Jump to ratings and reviews
Rate this book

Fyrstu 1000 dagarnir: Barn verður til

Rate this book
Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar, réttsýnar og góðar manneskjur og það er undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift.

Rannsóknir sýna að fyrstu þúsund dagarnir í lífi barns – frá getnaði til tveggja ára aldurs – hafa afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði þess. Ástrík og næm samskipti á þessum tíma leggja mikilvægan grunn að þroska barnsins sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsveru. Þess vegna þarf það nærgætna umönnun frá fólki sem þykir vænt um það, skilur þarfir þess og hefur þær í fyrirrúmi.

Fyrstu 1000 dagarnir er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á tengslakenningum, nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung og er höfundur bókarinnar Árin sem enginn man.

232 pages, Paperback

First published January 1, 2015

10 people are currently reading
12 people want to read

About the author

Sæunn Kjartansdóttir

5 books2 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
14 (25%)
4 stars
33 (61%)
3 stars
4 (7%)
2 stars
1 (1%)
1 star
2 (3%)
Displaying 1 - 4 of 4 reviews
Profile Image for Nanna Guðmundsdóttir.
91 reviews2 followers
August 13, 2018
Létt lesning um uppeldi. Tekur sig mátulega hátíðlega og gengur ekki út frá því að allt sé eins auðvelt á borði og í orði. Engin stórkostleg nýmæli í henni en margt gagnlegt.
Profile Image for Anna Thordardottir.
36 reviews
December 7, 2022
Upplifði lesturinn hjálplegan þegar kom að því að skilja betur dóttur mína sem og til að sýna sjálfri mér mildi sem nýbakað foreldri. Mér þótti þó aðeins of mikið um endurtekningar þegar leið á lesturinn.
Profile Image for Alina Vilhjalmsdottir.
7 reviews
January 21, 2024
Mæli með að lesa þessa fyrir alla sem eru að fara að verða foreldrar og líka ömmur og afar. Fer svo vel yfir svo margt og auðvelt að lesa.
Displaying 1 - 4 of 4 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.