Það er síðasti dagur fyrir vetrarfríið. Bergljót hlakkar til að fara í tíundabekkjarpartý og Bragi bróðir hennar ætlar að gista hjá vini sínum. Foreldrarnir stefna á rómantíska sumarbústaðarferð. En allar áætlanir fara fyrir lítið þegar furðuleg plága brýst út. Eftir það hugsar enginn um neitt annað en að bjarga lífi sínu.
Hildur Knútsdóttir hefur áður sent frá sér skáldsöguna Slátt og unglingasöguna Spádóminn. Vetrarfrí er hörkutryllir sem engin leið er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum.
Þessi greip mig föstu taki alveg frá fyrsta kaflanum. Sagan er svo allt öðruvísi en allar aðrar íslenskar bækur sem ég hef lesið og ég er eiginlega svolítið fúll út í yngri mig fyrir að hafa ekki lesið hana fyrir löngu síðan. Ritstýllinn er æði eins og alltaf hjá Hildi, mér fannst Bergljót örlítið pirrandi á köflum en hún er vissulega unglingur og því skiljanlegt að hún sé óþroskuð og frekar sjálfselsk. Ég veit að ég hefði gjörsamlega elskað þessa bók sem krakki og ég er spenntur að verða mér út um framhaldið og klára söguna asap.
Maður hefur á tilfinningunni að þetta hafi verið skrifað í Stephen King stíl eða að höfundurinn vilji skrifa bókaflokk og þetta er fyrsta sagan af mörgum.
Það er töluverð uppbygging án þess að maður fái mikið fyrir sinn snúð. Margar persónur kynntar til sögunnar án þess að þær persónur geri mikið fyrir söguna. Annað hvort hefði bókinn átt að vera lengri eða hún sé fyrsta bókinn af mörgum.
Fékk þessa í jólagjöf og kláraði á tveim kvöldum. Hef alltaf gaman af svona furðusögum og sérstaklega skemmtilegt að sjá íslenska furðusögu. Hér er á ferðinni fyrsti hluti í sögu (þarf að ná mér í Vetrarhörkur við fyrsta tækifæri) og við er kynnt inn í venjulegan íslenskan veruleika sem verður svo fljótlega frekar "scary". Sagan er skemmtilega hrollvekjandi og prófar sig áfram með heimsenda og/eða geimveruinnrásarformið. Vel skrifuð, úthugsaðar persónur og skemmtilegur söguþráður. Ég var amk límdur við söguna og mæli með henni.
Bókin sjálf var ekkert slæm en endirinn var mjög lélegur. Vissulega er algengt að bækur endi á "cliffhanger" til að fá lesendur til að lesa næstu bók, en hér endar bókin allt að því í miðri setningu sem að mínu mati kemur fram sem full mikil örvænting höfundar um að annars taki lesendur ekki upp framhaldið. Vegna þessa hefði ég líkalega ekki tekið upp framhaldið en þar sem ég hlustaði á bókina á Storytel og næsta bók byrjaði sjálfkrafa reikna ég með að gefa henni smá tækifæri.
It started good and promising, it gave me Stephen King vibes at first. But then it went downhill. Maybe cause it's for younger audiences. Also the ending was so abrupt and I didn't get the closure I needed for this book. Like it left me hanging
Ótrúlega spennandi bók og skemmtileg hugmynd fyrir eldri bekki grunnskólans. Það er ekki á hverjum degi sem mannætugeimverur yfirtaka Ísland (sem betur fer). Hélt mér allan tímann og öskraði á að seinni hlutinn yrði lesinn strax. Dóttir mín í 9. bekk var líka mjög hrifin.
The beginning was good, but then in the middle nothing was happening and it was all the same whining to the end. Also the ending pretty unfinished and unclear.
Fantagóð unglingasaga sem fjallar um óvenjulegt efni hérlendis. Það eru ekki margir höfundar sem hafa tekið á þessum efnivið en Hildur gerir það ágætlega. Persónusköpun hennar er líka ágæt og við fylgjumst með systkinunum glíma við erfiðar aðstæður hvort á sinn máta.
“C'était formidable, de voir combien la vie semble déterminée à se poursuivre, malgré tous les obstacles qui se présentent sur sa route, à la manière d'un ruisseau qui trouverait un nouveau lit si le sien s'obstruait.” . . . Depuis que j’ai rencontré cette auteure aux Imaginales en mai dernier, cette saga me faisait beaucoup envie… Je suis constamment en train de me remettre en question sur ma façon de consommer ces derniers temps, en réduisant la viande dans mon assiette par exemple, et je savais qu’Hildur Knútsdóttir avait interrogé le végétarisme dans son roman. Comment? En appliquant le sort que nous réservons aux animaux (élevage intensif, etc, vous connaissez la chanson) aux humains, par l’intermédiaire de créatures extraterrestres. . . . En commençant la lecture, on patauge un peu dans les noms nordiques, mais on trouve ça sympa et léger, une petite histoire d’ados islandais. Puis les choses se gâtent et on se perd, c’est une épidémie mondiale ou un débarquement extraterrestre? On relit dix fois le résumé en tentant coûte que coûte de raccrocher ce que l’on connaît de l’intrigue au déroulement des péripéties. Et au final, on arrive à la dernière page, et on comprend que les personnages sont aussi perdus que nous. Et qu’il faudra se procurer la suite (je répète ça à chaque fois ou bien…?). . . . Avant de le lire, je savais que ce roman ouvrait la réflexion sur la consommation d’animaux mais je m’attendais à quelque chose de plus évident. On ne voit pas l‘héroïne se dire “oh mais, tiens, on inflige la même chose aux animaux!” et c’est d’autant plus intelligent. Peut être que si je n’avais pas entendu parler de ce parallèle, je n’aurais pas fait le lien avec le végétarisme… Mais bon, toujours est-il que j’ai beaucoup aimé! Les personnages sont sincères et humains, j’ai eu un réel coup de coeur pour Bragi, le petit frère, qui affronte le danger avec comme seule arme son ami imaginaire… Je reste sous le charme de ma lecture ♥
Virkilega grípandi saga sem náði mér alveg frá fyrstu blaðsíðum. Atburðarásin er hröð og það er margt að gerast, en það næst samt að koma öllu til skila og ekkert virkaði eins og það væri of fljótt farið yfir sögu og ég var alltaf spennt að sjá hvað gerðist næst.
Frábær bók. Hrikalega spennandi og svimandi. Bíð óþreyjufull eftir framhaldinu. Mæli með fyrir alla, konur og karla, frá tja, ca tólf, þrettán ára og upp úr.
Peu l'habitude que les fictions pour ados se déroulent en Islande. Participe à l'ambiance fin du monde : la neige, le froid, le silence... 1er tome vraiment pas mal, hâte de lire la suite.