Ung kona heyrir stöðugt ókennilegan grátur eftir að hún lætur græða kuðung í eyrað en hún missti heyrnina í æsku. Hvaðan koma þessi hljóð? Rithöfundur leggur land undir fót um hávetur til að heyja sér efni í skáldsögu sem hann hyggst byggja á dramatískum atburðum í sögu fjölskyldunnar – en það fer ekki alveg eins og hann ætlaði. Og kona sem lifað hefur í skugga ofbeldis sem hún var beitt fyrir áratugum leitar réttlætis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þetta er mjög fyndin og skemmtileg Yrsu bók en á sama tíma frekar spooky á köflum, sérstaklega þar sem ég las hana um miðja nótt heima í sveit. Fíla þegar bækurnar hennar eru ekki miðaðar út frá rannsakendum, hér eru þetta einfaldlega bara þrjár sögulínur sem fléttast smekklega saman í lokin. Mæli með fyrir krimmaáhugafólk.
Klassísk Yrsa, hélt mér við efnið en var ekki eins spennandi og ég var að vona. Leystist mjög hratt í blálokin eins og oft áður. Fínasta afþreying en ekki ómissandi.
Ég hef einungis lesið þrjár Yrsubækur. Ég hef verið hrifin af þeim öllum. Ég er heilluð af yfirnáttúrulegum hlutum en það var þó ekki mikið um þá í þessari bók, einungis fylgifiskur nýígrædda kuðungsins. Söguþræðirnir þrír eru mjög ólíkir en tengingin er góð í lokin, þó finnst mér (spoiler alert) síðustu bls. tvær frekar ódýr og snubbótt afgreiðsla á síðasta málinu en að sama skapi hefði ég ekki nennt að lesa mikið meira um það. Einnig fannst mér tilviljanirnar vera oft of miklar þegar var verið að leiða fólkið saman í tvö skipti á biðstofu lögreglustöðvarinnar. Steinn og fjölskylda fannst mér mest spennandi en fóru um leið mest í taugarnar á mér. Yrsa er snillingur í að halda lesandanum hangandi á kaflaskilum og enda þá þannig að mann langar að lesa áfram og skipti þá engu hvaða sögusvið var um að ræða. Ég sé smá eftir að hafa ekki viljað lesa Yrsu fyrr en ég á þá bara nóg eftir.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Takk Yrsa! Syndafall fær 5 stjörnur frá mér því þetta er ein skemmtilegasta Yrsa sem ég hef lesið. Hló og hló sem var nákvæmlega það sem ég þurfti í þessum þunga og dimma desember. Yrsa hefur svo skemmtilegan og hæðinn stíl sem enginn leikur eftir. Þetta element fær mig til að bíða spennta og setja Yrsu efst á minn jólabókalista á hverju ári.
Hér eru þrjár sjálfstæðar sögur í gangi sem svo allar fléttast flott saman undir lok bókar. Hver einasta af þessum þrem sögum er stórskemmtileg og kaldhæðnislega fyndin. Einnig er uppsetningin ólík hefðbundnu glæpasagnaformi þar sem við erum ekki með neinar löggur og glæpurinn er ekki í forgrunni heldur fléttast inn á seinni stigum. Engu að síður er mikil undirliggjandi spenna og maður situr alveg límdur við.
Svakalega skemmtileg! Skil aldrei neitt í neinu og er alltaf að spá í að lesa bara lokin strax til að vita hvernig sögurnar tengjast en ég stóðst freistinguna.