Símtal frá Bretlandi kemur róti á huga hálfíslensks læknis í New York. Hefur Magnús Colin lifað í blekkingu frá barnæsku? Hefur hann aldrei séð foreldra sína í réttu ljósi?
Um leið og Magnús þarf að horfast í augu við fortíð sína fær hann til rannsóknar óþekkta konu sem finnst í dái eftir slys á afskekktum vegi. Þegar hann fer að gruna að hún sé með meðvitund en læst inni í eigin líkama vakna áleitnar spurningar um hver hún er, um sjálfan hann – og ekki síst um Malenu, konuna sem hann elskar.
Endurkoman er seiðmögnuð skáldsaga um ástina og leitina að hamingjunni, einsemd og söknuð, brotthvarf – og endurkomu. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir verk sína víða um lönd en þau hafa komið út á yfir tuttugu tungumálum.
Olaf Olafsson was born in Reykjavik, Iceland in 1962. He studied physics as a Wien Scholar at Brandeis University. He is the author of three previous novels, The Journey Home, Absolution and Walking Into the Night, and a story collection, Valentines. His books have been published to critical acclaim in more than twenty languages. He is the recipient of the O. Henry Award and the Icelandic Literary Award, was shortlisted for the Frank O’Connor Prize, and has twice been nominated for the IMPAC Award. He is the Executive Vice President of Time Warner and he lives in New York City with his wife and three children. http://www.facebook.com/olafsson.author
Ólafur Jóhann stendur alltaf fyrir sínu. Falleg saga um dreng sem vex úr grasi og verður fullorðinn heilsteyptur læknir þrátt fyrir ástleysi foreldra sinna.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Ólafur er í miklu uppáhaldi og þessi bók hans var góð þó ég hafi orðið fyrir örlitlum vonbrigðum, enda með miklar væntingar til hans og bíð kannski of spennt eftir bókum frá honum. Einmanaleg saga og áhugaverð. Persónurnar hans eru yfirleitt vel menntaðar, fágaðar og oftar en ekki barnlausar. Ég fæ eitthvað út úr því að lesa um svona yfirvegaðan heim.
Bækur Ólafs Jóhanns hafa höfðað mismikið til mín í gegnum tíðina, hann hefur gott vald á tungunni en stundum hefur mér þótt efnistökin of formúlu- og frasakennd eða bara óspennandi meðan aðrar hafa verið hrein unun í lestri. Eflaust skiptir hugarástand lesandans líka máli hverju sinni. Hér er bók með frekar sérkennilegan söguþráð eða söguslitur um samskipti, störf og líf lítillar og illa funkerandi fjölskyldu. Það koma fram þó nokkrir þræðir sem jafnvel enda í lausu lofti. Engu að síður naut ég flæðis sögunnar og kynna af fólki sem lifir frekar undarlegu lífi og fæst við sérstök verkefni. Ljómandi tilbreyting.
Hefði viljað gefa henni 4,5 svo góð er hún. Yndislega vel skrifuð og var unun að hlusta á Þorvald Davíð lesa hana upp. Magnús fer þó frekar mikið í taugarnar á mér en það sýnir bara hversu lifandi og raunveruleg persónusköpun Ólafs er. Bók um ekkert en samt um svo ótal margt
Stíllin svo fallegur og sagan einnig, hlustaði á hana í lestri Þorvaldar Davíðs og fann hún frábærlega vel lesinn, hlustaði á 1.3 hraða og fannst það passlegt.
Í bókinni eru eiginlega sagðar þrjár sögur; sagan um tengsl Magnúsar við foreldra sína, sagan um tengsl hans við unnustuna og svo sagan um starf hans og þá sérstaklega vinnu hans með suður-amerískri konu sem er í raun lokuð inni í eigin líkama án getunnar til þess að tjá sig. En sennilega er það einmitt það sem amar að í hinum tveim sögunum. Einstaklingarnir virðast einhvern veginn ekki geta almennilega tjáð sig. Það virðist að einhverju leyti einkenna samskipti Magnúsar og Malenu en einnig samskipti Magnúsar og móður hans sem ég held að hann tali í raun aldri við í bókinni - samskiptin við foreldrana virðast alltaf fara í gegnum föður hans.
Mér líkaði bókin og mér var ekki sama um hvernig færi. Textinn er ljúfur og vel skrifaður og heimurinn sem Ólafur dregur upp áhugaverður. Helsti gallinn er kannski sá að ég er ekki alveg viss hvar við skiljum við Magnús; hver er staða hans núna? Mun hann pluma sig?
Bókin fjallar um íslenskan/breskan heilasérfræðing sem vinnur í Conneticut í Bandaríkjunum en býr í New York. Hann er uppalinn í Bretlandi þar sem foreldrar hans búa en hefur tvisvar sinnum farið í ferðalag til Íslands, annarsvegar sem barn og hinsvegar sem fullorðinn. Hann rannsakar heila á fólki sem liggur í dái, verður ástfanginn af konu sem hann virðist lítið vita um, lendir í vandræðum í vinnunni, er alltaf upp á kant við foreldra sína og á mjög erfitt með að tjá sig um sínar hugsanir og tilfinningar. Bókin flæðir mjög vel þrátt fyrir að vera að fara fram og aftur í tíma því höfundur stillir því tímaflakki mjög nákvæmlega eftir söguþræðinum. Ólafur skrifar mjög fallegan texta, ekkert orðskrúð eða óþarfa ljóðrænar hugsanir heldur flæðir textinn mjög átakalaust og bókin verður því auðveld í lestri þótt mikið sé að gerast.
Fyrsta bókin sem ég les eftir Ólaf Jóhann. Uppáhaldsrithöfundur Söru og því vert að kanna. Mjög fallega skrifuð. Mjög flott persónusköpun, stundum eins aðalpersónan geti lesið hugsanir allra eða séð nákvæmlega hvernig öllum líði útfrá kippum í munnvikum eða öðrum líkamsdráttum. Það er þó að öllum líkindum taktík í ritlist til að skynja andrúmsloftið.
Plottið er mjög frumlegt, vægast sagt og alltaf flott þegar rithöfundur hefur fyrir því að kynna sér önnur svið eins og rannsóknir á heila í þessu tilviki.