Mögnuð bók. Svipti hulunni af reynsluheimi sem er flestum framandi og hefur hingað til verið sveipaður þögn, ótta og skömm. Kennir okkur um leið svo margt um það samfélag sem við búum í. Án efa gríðarlega hjálpleg bók þeim konum, og aðstandendum, sem hafa og/eða eiga eftir að standa frammi fyrir þessum veruleika. Um leið ótrúlega upplýsandi, gagnleg og fræðandi og á erindi til allra. Þetta er bók sem sannarlega er til þess fallin að auka víðsýni og skilning á þessu mikilvæga málefni.