Jump to ratings and reviews
Rate this book
Rate this book
Minnisbók segir frá dvöl Sigurðar Pálssonar í Frakklandi á árunum 1967–1982, allt frá því að nítján ára nýstúdent kemur til borgarinnar þar til hann fer heim aftur að námi loknu. Frásagnargleði, einlægni og ljúfsár tilfinning einkenna verkið. Þetta er fyndin og töfrandi lýsing á tíðaranda, aldarspegill mikilla umbrota í vestrænni sögu. Ótalmargar persónur skjóta upp kollinum, þekktar og óþekktar, en allar dregnar skýrum dráttum.

295 pages, Paperback

First published January 1, 2007

5 people are currently reading
65 people want to read

About the author

Sigurður Pálsson

62 books2 followers
Sigurður studied French in Toulouse and Paris 1967-1968, and drama and literature studies in the Institut d'Etudes Théâtrales, Sorbonne, Paris 1968-1973 and again from 1978-1982, obtaining maîtrise and D.E.A. degrees. He studied also in the Conservatoire Libre du Cinéma Français, obtaining a cinema direction diploma. Pálsson works mainly as writer and translator. He has also worked as professor (University of Reykjavik and the National Academy of Dramatic Art) and cinema producer.

Nominated for the Nordic Council Prize for Literature in 1993. Nominated for the Icelandic Literary Prize in 1995, 2001 and again in 2007 for Minnisbók (Notebook from Memory) for which he finally got the Prize. Minnisbók is a memoir of his stay in France during 1967-1982, a playful, bittersweet, funny and charming description of an époque. He was awarded the annual Literary Prize of the Icelandic Radio 1999 and the Booksellers' Prize for Poetry, 2001.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
59 (36%)
4 stars
80 (49%)
3 stars
22 (13%)
2 stars
2 (1%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 12 of 12 reviews
Profile Image for Fríða Þorkelsdóttir.
108 reviews10 followers
January 8, 2025
Fyrst og fremst skemmtileg frásögn, sérstaklega fyrir hugvísindafólk. Get ímyndað mér að þetta sé hundleiðinlegt á köflum fyrir einhvern sem hefur ekki áhuga á bókmenntum og leikhúsi.
En sumt er svo bara pjúra gott memoir. Hann gerir létt grín að sjálfum sér og er hógvær þegar hann lýsir dugnaði sínum og þrautsegju. Ég elska bara þegar manni líður eins og maður hafi eignast nýjan vin eftir að hafa lesið endurminningar.
Profile Image for Ingólfur Halldórsson.
261 reviews
July 8, 2022
Stórskemmtileg frásögn af árum Sigurðar í París eftir menntaskóla. Ég hló upphátt margoft bæði að sögum og pælingum höfundar en einnig orðtaki hans og stíl. Mæli með þessari, sérstaklega fyrir bókmenntanölla sem tengja við hans hugðarefni.
2 reviews1 follower
July 25, 2023
Myndi gefa 3,8. Hann er geggjaður sögumaður og frábærar frásagnir, stundum týndist ég í fræðilegri köflum
Profile Image for Þorsteinn Sürmeli.
9 reviews2 followers
June 18, 2019
Áður en ég elti ástina í lífi mínu til Parísar haustið 2013 las ég Veislu í farangrinum eftir Hemingway, ég hélt að það væri eina bókin sem maður þyrfti og ætti að lesa áður en maður færi þangað. Núna hef ég komist af því að ég hefði átt að lesa tvo höfunda, Hemingway og Sigga Páls, sem báðir hafa reynslu af því að búa og starfa í París, og geta sagt frá lífinu þar, fólkinu, stemningunni, hinu magnaða sem erfitt er að koma í orð – á þann veg að manni finnst maður vera staddur í borginni, hluti af sögusviðinu. Núna langar mig aftur til Parísar, aftur, og aftur.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
September 11, 2023
Algjör gullmoli. Varð til þess að ég varð mér út um Ljóðvegasafn og Ljónámusafn í gær. Bókin kom út 2007 og varð mjög vinsæl og t.a.m. lesin á mínu heimili. Á þeim tíma var bæði of ungur og of kúl til að taka við meðmælum þaðan en ég gluggaði í hana og fannst heillandi að það væri gaur í París að skrifa um Bítlana og Jim Morrison.
Profile Image for Thorunn.
445 reviews
April 20, 2016
Langaði að lesa þessa þó svo mér hafi ekki fundist Táningabók skemmtileg - bæði vegna þess að þetta á að vera besta bókin hans og líka vegna þess að ég er að fara til Parísar, þar sem hún gerist.

Í stuttu máli sagt fannst mér hún ekki heldur skemmtileg. Allt of mikið af upptalningum og hverja hann hitti og hver hann fór, en einhvern veginn ekkert um hvernig hann upplifði París eða hvernig honum leið. Alla vega ekki nóg til að hrífa mig.
Profile Image for Þóra Gylfadóttir.
44 reviews
February 5, 2016
Ekki var hægt að stoppa þegar búið var að lesa Bernskubók og Táningabók. Mest hafði ég gaman af að lesa "analýsu" SP á maí 1968 og það sem út úr henni kom - eða ekki.

Franski kúlturinn stendur ekki svo nærri hjarta mínu - en París gerir það.
Profile Image for Björn.
14 reviews62 followers
March 22, 2017
Name-droppin í þessari bók eru með þeim allra bestu. Labbaði á móti Beckett, hljóp niður Sartre, var í sama herbergi og Depardieu. En þúst, þetta er Siggi Páls. Svo það má.
Profile Image for Ari.
13 reviews
April 27, 2017
Skemmtilegar endurminningar um dvöl í hrærigrautnum París. Gaman að googla meðfram lestrinum þær persónur sem minnst er á og þá atburði sem um er rætt.
Displaying 1 - 12 of 12 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.