Jump to ratings and reviews
Rate this book

Þegar mamma mín dó

Rate this book
Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höfundar á þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Um leið er fjallað um það kerfi sem við höfum búið fólki sem á skammt eftir ólifað og álagið og ábyrgðina sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.

Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur starfað við háskólakennslu og sýningarstjórn um árabil. Hún hefur áður sent frá sér fjölda bóka um listir, menningu og söguleg efni, seinast Snjóflygsur á næturhimni sem kom út árið 2022, en nýjasta bók hennar er skáldsagan Sumarblóm og heimsins grjót frá 2023.

91 pages, Hardcover

Published January 1, 2025

10 people want to read

About the author

Sigrún Alba Sigurðardóttir

6 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
10 (32%)
4 stars
16 (51%)
3 stars
4 (12%)
2 stars
1 (3%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
98 reviews8 followers
October 19, 2025
Mikilvæg og þörf bók en líka falleg og erfið og mannleg. Gott að lesa hana eftir að hafa fylgt ástvinum seinasta spölinn nýverið.
Það er aldrei of seint að eignast vini.
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
Read
November 11, 2025
Hjartnæm lífsreynslusaga sem gefur innsýn í tilfinningarnar, áreynsluna og úrvinnsluna við að fylgja öldruðum foreldrum síðasta spölinn.
Profile Image for Hera Aradóttir.
70 reviews
October 18, 2025
Stutt og auðlesanleg bók, en áhrifarík samt sem áður. Það var gott að fá innsýn í reynslu hjá öðrum sem hefur gengið í gegnum svipað og maður sjálfur. Ég var sammála mörgu sem höfundurinn skrifaði um og bókin vakti mig til umhugsunar.
Profile Image for Kristín Ólafs Önnudóttir.
30 reviews
November 16, 2025
Í senn gott og erfitt að lesa þessa. Móðir mín lést einnig í okt. 2023 og faðir minn 2015, ég var svo mikið að hugsa til þeirra þegar bókin kom út. Fann samhljóm með svo mörgu bæði tilfinningalega og um ábyrgð dætra umfram syni.
Profile Image for Jóna.
41 reviews
November 18, 2025
Vel gerð og fróðleg lýsing á vandanum við að fylgja öldruðum allra síðasta spöl lífsins. Um hvernig ábyrgðinni er varpað á konur, yfirleitt dætur. Hjartnæm og vel skrifuð frásögn þar sem höfundur gefur mikið af sér inn í þarfa umræðu um dauðann og aðdraganda hans.
Profile Image for Valdís Mýrdal Gunnarsdóttir.
19 reviews1 follower
December 3, 2025
Mjög átakanleg og góð bók! Minnti mig mjög mikið á þegar Amma dó og hvernig allt var þá. Mikið sem ég tengdi einnig við að missa foreldri! Mæli með
Profile Image for Hulda.
4 reviews21 followers
Read
January 9, 2026
Beinskeitt frásögn sem talaði beint til mín. Höfundur er meira að skrifa sig frá eigin sorg og reynslu heldur en endilega að miðla til annarra. En það er gott að spegla sig í reynslu annarra.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.