Jump to ratings and reviews
Rate this book

Ólöf eskimói

Rate this book
Árið 1858 fæddist dvergvaxið stúlkubarn á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Þetta var Ólöf Sölvadóttir sem fluttist til Vesturheims 18 ára og slóst fljótlega í för með bandarísku farandfjölleikahúsi. Síðar brá hún sér í inúítagervi og hóf að flytja fyrirlestra um Grænland og líf sitt þar, en á það land hafði hún aldrei stigið fæti.
Sem eskimóinn Olof Krarer ávann hún sér frægð og frama með uppspunninni ævisögu sinni, ferðaðist víðsvegar um Bandaríkin og tókst að halda blekkingaleiknum áfram í upp undir þrjá áratugi og flytja um 2500 fyrirlestra.
Inga Dóra Björnsdóttir segir hér frá ævintýralegu lífshlaupi Ólafar. Hún greinir frá æsku hennar og uppruna, lífinu í Kanada og Bandaríkjunum, samferðamönnum og tíðaranda, ekki síst áhuga Bandaríkjamanna á norðurslóðum og kapphlaupinu á norðurpólinn. Þá er grafist fyrir um orsakir þess að Ólöf komst upp með að þylja ósannindi á opinberum vettvangi árum saman. Af hverju var hún tekin trúanleg? Og hvers vegna komu þeir sem betur vissu ekki upp um hana?

275 pages, Hardcover

First published January 1, 2004

44 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
6 (14%)
4 stars
13 (31%)
3 stars
17 (41%)
2 stars
3 (7%)
1 star
2 (4%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
146 reviews
January 13, 2011
This book is very interesting, a true account of a female imposter. The author sets the story to the time period in which Olof lived. To give a better understanding how she fooled so many people and why the few who knew the truth stayed silent. Not only is the story enjoyable but it also has lots of history in it. And some wonderful old photographs.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
February 1, 2021
Ég man eftir því að ég heyrði Ólöfu fyrst nefnda þegar ég bjó úti í Winnipeg og var á fyrirlestri sem ég reyndar man ekki lengur um hvað var. Það var eina skiptið sem ég heyrði minnst á hana og bjó ég þó í fjögur ár í Winnipeg og var mjög mikið innan um Vestur-Íslendinga. Það passar reyndar algjörlega við það sem Inga Dóra segir í bókinni, að landar Ólafar vildu sem minnst af henni vita enda ekki kunnað við að lygari kæmi úr þeirra hóp. En það þýddi líka að þeir flettu ekki ofan af henni.

Ólöf Sölvadóttir var íslenskur dvergur sem flutti vestur um haf með fjölskyldu sinni í kringum átján ára aldurinn. Þar bauðst henni í raun ekki annað en að gerast vinnukona ríkra fjölskyldna en það var auðvitað erfiðisvinna sem hefur örugglega oft reynst henni þolraun. Hún fékk því vinnu í sirkus þar sem hún kom fram í furðusýningunni. Það hlýtur að hafa verið ákveðin niðurlæging að sýna sig þannig fyrir peninga en veitti henni þó mun betra líf en það sem áður hafði boðist. Á þessum árum vissu Norður Ameríkanar ekki mikið um Íslendinga og rugluðu þeim oft saman við Inútíta sem á þessum tíma voru oftast kallaðir eskimóar. Þegar Ólöf var því beðin að koma fram og segja frá því hvernig það væri að vera eskimói greip hún tækifærið og næstu 30 árin ferðaðist hún gjörvöll Bandaríkin og hélt fyrirlestra um líf sitt á Grænlandi og síðar Íslandi. Þar laug hún hérumbil öllu þótt hún hafi að einhverju leyti byggt sögu sína á því sem hún hafði lesið um Grænland. Það var ekki fyrr en eftir dauða hennar að sannleikurinn kom í ljós og þá var lítið um hann talað enda skammaðist fólk sín fyrir að láta blekkjast.

Þetta er virkilega áhugaverð saga og Ingu Dóru hefur tekist að búa til býsna heillega frásögn byggða á þeim gögnum sem hún hafði aðgang að þótt hér vanti auðvitað rödd Ólafar sjálfar en hún lét hvorki eftir sig dagbækur né bréf. Helsti galli bókarinnar er sá að Inga Dóra fer stundum svolítið út fyrir efnið til þess að reyna að fylla söguna meira efni en ég hefði í raun frekar viljað aðeins styttri bók en suma þessa útúrdúra. Í heildina séð samt virkalega fín lesning.
Profile Image for Anna Karen.
193 reviews8 followers
August 18, 2022
Loksins kom ég því í verk að lesa þessa bók sem er búin að vera uppí hillu hjá mér í mörg, mörg ár og alltaf á "lesist fljótlega" listanum. Ég byrjaði á henni í gær og gat hreinlega ekki lagt hana frá mér.
Profile Image for Roma Giannina.
77 reviews2 followers
March 19, 2020
Honestly couldn’t finish this. Even if this weren’t translated, the text is simplistic (as if written by a 5th grader) and uses pretty offensive language —essentially saying dwarves vs. healthy people. Uhhh, a person can be a dwarf AND healthy. Dwarfism has nothing to do with health but is a result of genes. Lots of useless facts and dates for family members we don’t need to know about. I’d like to know the story, but I’m sure Wikipedia has something on her that’s better written.
Profile Image for Jona Bjarna.
6 reviews15 followers
October 31, 2015
True story of a litle liar named Olof Eskimo. An Icelandic dwarf that came to fame and fortune by pretending to be an Eskimo in America. She held numerous lectures about life in Greenland that people believed. Olof was an amazing woman and this story is almost to good to be true.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.