Jump to ratings and reviews
Rate this book

Ástin, drekinn og dauðinn

Rate this book
„Við erum á vissan hátt heppin,“ segir Björgvin upp úr eins manns hljóði. „Flestir sem fá svona fréttir þurfa að endurskoða líf sitt, jafnvel snúa því á hvolf. Við þurfum þess ekki því við lifum einmitt því lífi sem okkur langar mest til.“ Það má til sanns vegar færa; við höfum látið drauma okkar rætast, hvern af öðrum. En mér finnst þetta samt ósanngjarnt og segi það við hann. „Ósanngjarnt?“ Hann sperrir dökkar brýnnar í spurn. „Væri það sanngjarnara ef einhver annar hefði fengið þetta heilaæxli?“

Í Ástinni, drekanum og dauðanum lýsir Vilborg Davíðsdóttir vegferð sinni og hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Vilborg hefur hlotið lof fyrir skáldsögur sínar þar sem sterkar konur fyrri alda takast á við örlög sín. Hér lendir hún sjálf í ógnþrungnu ævintýri sem lætur engan ósnortinn.

„Afskaplega raunsæ, falleg og algjörlega væmnislaus lýsing á því hvernig það er að ganga í gegnum það að maðurinn sem þú elskar greinist með banvænan sjúkdóm … sterkasti hlutinn í bókinni er e.t.v. eftir að hann deyr … Ég er mjög „impressed“ af þessari bók … Ég held að það geti allir samsamað sig og fundið styrk í þessari bók einmitt út af þessu æðruleysi. Þetta er bara eitt af því sem lífir réttir manni og maður bara vinnur úr því eins vel og maður getur. Afrek.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

„Það er eitthvað við látleysið í stílnum hjá henni sem rímar við þetta tilfinningaþrungna æðruleysi sem virðist einkenna viðbrögð þeirra beggja og í glímunni við þennan sjúkdóm … Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð og sneiðir einhvernveginn hjá öllum þessum pyttum sem að maður óttaðist einmitt.
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

„Ég held það þurfi vélmenni til að finna ekki til við lestur þessarar bókar þótt Vilborg passi vandlega að hvergi bóli væmni né tilfinningaklámi.“
Friðrika Benónýsdóttir / Stundin

„Ég var að enda við að lesa bókina Ástin, drekinn og dauðinn, eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Bókin snart mig djúpt – reyndar svo að ég keypti hana í morgun og lagði hana ekki frá mér fyrr en að lestri loknum. Vilborg skrifar um erfiða lífsreynslu sína á þann hátt að lesandinn fær djúpa innsýn í líf konu sem upplifir veikindi og dauðastríð eiginmanns síns, föður og tengdamóður en verður um leið að halda reisn sinni gagnvart börnum sínum og öðrum nánum ástvinum. Þetta er sannarlega bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“
Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts

„Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni eða velgjutilfinningu. Þar er ritlist Vilborgar komin.“
Íris Gunnarsdóttir / Hringbraut

265 pages, Paperback

First published March 19, 2015

2 people are currently reading
70 people want to read

About the author

Vilborg Davíðsdóttir

13 books80 followers
Vilborg Davidsdottir was born in 1965 in Thingeyri, a village in the remote Westfjord Peninsula of Iceland. Her background is in journalism and ethnology (folkloristics). In her MA thesis in ethnology, she wrote about the storytelling tradition in the Shetland Isles, UK. Vilborg worked in various media from 1985 to 2000. Since then, she has dedicated herself to writing.

Her tenth and latest book, Under Yggdrasil (2020), is a gripping novel inspired by the Icelandic Sagas, set in the early Viking Age, as was her acclaimed trilogy of novels on Aud the Deep-Minded, the first of which was nominated for the Icelandic Prize for Literature. Vilborg’s historical novels have been tremendously popular over the last decades, especially as they throw a new and unexpected light on the lives of women in the Viking Age. For further information on Under Yggdrasil, see http://www.davidsdottir.is/new-under-...

Her first novel, Við Urðarbrunn, (By Urd’s Well) was published in 1993 and a sequel, Nornadómur (Norns’ Judgement) in 1994. These tell the story of a young slave woman in 9th century Iceland, the daughter of a Norwegian chieftain settler and his Irish slave, and her pursuit for freedom. The story is set in Iceland, Scandinavia and the Scottish Isles.
Við Urðarbrunn was awarded by the Icelandic section of IBBY (International Board on Books for Young People) in 1994, and a year later, the sequel, Nornadómur, received the Reykjavík School Council Award. In 2001 the books were published in a single volume titled Korku saga. Both novels have enjoyed great popularity in all age groups and have been widely read in secondary schools, ever since the first publication.

Vilborg's third book, Eldfórnin (1997) is a historical novel set in the 14th century, and takes place in the nunnery at Kirkjubaer in South Iceland. The events of Vilborg's fourth novel, Galdur (2000) are also based on historical events, this time in the 15th century, in Skagafjord in North Iceland, when Englishmen dominated the trade and were highly influental in Iceland.

Sources describing the lives of the Inuit and the Norse inhabiting Greenland in the middle 15th century provide the background for Vilborg's fifth novel, Hrafninn (2005). The story touches on the mysterious disappearance of the settlements started in Greenland by Icelandic settlers around the year 1000. Hrafninn was nominated for the Icelandic Literature Prize. Film rights have been sold to an Icelandic film maker, Köggull ehf.

Auður (2009), Vilborg’s sixth novel, tells the story of the only Viking woman known to have led her own independent settlement expedition to Iceland. Aud the Deep-Minded was married to the first Viking king of Dublin in Ireland and set sail from the British Isles to Iceland where she settled in the west of the country, setting her slaves free. Auður was also nominated for the Icelandic Literature Prize. A sequel, Vígroði (Crimson Skies) was published in 2012 and the last book of this trilogy, Blóðug jörð, (Ocean Road), in 2017. The novels about Aud the Deep-Minded have been highly praised by readers and critics alike and the rights to produce TV series based on the trilogy have been sold to Deepminded3 AB in Sweden.

In autumn 2017 Vilborg put on a storytelling show about Aud, performed at the Settlement Centre in Borgarnes, Iceland. The event turned out to be quite popular, so much that it was run till spring 2019, with each of the 30 events sold out.

Vilborg’s memoir, Ástin, drekinn og dauðinn (On Love, Dragons and Dying) was published in 2015. Here, she tells the story of her husband’s journey with terminal brain cancer, “the Dragon”, and her first year as a widow following his death in 2013. This unique memoir has been highly acclaimed by readers and critics alike.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
51 (58%)
4 stars
29 (33%)
3 stars
5 (5%)
2 stars
1 (1%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 11 of 11 reviews
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
June 9, 2024
Mjög falleg og vel skrifuð. Fékk þessa í láni frá handleiðaranum mínum. Gefur mikla innsýn í hvernig það getur verið fyrir aðstandendur að eiga ástvin sem lifir með og deyr að lokum úr krabbameini. Ótrúlega góðar pælingar um dauðann, lífið, núvitund, sorg og ást. Skilur mikið eftir.
Profile Image for Þorbjörg.
34 reviews3 followers
June 21, 2017
Stórkostlega fallega skrifuð bók sem snerti mann djúpt.
Profile Image for Sigríður.
1 review
December 20, 2023
Ótrúlega falleg og vel skrifuð bók sem snertir mann djúpt. Algjör skyldulesning.
Profile Image for Margrét .
218 reviews38 followers
February 14, 2016
Það er skrítið að gefa þessari bók einkunn í formi stjarna, því þessi bók greinir frá þungbærri lífsreynslu annarrar manneskju. En ég get ekki annað en merkt samt við stjörnurnar fimm vegna þess að þetta er framúrskarandi vel skrifuð bók sem snerti þónokkra strengi innra með mér. Bæði vegna þess að ég fann til djúpstæðrar samkenndar með Vilborgu og fjölskyldu hennar, og líka vegna þess að hún nær að tengja eigin reynslu við reynslu annarra og afhjúpa með því skæran og berkjaldaðan sannleika um eðli sorgar, ástar og mikilvægi þess að lifa lífinu í árvekni og þakklæti.
Profile Image for Þór Hauksson.
52 reviews2 followers
April 24, 2015
Þetta er mikilvæg bók og falleg. Skrifuð af hispursleysi og nákvæmni, af heiðarleika og einstakri nærgætni sem verður aldrei væmin eða sek um æsiblaðamennsku. Vel skrifuð bók sem fer djúpt inn í hjartað og heim aftur, þar sem dauðans alvara togast á við húmor og ævintýri.

Full ástæða til að óska Vilborgu til hamingju með þessa bók, hún er fallegur vitnisburður um næmni hennar og hæfileika sem rithöfundar og þess dýrmæta sambands og ferðalags sem hún átti með Sínum heittelskaða.
Profile Image for Bylgja Valtýsdóttir.
79 reviews5 followers
May 3, 2015
Stundum er gott að gráta og það var gott að tárast yfir lestrinum. Vel skrifuð og innileg án þess að vera væmin. "Og við skiljum líka núna hversu dýrmæt þau eru, öll þessi venjulegu augnablik. Þau eru lífið sjálft." Er hægt að orða þetta betur? Takk Vilborg fyrir að deila sögunni ykkar.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
August 11, 2015
Þessi bók á sannarlega skilið fullt hús stiga. Vel skrifuð bók um eitthvað sem snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Ég dáist að höfundi, og elska að til er fólk eins og hún sem fær mann til að skoða lífið aðeins upp á nýtt.
Profile Image for Sigfríður Guðjónsdóttir.
67 reviews1 follower
May 6, 2016
Sár en umfram allt sönn frásaga af ótrúlega ósanngjörnu ferli og átti ég stundum erfitt með lestur. Heilbrigðiskerfið okkar fær á baukinn og einnig samfélagið fyrir að forðast hugtakið dauðann eins og heitan eldinn. Mjög góð bók sem ég mæli með!!
Profile Image for Sara Hlín.
468 reviews
June 3, 2015
Lærdómsrík frásögn skrifuð af mikilli hreinskilni. Falleg en sorgleg. Gríðarlega flottur texti að hætti Vilborgar.
Profile Image for Sigríður Pálsdóttir.
15 reviews1 follower
September 3, 2015
Kom í ljós í enda bókarinnar að Vilborg á afmæli í dag, daginn sem ég klára bókina og daginn sem sonur minn á líka afmæli. Þetta er vel skrifuð bók og á erindi til okkar allra.
Displaying 1 - 11 of 11 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.