This book about the love-stricken Alda Ívarsen became a best-seller in Iceland and has since been published in the Nordic countries, Germany and France. Now finally available in English translation.
Steinunn Sigurðardóttir was born in Reykjavík in 1950. She finished her Matriculation Examination at the Reykjavík Higher Secondary Grammar School in 1968 and a BA in Psychology and Philosophy at the University College in Dublin in 1972.
She published her first book, the poetry collection Sífellur (Continuances), 19 years old and received immediate attention. In 1995 she received the Icelandic Literature Prize for the novel Hjartastaður (Heart Place). Her books have been translated into other languages and a French movie based on the novel Tímaþjófurinn (The Thief of Time) premiered in 1999.
Sigurðardóttir was a reporter at the Icelandic National Broadcasting Service (RUV) and a news correspondent with intervals from 1970-1982. She has also worked as a journalist and written programmes for radio and television.
Steinunn Sigurðardóttir has lived for long and short periods of time in various places in Europe, in the US and in Japan. She currently divides her time between France and Iceland. She has one grown-up daughter.
Þrjár stjörnur því ég get ekki sagt að ég hafi notið lestursins sérstaklega vel. Mér fannst bókin spennandi í byrjun, jafnvel allan fyrri helming, en svo fór ég að eiga erfitt með frásögnina og hélt ekki þræði. Hins vegar naut ég góðs af stuttri greiningu á bókinni sem kom í lok einstaksins sem ég fékk á bóksafninu. Mér fannst gott að fá hjálparhönd að loknum lestrinum við að greiða úr tilfinninga- og tímaflækjunni og fá tilfinningu fyrir nýmæli bókarinnar við fyrstu útgáfu. Ég les hana líklega aftur seinna á lífsleiðinni, þá verður eflaust eitthvað í henni sem nær mér betur, eins og að ná betri fótfestu í stíg sem maður hefur stikað áður.
Fyrstu 60ish blaðsíðurnar var ég varla að skilja hvað var í gangi og mér fannst bókin flaka allt of mikið á milli random hluta.
Síðan datt ég bara inn í bókina! Ég fór að ímynda mér að ég væri að lesa persónulega dagbók Öldu með öllum tilfinningunum sem hún heldur leyndum. Það gerði bókina strax áhugaverðari. Mér fannst geggjað að sjá hvernig Alda spinar scenario út úr engu og býst við að allir séu að fókusa á henni á hverri stundu.
Ég heyrði frá nokkrum að þau hötuðu Öldu því hún er creepy og sjálfselsk og honestly pínu kvennahatari og áttu erfitt með að fylgja henni þess vegna. Allt af því er satt en ég fann aldrei fyrir neinum hatri. Ég var svo heillaður af undarlega hugsunarhátt hennar og vorkenndi ég henni frekar en hataði hana. Ég leit nánast á bókina sem einskonar documentary af geðbilaðri manneskju. Ég get ekkert gert til að breyta henni svo ég sit bara áhugasamur um hvað hún segir næst!
Mér fannst bókin ótrúlega vel skrifuð, með randóm ensku slettum. Íslenskan ekkí alvíg orðrétt. Punktar. Settir á skringlegum stöðum. ALL CAPS út í eitt! Það fékk mig virkilega til að ímynda mér að þetta væru persónulegar, óediteraðar hugsanir sem ég átti ekki að vera að lesa. Mjög trúverðugt!
Eins mikið og ég dýrkaði bókina þá fannst mér ekki nógu mikil framvinda í henni. Alda breytist mjög lítið en í endanum tekur hún skrítna ákvörðun bara af því bara. Mér fannst ekki nógu mikil ástæða gefin fyrir endanum. Bókin endar bara. Ekki sérlega spennandi endir. En ferðalagið skipti mestu máli svo það truflaði mig ekki það mikið.
Allt í allt var þetta geggjuð bók! Mjög áhugaverð! Mæli með!
hef ekki hætt að hugsa um þessa bók síðan ég las hana í menntaskóla og lét loksins verða af því að lesa hana aftur. alveg hreint mögnuð og ennþá betri í annað skiptið
Ég gleypti Tímaþjófinn í mig allann fyrsta helming bókarinnar, svo fór aðeins að hægja á athyglinni - fannst ástarsorgin ansi langdregin en yfirallt æði bók!
Ég las hana í sumarhúsi án símasambands. Það segir samt ekkert slæmt um gæði bókarinnar, hún er stórgóð. Rithátturinn er á hátt, sem mér finnst séríslenskur, ljóslifandi. Mér datt ekki í hug samanburðurinn, en andi textans er eins og heiðríkja á vormorgni. Semsagt mjög ánægjuleg aflestrar. Og það bætir við upplifunina að hafa gengið í MR, þekkjandi manngerðirnar sem umkringja Öldu. Allt mjög korrekt.
Virkilega sérstök og einstök bók - Steinunn er ein af mínum uppáhalds höfundum og ég er að vinna mig hægt og rólega gegnum höfundarverkið hennar en þessi bók er ólíkt öllu sem ég hef lesið. Stíllinn er algjörlega one of a kind, blanda af póesíu og prósa, talmáli og háfleygum lýsingum, íslensku og enskuslettum.
Aðalkarakterinn er í raun óþolandi, sem er fersk tilbreyting frá hefðbundnum “heróínum” en á sama tíma er hún gerð viðkunnanleg því tengir lesandinn við tilfinningalíf hennar á sterkan hátt - amk þau okkar sem hafa upplifað þunga ástarsorg. Ástin snýst síðan upp í obsessjón og söguhetjan verður brjóstumkennanleg þegar á líður.
Fantagóð saga um Öldu, sem mér fannst sniðug og skemmtileg persóna. Bókina hámaði ég í mig og tel ég hana hiklaust meðal minna eftirlætisbóka. Uppsetning Þjóðleikhússins á sögunni fannst mér bæta miklu við hana og hlakka ég til að lesa þessa læsilegu bók á ný.
Tímaþjófurinn fjallar um Öldu, sem er einhleyp, vel ættuð kona á fertugsaldri. Hún starfar sem tungumálakennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Líf hennar er í föstum skorðum. Síðan kynnist hún Antoni samkennara sínum, og ástir takast með þeim. Samband þeirra gjörbreytir lífi hennar og hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.
Þessi bók er ekki fyrir alla, en mér fannst hún mjög góð. Hún náði athygli minni strax á fyrstu síðu og hélt henni alveg út. Hún er vel skrifuð, er einhvers konar blanda af ljóði og skáldsögu. Aðalpersónan fór samt í taugarnar á mér. Hún er sjálfhverf og hrokafull. Þrátt fyrir það hafði maður samúð með henni þegar allt fer niður á við í hennar lífi. Mér fannst ókostir hennar fremur vera styrkleiki. Mér fannst þeir gera hana raunsærri, því enginn er fullkominn.
Ég get því heilshugar mælt með þessari bók. Hins vegar tel ég að margir gætu gefist upp á lestrinum vegna galla aðalpersónunnar.
Saga um ævilanga ástarsorg. Eða þráhyggju? Mér varð hugsaði til Daga höfnunar eftir Elena Ferrante en sú mun hafa komið út á frummálinu 2002. Tímaþjófurinn er eldri. Það sem þessar tvær sögur eiga sameiginlegt eru konur sem upplifa höfnun og ástarsorg. Önnur sekkur svo djúpt að jaðrar við sturlun, hin er kaldari, fágaðri. Sú ítalska tekur til við að lifa aftur, sínu eigin lífi sú íslenska heldur áfram, alveg fram í dauðann að láta gamlan ástmann stjórna lífi sínu og tilfinningum. Aðalsögupersónan Alda vill vera köld og stjórna eigin lífi og tilfinningum. Hún er á öruggum stað í samfélaginu og á frátekinn stað í dauðanum. Samt eru ýmis tákn sem benda til þess að staður barnsins hafi ekki alltaf státað af mikilli hlýju. Eflaust mætti greina það betur með því að rýna almennilega í táknmál sögunnar en satt best að segja leiðist mér að lesa blaðsíðu eftir blaðsíðu af ástarsorgum og legg fegin frá mér bókina að lestri loknum. Tímaþjófurinn má þó eiga það að stíllinn hjá Steinunni, þessi blanda af prósa og ljóðum, gerir lesturinn þess virði að þrælast í gegnum sorgardrama ástarinnar og það fylgir því vottur af samviskubiti að sleppa taumunum á Öldu án þess að gera lífi hennar og sálarástand ekki betri skil.
Las alla bókina á einum degi. Þetta er saga um konu með þráhyggju fyrir manni sem hún varð ástfangin af án þess að þekkja hann neitt sérstaklega vel. Saga um yfirborðskennda konu sem býr sér til sannfærandi hugarheim þar sem karlmaður verður að guði. Undirtónn um stéttaskiptingu og umskipti hvaða stéttir eru fínar stéttir. Í byrjun er hún fína fólkið en svo verður Anton ráðherra og byrjar þá sjálfur að vera fína fólkið sem hann var alls ekki í byrjun bókarinnar. Skemmtileg lesning en dáldið háfleygur stíll fyrir minn smekk. Hugsa að ég þyrfti að lesa hana aftur núna þegar ég er búin að læra á stílinn. Fann til með þessari konu en hélt engan vegin með henni.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Bókin er launfyndin og kaldhæðin og aðalpersónan er kostuleg, það hefði verið fróðlegt að sitja hjá henni eina kennslustund eða tvær. Sögusviðið er kunnuglegt þó ég vilji nú ekki kannast við að þetta sé MR snobb í hefðbundnum skilningi, hér er milu frekar verið að gera grín að þessari menningu. Fyrsti þriðjungur bókarinnar er sterkastur þeirra. Bókin á fjórar stjörnur alveg skilið. Það er ekki langt síðan ég las síðast bók eftur Steinunni og þessi lætur mig vilja halda því áfram.
Ekki fyrir mig. Gat ekki klárað hana. Ritstíllinn var yfirgengilega ljóðrænn sem varð afskaplega þreytandi eftir aðeins nokkra kafla. Það er eitthvað svo tilgerðarlegt við þessa bók að mínu mati. En ég hef aldrei lesið íslenska "ástarsögu" sem mér hefur líkað við og því möguleiki að þetta sé einfaldlega bókaflokkur sem ég persónulega ætti að forðast.
Ég las þessa í mjög miklu flýti fyrir skólann en hún er alveg ágæt en mundi ekki lesa þessa aftur.
Hún var fallega skrifuð og nokkuð ljóðræn sem mér líkaði við en ég var orðin smá þreytt á endalausri ástarsorg og þráhyggju fyrir því gamla.. en það er kannski bara smekksatriði frekar en því þetta er léleg saga
This entire review has been hidden because of spoilers.
Textinn er listilega vel skrifaður og fallega ljóðrænn. En söguþráðurinn sjálfur er langdreginn á köflum og erfitt að hafa samkennd með aðalpersónunni sem er því miður.
Mjög áhugavert format og margar mjöööög flottar línur. Ég bara tengdi svo lítið. Sorlegt hvað hún lifði innantómu lífi í ástarsorg og dagdraumum. Endirinn mjög flottur en sorglegur :(
Steinunn er frábært penni. Húmorinn lúmskur strax frá byrjun; "Ég er í rauðu kápunni og svörtu sokkunum og ég er hálfsjenert ef menn skyldu halda að ég hafi verið í jarðarför svo mellulega búin". Stíllinn færðist mér engu að síður stundum í fang og ég þurfti að taka smá pásu í miðjum lestir. En persóna Öldu er einstök og margt minnisstætt sem situr eftir hjá manni eftir lesturinn. Ég hló oft með sjálfri mér við lesturinn; ”Allsber. Aldraður. Öryrki í sólbaði á svölunum hjá sér er náttúrulega nokkuð fyndinn. En ég skeyti ekki um það. Loka bara augunum. Og þá sér enginn þessa hörmung. Nema guð. Og hann hefur nú bara gott af því. Það er maður sem ég held að hafi lifað í vernduðu umhverfi og skorti lífsreynslu.”
Nachdem die isländische Lehrerin reiehenweise Herzen gebrochen hat und einer ihrer verheirateten Liebhaber einen Tag nach ihrem Geburtstag ins Wasser geht, verliebt sie sich in einen (verheirateten) Kollegen, der sich nach 100 Tagen von ihr trennt. Zeit ihres Lebens - über den Tod ihrer Schwester Alma und bis zu ihrem eigenen - kann sie ihn jedoch nicht vergessen, schreibt ihm (fiktive?!) Briefe und richtet ihr ganzes Leben in ihrer unerwiederten Liebe ein. Den Stil von Steinunn Sigurdardóttir muss man mögen. Immer wieder wird die Prosa durch kurze Lyrik unterbrochen, die nicht immer leicht zu verstehen und in den Kontext zu setzen ist.