Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð: Árið 2052 hefur Alfa stýrt samfélaginu í aldarfjórðung – gervigreind sem leysir úr öllum málum á sem bestan hátt fyrir alla – og sjö manna teymi situr í Ráðuneytinu og hefur umsjón með að allt gangi smurt. Á heimili Sabínu og Mekkínar er stór dagur runninn upp. Júlíus sonur þeirra er að verða sextán ára og vígist þar með inn í heim fullorðinna. Þá fær hann grædda í sig örflögu til að tengjast Alfa beint og fær um leið að vita hvað honum er ætlað að fást við í framtíðinni. Birkir bróðir Sabínu er uppreisnarseggur sem vill ekki lúta stjórn Alfa og þarf því að draga fram lífið án allra nútímaþæginda. Þegar hann lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir – einhver olli dauða hans, en hver? Og var það kannski systir hans sem átti að deyja? Lilja Sigurðardóttir er í essinu sínu í þessari snörpu og hressilegu sögu þar sem hún dregur upp litríkar persónur og kitlandi söguheim, frábrugðinn veröldinni sem við þekkjum. Flest er breytt – en breytingarnar eru ekki að allra skapi.
Lilja´s newest book, Netið ((Tangle) was published by Forlagid publishing in October 2016 and is the second book in the Reykjavík Noir Trilogy. Lilja started her writing career in 2008 when she sent a manuscript of a novel to a competition run by the publishing house Bjartur whose aim was to find the Icelandic Dan Brown. Lilja got a publishing deal out of the competition and in 2009 her first book, the crime novel Spor (Steps), came out, which she wrote in her spare time. Her second book, Fyrirgefning (Foregiveness) was published a year later but after that Lilja wrote mostly for theatre for the coming years. She won the Icelandic Theatre Awards for Best Play of the Year in 2014 for her staged debut Stóru börnin (Big Babies). But in 2015 she started a new crime series with Icelands biggest publisher Forlagid. The series has been called The Reykjavík Noir Trilogy, and the first book in series, Gildran (Snare) became an instant success.
Enn ein snilldin frá Lilju Sigurðar. Bækurnar hennar eru ótrúlega vel skrifaðar, spennandi og það besta er að ég er á tánum þar til höfundur upplýsir plottið. Frábær bók og óþægilega raunsæ 2025 þegar gervigreindin tekur alltaf meira pláss.
Alfa er byggð á mjög skemmtilegri hugmynd um hvernig framtíðarsamfélag gæti litið út. Þetta er glæpasaga, en um leið speculative fiction sem spyr áhugaverðra spurninga um hvernig gervigreind gæti þróast í framtíðinni og haft áhrif á samfélagið.
Bókin er spennandi og flæðir vel, þannig að hún er auðlesin og heldur manni auðveldlega við efnið. Lýsingar á staðháttum eru mjög sannfærandi og heimsmyndin virkar trúverðug. Mér fannst líka sérstaklega skemmtilegt hvernig framtíðin er dregin upp, með smáatriðum eins og varðandi samgöngur og róbóta, sem gera umhverfið lifandi og raunverulegt.
Mér fannst mjög gaman að lesa þessa bók. Sagan var reyndar pínu fyrirsjáanleg varðandi hver morðinginn er - ég áttaði mig frekar snemma á því - en þetta dró þó ekki úr lesánægjunni. Í það heila fannst mér heimsmyndin vel útfærð og sagan virkar mjög vel sem heild.
Var smá efins þegar ég byrjaði á Ölfu, vissi ekki fyrirfram að þetta væri framtíðarsaga og var skeptísk fyrstu blaðsíðurnar. Varð þó fljótlega “hooked” og heilluð af heiminum sem sagan bauð uppá. Margar sniðugar hugmyndir og allt vel út pælt. Frábær bók.