Ég sé fyrir mér hvern krók og kima, litirnir hafa ekkert dofnað, ég finn meira að segja lyktina, heyri hljóðin í húsinu … Eftir að ég flutti út steig ég aldrei fæti þangað inn aftur og ætla mér ekki að gera það.
Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu.
Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. Bækur hans hafa selst í meira en fimm milljónum eintaka og eru margverðlaunaðar.
Ragnar Jonasson is author of the award winning and international bestselling Dark Iceland series.
His debut Snowblind, first in the Dark Iceland series, went to number one in the Amazon Kindle charts shortly after publication. The book was also a no. 1 Amazon Kindle bestseller in Australia. Snowblind has been a paperback bestseller in France.
Nightblind won the Dead Good Reader Award 2016 for Most Captivating Crime in Translation.
Snowblind was called a "classically crafted whodunit" by THE NEW YORK TIMES, and it was selected by The Independent as one of the best crime novels of 2015 in the UK.
Rights to the Dark Iceland series have been sold to UK, USA, France, Germany, Italy, Canada, Australia, Poland, Turkey, South Korea, Japan, Morocco, Portugal, Croatia, Armenia and Iceland.
Ragnar was born in Reykjavik, Iceland, where he works as a writer and a lawyer. He also teaches copyright law at Reykjavik University and has previously worked on radio and television, including as a TV-news reporter for the Icelandic National Broadcasting Service.
He is also the co-founder of the Reykjavik international crime writing festival Iceland Noir.
From the age of 17, Ragnar translated 14 Agatha Christie novels into Icelandic.
Ragnar has also had short stories published internationally, including in the distinguished Ellery Queen's Mystery Magazine in the US, the first stories by an Icelandic author in that magazine.
He has appeared on festival panels worldwide, and lives in Reykjavik.
Þegar ég les bók með undirtitilinn draugasaga býst ég við því að hún sé að minnsta kosti smá draugaleg, helst smá óhugnanlega, mögulega óþægileg, en svo var ekki með þessa. Ég sé hvað hefði getað verið, í raun virkar þetta meira eins og fyrstu drög eða beinagrind af bók. Persónurnar voru frekar grunnar, en samböndin á milli þeirra voru áhugaverð, ég hefði verið til í að sjá meira af þeim. Auk þess hefði ég viljað vita meira um Theodóru og hvers vegna andi hennar var bundinn húsinu. Endirinn fór sérstaklega í taugarnar á mér, þetta virkaði allt rosalega tilgangslaust.
Saga sem heldur spennu innan veggja gamdags heimilis á miklum tímamótum í Íslandssögunni. Þó maður eigi erfitt að átta sig á ártalinu fyrr en í lokin þá heldur sagan manni vel við spennuna og maður spyr sig stöðugt hvað gerðist eiginlega í húsinu.
Þægileg í lesningu og erfitt að leggja frá sér fyrr en á síðustu síðu er komið.
Skemmtileg eins og þær allar! En.... eiginlega vantar kjötið á beinin. Hugmyndin góð og endirinn, sem er ágætis söguleg upprifjun og áminng um smitvarnir! Ég sakna sögunnar sem hefði getað orðið svo skemmtileg.
Auðlesin stutt “draugasaga”. Tekur eina kvöldstund sem er vel varið í að drekka söguna í sig. Finnst ekki ástæða til þess endilega að gefa smásögum stjörnur eins og öðrum verkum. Hún er skemmtilega skrifuð, fallegt samband milli Emilíu og ömmu hennar en virkilega óþægileg en heldur manni við efnið. Draugaleg en ekki hrollvekjandi. Verð samt að segja að tæpur 7000 kall fyrir hana er hrollvekjandi þó hún sé ljómandi fín.
Draugasögur grípa mig sjaldan og hefur enginn tilbreyting átt sér stað núna… Hún er fín en soldið mikil klisja og endirinn ekkert spes. Sem betur fer kemur önnur bók eftir Ragnar fyrir jól svo ég mæli með að bíða eftir að Þessi lendir á Storytell (Tbh Hefði virkað mikið betur þar sem svona “útvarpsleikrit”)
Varð fyrir vonbrigðum með þessa bók. Beið eftir spennu og tvisti sem ekki kom, veit að Ragnar getur gert svo miklu betur en þetta. Sagan rann einhvernveginn hægt áfram, laus við átök, vendingar og persónur óspennandi.