Það er vel við hæfi að byrja lestrarárið á líklega lengstu og þyngstu bókinni sem ég mun lesa í ár og er það þó enn á bleyju.
570 bls. takk fyrir túkall!! Erfitt að fara með í rúmið, ekki hægt að ferðast með í strætó og bara fyrirferð að halda á. Hver skrifar svona langar bækur, fyrir hvern, held að fólki fallist almennt hendur að vera með svona doðrant.
En að öllu tuði slepptu þá er bókin stórskemmtileg og mun fljótlesnari en maður myndi ætla í fyrstu. Þetta er góður kokteill af stórskrýtnum/skondnum/skemmtilegum karakterum, fyllerí, fáránleika, framhjáhaldi, froðusnakki, furðuverum, fyrirbærum, framavonum, fortíðarþrá og veit ekki hvað. Og ég hrósa höfundi fyrir að ná að halda utan um allt þetta persónugallerý, en heilar 5 bls. fara í að lista upp sögupersónur.
Segi bara bravó og á bókmenntaverðlaunin fyllilega skilið!