Jump to ratings and reviews
Rate this book

Huldukonan

Rate this book
Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík.

Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins. Konurnar í fjölskyldunni hefja sína eigin rannsókn á málinu og smám saman hrannast sönnunargögnin upp: saga Lohr ættarinnar, þjóðsögurnar í Dýrleifarvík, leyndardómur um týnt barn og móður sem hvarf, undarlegir draumar, óvenjuleg hegðun Sigvalda og dulmagn hamranna í hlíðinni.

294 pages, Hardcover

Published November 5, 2025

57 people are currently reading
343 people want to read

About the author

Fríða Ísberg

21 books246 followers
Fríða Ísberg is an Icelandic author based in Reykjavík.

Her novel THE MARK won The P.O. Enquist Award, The Icelandic Women’s Literature Prize for Fiction, The Icelandic Booksellers Choice Award, and her short story collection ITCH was nominated for The Nordic Council Literature Prize in 2020.

Fríða is the 2021 recipient for The Optimist Award, handed by the President of Iceland to one national artist. Her work has been translated to twenty languages.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
149 (63%)
4 stars
72 (30%)
3 stars
11 (4%)
2 stars
3 (1%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 30 of 47 reviews
Profile Image for Villi Neto.
40 reviews74 followers
December 4, 2025
Þessi bók er 5/5, hún er 6/6 á norræna skalanum, hún er 10/10 á imdb-skalanum, skalinn er sprunginn.

Mikið var yndislegt að lesa þessa bók, hrein unun.

Þvílíkar persónur, maður sá þær allar ljóslifandi fyrir sér.

Segi ekki meir…

Takk fyrir.
Profile Image for Marín Jónsdóttir.
55 reviews
January 3, 2026
STÓRKOSTLEG í alla staði. Gullfallega skrifuð, uppsetningin á blaðsíðunum gerði það að verkum að maður virkilega meðtók og naut hverrar setningar. Ég staldraði oft við og las setningar aftur, Fríða er ótrúlegur penni. Sagan er spennandi fram að síðustu blaðsíðu, ég bókstaflega klappaði þegar ég kláraði bókina. Einstök innsýn inn í lífið á 20. öld og sérstaklega kringum 8. og 9. áratuginn, margt sem kom mér á óvart og ég held að Fríða hafi náð að fanga tíðarandann einstaklega vel. Mér líður eins og ég þekki karakterana í bókinni og ég mun hugsa um þau, Dýrleifarvík og Lohr húsið á ferðalögum mínum um Ísland héðan í frá. Takk fyrir mig ❤️
Profile Image for Þorbjörn Þórðarson.
12 reviews3 followers
December 11, 2025
Ég hlustaði einu sinni á viðtal við Fríðu Ísberg í Ríkisútvarpinu þar sem bækur voru til umfjöllunar. Þar mælti hún meðal annars með Hurricane Season eftir mexíkóska rithöfundinn Fernanda Melchor. Lét Fríða þess getið að hún gerði þá kröfu til rithöfunda að láta ekki lesandanum leiðast. „Ekki láta mér leiðast,“ sagði hún og mátti ráða að hún gerði sömu kröfur til sjálfs sín sem höfundar. Í Huldukonunni stenst Fríða þetta próf með miklum ágætum því hér er á ferðinni afar spennandi ævintýra- og ástarsaga sem rígheldur lesandanum frá upphafi til enda. Á köflum hríslaðist um mig gæsahúð við lesturinn. Ég hreifst mjög af Merkingu, fyrstu skáldsögu Fríðu, sem kom út 2021 og var því afar spenntur að lesa Huldukonuna. Bókin stóðst allar mínar væntingar og gott betur. Mér er raunar til efs að eitthvað annað íslenskt skáldverk standi Huldukonunni jafnfætis í jólabókaflóðinu þetta árið.

Huldukonan er skrifuð af mikilli dýpt og næmni fyrir þeim aðstæðum sem fjallað er um. Persónusköpunin er trúverðug og síðast en ekki síst er bókin mjög fyndin á köflum og augljóst að höfundurinn skemmti sér sjálf vel við ritun hennar. Þetta er ekki bara ævintýra- og ástarsaga því þetta er fjölskyldusaga þar sem konurnar af Lohr ættinni eru í forgrunni. Höfundur hefur líka lagst í rannsóknarvinnu sem endurspeglast í efnistökunum. Hvort sem fjallað er um „togaraskápa“ fyrir skipverja á bókasafni í Reykjavík á fjórða áratug síðustu aldar eða þakviðgerðir á gömlu húsi á þeim áttunda.

Fríða skrifar óaðfinnanlega íslensku og vandar til verka í hverri setningu sem er úthugsuð. Hvert orð raunar. Stílbrögðin endurspegla dýpt, fegurð og virðingu fyrir tungumálinu. Þau eru á köflum ljóðræn án þess að vera klisjukennd. Höfundurinn verður seint sökuð um leti. Setningar í beinni ræðu eru innan gæsalappa og er fullkomins samræmis gætt hvað það snertir út bókina. Og ekki er flakkað milli tíða. Sem margir virtir íslenskir rithöfundar hafa þó gert sig seka um.

Bókin er augljóslega skrifuð undir áhrifum frá íslenskri þjóðsagnahefð og þjóðtrú þótt mér sé ekki kunnugt um hvert nákvæmlega Fríða sótti innblástur við skrifin. Í bókinni er bæði vitnað í Hulduljóð eftir Jónas Hallgrímsson og Íslenskar þjóðsögur og ævintýri (æfintýri) eftir Jón Árnason þegar ein af aðalsöguhetjunum les úr þessum verkum á ólíkum stöðum. Ef Fríða sótti hugmyndir og efnivið þangað, sem er ekki útilokað, er bæði virðingarvert og heiðarlegt af henni að vitna til þessara verka í bókinni.

Fríða Ísberg er aðeins 33 ára en eftir hana liggja núna tvær framúrskarandi skáldsögur. Merking hlaut alþjóðlega athygli og þegar þetta er skrifað er hefur hún komið út í 17 löndum. Með Huldukonunni stimplar Fríða sig varanlega inn sem fullveðja rithöfundur. Og ég tel allar líkur á því að þegar fram líða stundir verði hún eitt af stóru nöfnunum í bókmenntaheiminum. Ekki bara á Íslandi heldur í Evrópu. Tónninn hefur verið sleginn. Núna er það verkefni rithöfundarins að finna hæfileikum sínum farveg áfram.
Profile Image for Lóa Mjöll.
1 review
January 8, 2026
Eitt af áramótaheitunum mínum var að byrja að lesa meira á nýju ári.
Huldukonan hélt mér allan tímann, söguþráðurinn virkilega góður og spennandi. Persónusköpunin var einstök, margar persónur og margir ættliðir, en Fríða heldur lesandanum vel inní sögu hvers og eins. Þjóðsögurnar voru líka mjög skemmtilega fléttaðar inn í skáldsöguna en mér hefur alltaf þótt gaman af þjóðsögum, ef ég trúi á eitthvað í þessu lífi þá eru það á álfa og Huldufólk.
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
168 reviews5 followers
Read
January 17, 2026
Svo skemmtileg! Vinkona mín er ekki sérlega hrifin af ævintýrum en elskar fjölskyldudrama, aftur á móti elska ég engar sögur meira en ævintýri og allar verur sem þeim fylgja og það var svo gaman að við skyldum hafa jafn gaman af þessari bók — hvor á sinn hátt.
Profile Image for Brynjar.
5 reviews1 follower
Read
December 9, 2025
Ég er hrifinn. Fór fram úr mínum væntingum.
Profile Image for Alma Wolf.
47 reviews1 follower
January 4, 2026
stútfull af ást og kærleika. Samræðurnar inni í eldhúsi á milli kynslóða af kvenna voru svo gullfallegar. prósinn frumlegur og skemmtilegur, talsmátinn frábær. Falleg bók í alla staði, vel úthugsað konsept. Himin og haf á milli þessarar og fyrstu skáldsögu Fríðu Ísberg, og ég bíð spennt eftir næsta verki!
Profile Image for Vala Run.
73 reviews4 followers
January 12, 2026
vá!!! mögnuð, frumleg og svo fallega skrifuð íslenska!!! ég datt sjálf inní hulduheim frá byrjun til enda, öll önnur verkefni fengu að bíða á meðan, var húkt. ef einhver hefði lýst bókinni fyrirfram hefði ég verið skeptísk en ég fór blind inn og dýrkaði þetta. ekki láta þessa framhjá ykkur fara!!
Profile Image for Karl Hallbjörnsson.
677 reviews73 followers
January 17, 2026
alveg yndisleg oooooooo hvað þetta var gott töfraraunsæis murakami fantasíu ........... ¨!!!!!
Profile Image for Hrafn Marinó.
28 reviews2 followers
January 8, 2026
Mjög fallega skrifuð og finnst karakterarnir skemmtilegir. Soldið all vibes no plot. Eða amk mjög fyrirsjáanlegur söguþráður en fannst samt gaman að bókinni
Profile Image for Jon Agnar.
30 reviews23 followers
December 26, 2025
Framúrskarandi fín bók. Listilega hugsuð og svo vel skrifuð að það er dýrindissetningu að finna á hverri síðu, að heita má. Huldukona Fríðu Ísberg hlýtur að teljast með því allra besta sem kemur út á Íslandi árið 2025. Mun lesa þessa aftur og hlakka þegar til.
Profile Image for Ingibjörg.
278 reviews7 followers
December 26, 2025
Huldukonan er mjög ólík fyrri bókum höfundar. Ég vissi ekki alveg hverju ég átti von á þegar ég byrjaði á henni, en hún olli mér alls ekki vonbrigðum. Fríða Ísberg er frábær höfundur og kemur sífellt á óvart.

Huldukonan sækir í sagnaminnið og þjóðsagnaminnið okkar hér á Íslandi, sérstaklega sögur um huldufólk, og vinnur með það á mjög skemmtilegan og frumlegan hátt. Þetta er ættarsaga, þetta er söguleg skáldsaga, og líka skáldsaga um handanheima og samskipti manna og huldufólks.

Bókin er afskaplega skemmtileg aflestrar og er mjög vel skrifuð. Hún dregur upp sannfærandi og litríkar persónur. Mér fannst líka áhugavert hversu mikið er lagt upp úr konum í sögunni - en ættin sem sagan fjallar um er að mestu samsett af konum.

Þetta er fimm stjörnu bók að mínu mati og ein af bestu bókum sem ég hef lesið á árinu. Ég mæli eindregið með henni.
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
December 15, 2025
Hvílíkt ævintýri!

Vel skrifuð, uppsetningin skemmtileg og sagan mjög öðruvísi! Elska að fá íslenska skáldsögu um huldufólkið
okkar og fannst ótrúlega gaman að velta mér uppúr flakkinu á milli heima.
Þetta voru mögulega aðeins of margar persónur fyrir mig, mikil ættarsaga sem auðvitað gaf bókinni dýpt en ég þurfti oft að fletta upp í ættartrénu aftast. Hefði mátt stytta sum tímabil fyrir mér þó mér hafi vissulega aldrei farið að leiðast.

Endirinn var svo fullkominn. Takk fyrir mig.
Profile Image for Lilý Adamsdóttir.
4 reviews
January 18, 2026
Textinn var góður og hélt mér vel 2/3 bókar. Fallegt orðalag og flæddi vel. Skýr uppsetning og gott að hafa ættartré aftast til glöggvunar. Sagan litrík af persónum og landinu okkar gerð góð ljóðræn skil. Naut þess og flaut áfram. Furðaði mig þó á sundur slitnum samtölum með bilum og punktum. Undra mig reyndar oft á því í íslenskum bókum og fæ það á tilfinninguna að verið sé að toga textan upp í 300 bls. Síðasti hluti bókarinnar dregur hana niður um tvær stjörnur. Fannst öll spenna farin og flogin. Átti erfitt með stemmninguna milli heima. Upplifði langdregið niðurlag eftir annars fjöruga og skemmtilega sögu. Heiðarlegt rant úr röflandi ranni. Yfir og út. Held áfram með Fríðu og hlakka til að lesa næstu bók.
11 reviews
January 17, 2026
Þessi bók fær 5 stjörnur fyrir að færa mér hreina gleði og vellíðan við lesturinn. Ég bæði hló og táraðist og var spennt að vita meira. Bók sem ég treinaði að klára því ég vildi ekki tapa töfrunum. Fríða Ísberg er svo frábærlega hugmyndaríkur og snjall höfundur og þessi bók er algjört konfekt.
Profile Image for esja.
13 reviews
December 18, 2025
Tikkar í öll box! Frábær saga, eftirminnilegar persónur, fyndin, sniðug og hjartnæm. Án efa ein uppáhalds bókin mín:D
Profile Image for Margrét.
7 reviews3 followers
December 15, 2025
Vá Fríða! Ég gleypti þessa bók í mig… eða bókin sjálf, öllu heldur, gleypti mig með húð og hári. Ég sá allt svo ljóslifandi fyrir mér, ég gæti teiknað mynd af húsinu, læknum, lautinni, öllu saman. Ég naut þess svo innilega að fá að vera inni í þessum heimi með þessum persónum. Mæli innilega með og heimta um leið framhald.
Profile Image for Jóna.
41 reviews
January 2, 2026
Fullkomin, einkum fyrir lestur á jólanótt og nýársnótt, ljúf og mild með hressandi endi! Aðeins of miklar endurtekningar á tengingum við hulduheima en skemmtilega vel skrifuð. Þessi setning úr bókinni á vel við mína upplifun: "Andartökin flugu hratt, stuttvængjaðir fuglar." (117)
99 reviews1 follower
January 9, 2026
Mér finnst stundum að íslenskir höfundar séu ekkert frábærir í persónusköpun, eru oft þungar, þurrar og óeftirminnilegar (gæti svosem verið af því ég hætti mér sjaldan út fyrir minn furðusagnaþægindaramma þar sem er kannski meiri áhersla á hugmyndir og sögusvið).
En þetta er dálítil furðusaga (huldufólk/víddaflakk, mcguffin sem leysir helsta vandamálið) og ég ELSKAÐI allar persónurnar. Væri til í að vera hluti af Lohr-fjölskyldunni, ég þekki til svona stórra, náinna fjölskyldna sem ryksuga upp öll tengdabörnin og finnst þessi virka alveg jafn raunveruleg. Var leið að bókin þurfti að klárast að lokum.
288 reviews4 followers
December 27, 2025
Ég var með miklar væntingar þegar ég byrjaði að lesa þessa bók. Eftir því sem leið á lesturinn dró aðeins úr þessum væntingum. Er mjög hrifinn af stílnum, skrifar mjög krappann stíl sem höfðar til mín. Lýsingar á fjölskyldunni mjög skemmtilegar. Ég var hins vegar ekki alveg sáttur við lokin. Er ekki alveg með smekk fyrir svona sögum. Ætti kannski að vera það verandi með miðla í ættinni!
Displaying 1 - 30 of 47 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.