir er eitthvað svo yfirflæðandi full af visku. Bókin er góð, mjög góð reyndar. Tilvísanaheimurinn er verulega ríkulegur og djúsí. Þarna koma við sögu ýmsar varíasjónir af Önnum: Enhedúanna, Anna (Karenina) og Karen Nína. Eins er vísað í Davíð Stefánsson, Jónas Hallgrímsson, hina einu sönnu Simone de Beauvoir og Omar Khayyam svo fáir einir séu nefndir. Æ, hún var falleg, gáfuleg, spekúlerandi, gefandi og ég spændi hana í mig. Ég er svo inspíreruð af aðalpersónunum að ég er að spá í að stofna til pennavinskapar við einhvern, helst að hún heiti Anna.
"Peð Ari tveir yfir á Ara þrjá. Riddari í uppnámi!"