Jump to ratings and reviews
Rate this book

Hugleiðingar um gagnrýna hugsun

Rate this book
Út er komin í ritröð Heimspekistofnunar bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun eftir Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.

Margt í samtímanum kallar á gagnrýna afstöðu til skoðana okkar og breytni. Slík afstaða felst meðal annars í því að huga að öllum hliðum hvers máls og gera engar skoðanir að sínum án þess að hafa fyrir því góð rök. En hvernig eigum við að fara að því? Er það mögulegt? Hvaða máli skiptir gagnrýnin hugsun?

Í bókinni ræða höfundar gildi gagnrýninnar hugsunar og vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi hennar. Bókinni er ætlað að stuðla að markvissum umræðum um eðli og tilgang gagnrýninnar hugsunar og hvetja til eflingar kennslu hennar.

Sjá nánar á heimasíðu Háskólaútgáfunnar, þar sem einnig er hægt að kaupa bókina.

174 pages, Paperback

First published January 1, 2014

8 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
0 (0%)
4 stars
5 (41%)
3 stars
6 (50%)
2 stars
0 (0%)
1 star
1 (8%)
Displaying 1 of 1 review
Profile Image for Friðrik Falkner.
4 reviews20 followers
February 24, 2019
Þetta kver tekst vel að vekja til umhugsunar mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Hvað ef allir hefðu sömu skoðun og breyttu í samræmi við hana? Þetta er ein af nokkrum spurningum sem kverið leggur til að verði svarað til þess að efla gagnrýna hugsun. Hún er sú mikilvægasta að mínu mati. Til þess að geta verið gagnrýninn, hvort sem það er á skoðanir annarra eða á sínar eigin, þá þurfi maður að skilja afleiðingar og áhrif hverrar skoðunar. Það að tileinka sér skoðun er ekki einfalt og ef ég leyfi mér að fullyrða þá finnst mér það þokkalega erfitt. Það er fyrir ástæðu. Við breytum í samræmi við skoðanir okkar. Það eitt og sér eru nauðsynlegt skilyrði fyrir gagnrýnni hugsun þ.e. að vera athugull á allar hliðar máls. Og vegna þess munu þær ákvarðanir sem við tökum vegna skoðana okkar í framhaldinu ávallt varða annað fólk.

Gagnrýnin manneskja þarf að beita hugsun sinni í þá átt að hún fallist ekki á neina skoðun eða fullyrðingu án þess að rannsaka fyrst hvað í henni felst og leita fullnægjandi raka fyrir henni. Hún þarf að kynna sér um hvað málið snýst þ.e. hvert er umræðuefnið? Hún þarf að geta spurt sig hvers vegna er þetta mál til umræðu vegna þess að við myndum okkur sjaldnast skoðanir að ástæðulausu. Einnig þarf hún að spyrja sig hvers vegna hún sé að velta þessu tilteknu máli fyrir sér og svo hvort hún geti að lokum myndað sér skoðun á þessu tiltekna máli. Hún þarf að vera meðvituð um merkingu hugtaka er varðar umræðuefnið. Hún þarf að vera athugul á öll gögn er varðar umræðuefnið. Hún þarf að spyrja sig hvort raunveruleg rökfærsla hafi verið lögð fram og hvort hún getið fylgt henni. Að lokum þarf manneskjan að geta spurt sig að þeirri mikilvægu spurningu sem vel var útskýrð í þessu riti; Hvað ef allir hefðu sömu skoðun og breyttu í samræmi við hana?
Displaying 1 of 1 review

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.