Ég bæði hló og grét yfir þessari bók! Persónugalleríið er stórkostlegt, fullt af bæði yndislegum persónum og svo hinum sem maður elskar að hata en eru samt svo mannlegar í brestum sínum. Ég elskaði lýsingarnar á sveitalífinu og málfarið og ég hló upphátt yfir yfirgengilegum lýsingunum á sumum atriðum. Fléttan er fagmannlega ofin á milli allra þessara litlu sagna í kringum einn stórviðburð og það eru frábærar vendingar í söguþræðinum sem komu mér á óvart, en þó var fyllilega búið að vinna inn fyrir þeim. Ég viðurkenni að ég hafði skammarlega aldrei heyrt um Laxárdeiluna fram að þessu, en vá, hvað þetta er mikilvæg og mögnuð og hnyttin og hispurslaus saga sem ég er ótrúlega glöð að hafa lesið! Nándin við og samstaðan með náttúrunni og fólkinu á næstu bæjum er svo falleg og þetta er einmitt Íslandið sem ég er svo hrædd um að við glötum. Ester má hafa alla þökk fyrir að festa það á blað❤️🥰