Jóhanna Knudsen, kölluð Dúlla af ástvinum sínum, er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn hafa verið kallaðar umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. En hver var Dúlla Knudsen?
Frábær bók og fróðleg mjög. Ástandið og þessi fyrstu ár sjálfsmyndarmótunar lýðveldisins Íslands í miðju stríði er sérlega safaríkt söguefni til að byrja með, en fær nýja vídd séð með augum hinnar margbrotnu persónu Jóhönnu "Dúllu" Knudsen. Kristín Svava grefur upp ótrúlegustu heimildir, og vangaveltur höfundar um túlkun þeirra heimilda er líka skemmtileg viðbót við söguna. Gaman að lesa sagnfræðibækur sem flæða svona vel, með lifandi frásögn og liprum texta.
Afar áhugaverð lesning, ekki bara fröken Dúllu vegna heldur til glöggvunar á tíðaranda sem litar skoaðnir og hegðan fólks. Kristín Svava skrifar lipran og læsilegan texta sem gerir lesturinn enn skemmtilegri. Gott stöff!