Jump to ratings and reviews
Rate this book

Skálmöld

Rate this book
Glæsimennið Sturla Sighvatsson er metnaðargjarn og sjálfsöruggur höfðingjasonur sem ætlar sér sífellt meiri völd. Aðrir höfðingjar standa í vegi hans og neita að bugta sig; eftir langvinnar erjur og svik lýstur fjölmennum fylkingum saman á Örlygsstöðum. Í grimmilegum bardaga falla hetjur í valinn, öldungar og unglingar, og eftir á er margs að hefna: upp er runnin skálmöld.

Skálmöld er fjórða bókin í Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú fyrsta: hér er lýst aðdraganda þess að út braust borgarastyrjöld á Íslandi svo að eldar loguðu og blóðið flaut.
Einar hefur áður gert stóratburðum 13. aldar eftirminnileg skil í Óvinafagnaði, Ofsa og Skáldi, greitt úr söguflækjum og ættartölum, litið inn í hugskot stórlaxa og smælingja og horft á söguna af óvæntum sjónarhóli. En kveikja allra þessara atburða er hér – í metnaði og stolti skeikulla manna.

Fyrri bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstusama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

192 pages, Hardcover

First published January 1, 2014

1 person is currently reading
38 people want to read

About the author

Einar Kárason

41 books40 followers
After finishing highschool in 1975, Einar studied literature at the University of Iceland, graduating in 1978. He worked a number of part-time jobs during his studies, but since 1978 Einar has been a full time writer.

He sat on the board of the Writer's Union of Iceland from 1984 to 1986, was vice-chairman from 1986 to 1988 and chairman from 1988 to 1992. He has been one of the board members of the Reykjavík International Literary Festival since 1985.
Einar Kárason started his writing career by publishing poetry in literary magazines in the years 1978 – 1980, and his first novel, Þetta eru asnar Guðjón (These Are Idiots, Guðjón), appeared in 1981. He is best-known for his trilogy about life in one of the post war "barracks neighbourhoods" of Reykjavík, Þar sem djöflaeyjan rís (Where Devil's Isle Rises), Gulleyjan (The Isle of Gold) andFyrirheitna landið (The Promised Land). The second book received the DV newspaper's Literature Award in 1986, and was also nominated for the Nordic Council's Literature Prize, and the third was nominated for the Icelandic Literary Prize in 1989. The trilogy has been adapted into a stage play and a film.
Einar Kárason has also published short stories, children's books and travel books. He lives in Reykjavík andis married with four daughters.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
28 (20%)
4 stars
63 (45%)
3 stars
35 (25%)
2 stars
10 (7%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 11 of 11 reviews
Profile Image for Þór Hauksson.
52 reviews2 followers
January 19, 2015
Skálmöld er, eins og fyrri bækur Einars um Sturlunga, fyrst og fremst skemmtileg tilraun til að varpa ljósi á hugarástand, hvatir og þrár lykilpersóna í magnaðasta styrjaldarástandi Íslandssögunnar.

Eins og Einar útskýrir sjálfur, þá er þessi bók í raun fyrsta bók í fjórleiknum, endar þar sem "Óvinafagnaður" hefst. Þetta er magnað efni og úr miklu að moða. Skemmtileg nálgun að rekja framvinduna í sjálfstæðum köflum séð með augum ólíkra persóna, en um leið vandmeðfarin. Aðferðin kallar á að höfundur þarf allt í senn að halda sig við ákveðnar "staðreyndir" (sem þekktar eru úr Íslendingasögunum), skálda í eyðurnar og jafnframt skapa trúverðugar persónur. Einari tekst þetta mestanpart ágætlega, þó mér hafi fundist frásögnin verða full tætingsleg á köflum enda persónurnar margar og misljósar.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
August 3, 2020
Óvinafagnaður var frábær bók en því miður fóru bækurnar svo versnandi eftir því sem þeim fjölgaði. Hér í Skálmöld er ekki vottur af þeim húmor sem finna mátti á Óvinafagnaði og í raun höfði allar persónur sömu rödd svo maður gleymdi hreinlega hver átti að vera að tala – þannig var þetta ekki í Óvinnafagnaði þar sem Einari tókst svo vel upp við að skapa ólíkar persónur. Ég er ánægð með að Einar skrifaði þessa bók og gaf okkur upphafið sem í raun vantaði en ég vildi að hann hefði skrifað hana af sömu ástriðu og Óvinafagnað. En Sturla Sighvatsson er bara ekki nálægt því eins skemmtilegur karakter og Þórður kakali. Samt, í fyrri bókum — sérstaklega þeim tveim fyrstu — voru margar skemmtilegar aukapersónur sem krydduðu söguna. Hefði ekki mátt hafa einhverjar slíkar hér?
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
October 22, 2017
Skálmöld gerist á 13. öld. Þetta er tími Sturlu Sighvatssonar, föður hans, bræðra og systra. Þetta er einni tími Gissurar Þorvaldssonar, Kolbeins Unga og fleiri kappa. Þegar þú lest bókina í gegn þá færð þú að skyggnast inn í hug alls þess fólks sem þarna er uppi. Þannig séð er þetta fín leið til þess að fá skilning á Sturlungaöldinni.

Profile Image for Binni Erlingsson.
300 reviews3 followers
January 4, 2020
Mér fannst þessi bók stórstkemmtileg tilraun til að gera Sturlungasögu skemmtilegri aflestrar. Ég man að mér leiddist þetta efni mjög mikið í skóla en að gera þetta smá í anda Game of Thrones með ólíkum sögumönnum en samt í töluvert færri orðum gerir söguna bæði spennandi og skemmtilega. Mér fannst ferðir sögupersónna erlendis sérstaklega skemmtilegar. Hlakka til að lesa hinar bækuranr.
288 reviews4 followers
October 17, 2021
Það er alltaf gaman að lesa bækur Einars frænda. Þessi bók sem og hinar þrjár um Sturlungana eru þar engin undantekning. Hann tekur annan og léttari vinkil á söguna en sagnfræðibækurnar gera. Var nýbúinn að lesa bók Óskars Guðmundssonar um Snorra Sturluson sem gefur ekki sömu mynd af þessum tímum þótt sögupersónurnar séu þær sömu. Það er bara í góðu lagi. Báðir höfundar með góðar lýsingar á helstu atburðum en vægi einstakra persóna misjafnt. Einar fer mildari höndum um Sturlu en Óskar. Erfitt að segja hvor myndin er réttari. Báðar bækurnar góð lesning.
Profile Image for Margrét.
8 reviews
January 19, 2015
Interesting topic and a first class writer (other works). This one suffers from too many narrators though. You enter the heads of at least 18-20 protagonists, not counting the author himself, which makes for a very poor progression and at times tiresome because it is highly difficult to keep you interested in such a large number of persons.

Kárason has written a trilogy about the same theme (famous battle in 12th century Iceland - Örlygsstaðabardagi) and this fourth book discusses his idea of how the events came to be through these multiple protagonists.
Maybe this is a good epilogue after reading the other three, but for someone, who knows the subject through history but hasn't read the three books, it's neither hear nor there. Even if you accept that it's not the usual narrative form, you still want a story to unfold or at least a better build up to the events. Speculating about what multiple persons might have been thinking leading to an event in a story is probably interesting AFTER reading the other books, so I might be judging it harshly, but then again shouldn't a book be able to stand on it's own? I at least had a hard time finishing it.

I have read reviews from people whom have read the other books and their major issue with the book was the author's voice, which in my view gave the narration more value for a "virgin" reader in this Kárason's quartet and actually fit perfectly. My recommendation is then to read the other three first.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
May 10, 2015
Sagan Skálmöld er forleikurinn að þríleik Einars Kárasonar um Sturlungaöldina. Í henni fjallar hann um aðdraganda Örlygsstaðabardaga þegar feðgarnir Sturla og Sighvatur voru vegnir af Gissuri Þorvaldssyni og Kolbeini unga eftir bardaga milli fylkinga þeirra.
Mér fannst gaman að kynnast atburðum Sturlungaaldar í gegnum sjónarhorn Einars. Í raun fannst mér ég vera að lesa sögurit af atburðum aldarinnar því höfundur fylgir atburðarrásinni nokkuð vel. En orðfæri Einars er stirt og hann byggir söguna upp á einræðum mismunandi persóna sem mér finnst ekki ganga nógu lipurlega.
Profile Image for Þórólfur.
93 reviews4 followers
February 24, 2016
Eins og hinar bækurnar í þessum bókaflokki Einars þá er þessi óhemju vel skrifuð og frábær lesning, eina sem ég get sett út á bókina er að hún er full stutt.
Profile Image for Thorunn.
450 reviews
April 14, 2015
Ágætis saga, en svo sem ekkert meira en það. Eins og Einar segir sjálfur, það er búið að skrifa svo miki um þetta tímabil áður og hann bætir litlu við.
Displaying 1 - 11 of 11 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.