Jump to ratings and reviews
Rate this book
Rate this book
Táningabók er síðasti hluti endurminningaþríleiks Sigurðar Pálsson. Fyrri bækurnar tvær, Minnisbók og Bernskubók, voru báðar lofaðar af gagnrýnendum auk þess hlaut Minnisbók íslensku bókmenntaverðlaunin.

288 pages, Hardcover

First published January 1, 2014

3 people are currently reading
39 people want to read

About the author

Sigurður Pálsson

62 books2 followers
Sigurður studied French in Toulouse and Paris 1967-1968, and drama and literature studies in the Institut d'Etudes Théâtrales, Sorbonne, Paris 1968-1973 and again from 1978-1982, obtaining maîtrise and D.E.A. degrees. He studied also in the Conservatoire Libre du Cinéma Français, obtaining a cinema direction diploma. Pálsson works mainly as writer and translator. He has also worked as professor (University of Reykjavik and the National Academy of Dramatic Art) and cinema producer.

Nominated for the Nordic Council Prize for Literature in 1993. Nominated for the Icelandic Literary Prize in 1995, 2001 and again in 2007 for Minnisbók (Notebook from Memory) for which he finally got the Prize. Minnisbók is a memoir of his stay in France during 1967-1982, a playful, bittersweet, funny and charming description of an époque. He was awarded the annual Literary Prize of the Icelandic Radio 1999 and the Booksellers' Prize for Poetry, 2001.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
21 (18%)
4 stars
61 (53%)
3 stars
26 (22%)
2 stars
7 (6%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Einar Snorri.
55 reviews6 followers
December 28, 2014
Vel skrifuð og skemmtileg aflestrar en er lakari en fyrri bækurnar.
Profile Image for Thorlakur.
278 reviews
May 5, 2021
Mér fannst þessi síst af minningabókum Sigurðar, en það er ekki við höfundinn einan að sakast í þeim efnum. '68 kynslóðin og að nokkru leyti kynslóðin þar á eftir hefur lengi dunið á manni með minningum sínum. Þetta eru kynslóðirnar sem áttu einkarétt á því að hafa farið í bíó, þótt kvikmyndasýningar hafi verið á Íslandi frá 1903 og þar fram eftir götunum. Sigurður er þó mun hófsamari höfundur en margir jafnaldrar hans og gætir hvergi drambs eða oflætis hjá honum. Minningarnar virðast vera nokkuð óljósari eða jafnvel gleymdar í þessari bók og gætir því nokkurrar endurtekningar frá fyrri bókum.
288 reviews4 followers
January 2, 2023
Enn á ný vel skrifuð bók sem ég get tengt við þar sem við Siggi Páls vorum samferða í MR, að vísu í sitt hvorum bekknum. En maður þekkir bæði allt umhverfið sem og langflestar persónur sem kallaðar eru til sögunnar. Að ógleymdum félagslegu þáttunum, bæði innan MR og utan, Glaumbar, Hótel Borg o.fl. Sem sagt, lipurlega skrifuð bók, á köflum mjög hugmyndarík og ljóðin fylla myndina af táningaárum höfundar.
Profile Image for Guðlaug Erlendsdóttir.
14 reviews
June 25, 2023
Tengdi minnst við þessar minningar og fannst hún því síst af bókunum þremur. Tók hana i nokkrum skorpum en ekki einni beit eins og hinar.
Hann er samt svo skemmtilegur penni að það voru gullmolar inná milli.
Profile Image for Margrét.
8 reviews
January 26, 2015
Frábær bók. Skemmtilegt endurlit Sigurðar á eigin unglingsár og Reykjavík 68 kynslóðarinnar. Góðlátleg kaldhæðni tónar textann um ungskáldið sem eldri rithöfundurinn fjallar um. Í þessari vegferð hittum við marga af samtímamönnum Sigurðar og kíkjum á horfin menningarsetur og kaffihof.

Bókin er þó ekki eingöngu minningar, margir kaflarnir snúast um hugrenningar Sigurðar og almenna lífsfílósófíu sem einkennist af sjarmerandi víðsýni og umburðarlyndi. Allt bara hollt og gott.

Margar setningar í bókinni skemmtu mér:
1) "Sá sem heldur að þriðji bekkur sé þriðji bekkur kann ekki óskráðu leikreglurnar...kann ekki dulmálið þar sem þriðji er fyrsti."(56)
2) Pælingar um plötuspilara gamla tímans með mismunandi stillingum, 33 snúninga og svo 45 - versus lestur ljóða eða prósa. "... framvindudrifnar línusögur skulu lesnar á 45, það hefur ekkert upp á sig að lesa þær á 33." (92)
3) "Kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup, langt orð og þungt sem ruddi ótalmörgum styttri orðum út af blaðsíðunni: samtal, friður, ást..." (130)

Ég get haldið lengi áfram upptalningu, en svo verð ég líka að minnast á gamla vini sem ég hitti á þessum blaðsíðum eins og Baudelaire og einu af hans meistarastykkjum "Ölvið ykkur." (152) Nú eða Camus og hugleiðingar um dauðann sem eru auðvitað "ét virkeligt alvorligt filosofisk problem." (172)

Sem sagt hugljúf og skemmtileg lesning. Sigurður lendir í nokkrum stórhríðum þarna og er blautur í lappirnar að biða eftir strætó. Mæli með þessu í skammdeginu.
Profile Image for Thorunn.
450 reviews
January 28, 2016
Frekrar mikið af upptalningum og nafnalistum fannst mér. Held maður þurfi að hafa verið í MR til að hafa verulega gaman af bókinni.
Hún er samt vel skrifuð og nokkrar góðar pælingar, til dæmis um að maður getur ekki lesið ljóð á 45 snúningum þó maður lesi glæpasögur gjarnan á þeim 72 snúningum.
Eins voru pælingarnar varðandi stúdentaóeirðirnar í París 68 athyglisverðar.
Profile Image for Þóra Gylfadóttir.
44 reviews
February 5, 2016
Framhald af Bernskubók og varð að lesast. Gaman að lesa um Menntaskólann í Reykjavík, sem ég var svo í 10 árum seinna. Litríkir karakterar á ferð þar.

Vilmundi Gylfasyni sögukennara mínum svo vel lýst. Hann var einstakur maður sem fór allt of fljótt.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.