Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.
Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.
Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.
Nanna Rögnvaldardottir is Iceland’s most popular cookbook author and food writer. Her first book, the food encyclopaedia Matarást (Love of Food), published in 1998, was nominated for the Icelandic Literary Prize for Non-Fiction and was named Reference Book of the Year by the Icelandic Librarians Association. In 2000, Nanna was a co-recipient of the Hagthenkir Non-Fiction Prize, awarded to her and food historian Hallgerdur Gisladottir "for remarkable, fundamental writing of high quality about cooking and cuisine, national and international."
Virkilega góð bók og vel skrifuð. Sýnir vel stéttaskiptinguna á þessum tíma og hvernig var komið fram við þá sem minna máttu sín. Nanna er frábær penni og mjög gaman að lesa bókina
Nanna skrifar aftur bók um Bergþóru í Hvömmum og enn gengur á með morðum og alls konar illvirkjum í sveitinni. Ýmsir bregðast væntingum. Frú Bergþóra þarf að ákveða yfir hverju hún þegir og hvaða upplýsingar hún lætur ganga sína leið. Styrkur bókarinnar felst í lýsingum höfundar á löngu liðnum tíma og sviðsetningum, en sumar persónurnar eru losaralegri.