Jump to ratings and reviews
Rate this book

Vertu Úlfur

Rate this book
Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm“? Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf. Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.

140 pages, Kindle Edition

First published January 1, 2015

24 people are currently reading
195 people want to read

About the author

Héðinn Unnsteinsson

1 book2 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
132 (25%)
4 stars
248 (48%)
3 stars
110 (21%)
2 stars
18 (3%)
1 star
2 (<1%)
Displaying 1 - 26 of 26 reviews
Profile Image for Sigfríður Guðjónsdóttir.
67 reviews1 follower
May 6, 2016
Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson er algjörlega "must-reed" bók fyrir alla. Maður upplifir allan tilfinningaskalan við lesturinn, bæði hlátur, grátur, reiði og allt þar á milli. Sorglegt hvað þjóðfélagið er fullt af fordómum gagnvart geðsjúkum og hvað heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessum einstaklingum. Ádeilan í bókinni er mjög mikil á einstaka heilbrigðisstofnanir og það er magnað hvað kerfið okkar getur mismunað sjúklingum.
Profile Image for Signý Yrsa.
37 reviews1 follower
November 16, 2022
Héðinn er frábær penni. Bókin er áhugaverð, sagan sönn og nayðsynleg lesning. Mér fannst bókin falleg að utan og innan.
1 review2 followers
April 10, 2021
Sérlega falleg bók með allan skalann af tilfinningum, sjálfrýni og auðmýkt.
Profile Image for Kristín.
553 reviews12 followers
June 7, 2020
Þetta var ekki ánægjuleg lesning - til þess er sagan of erfið og of sorgleg. En þetta er bók sem allir ættu að lesa því ef við skildum öll aðeins betur hvernig geðraskanir geta farið með fólk gætum við örugglega veitt meiri stuðning. Þó ekki væri nema það að skilningur ætti að minnka fordóma. Þrátt fyrir stórkostlegar lýsingar á rússibanareiðinni mun ég aldrei geta skilið til fullnustu hvernig Héðni og öðrum í hans sporum hefur liðið en ég er þakklát fyrir að fá þetta tækifæri til þess alla vega að reyna að skilja.
Profile Image for Ásta Melitta.
320 reviews2 followers
November 10, 2021
Bókin geymir áhugaverða frásögn Héðins af andlegum veikindum og er lýsingin á maníu hans sérstaklega eftirminnileg. Hann dregur ekkert undan og lýsir vel hvernig líðan hans breyttist eftir því hvernig sjúkdómurinn herjaði á hann. Hann átti greinilega góða vini til að leita til, sem studdu hann í veikindunum, þótt hann hafi ekki alltaf verið auðveldur í sambúð. Mæli með þessari bók fyrir alla til að öðlast betri skilning á geðhvörfum.
Lífsorðin aftast eru líka góð áminning um hvað við getum gert til að bæta líðan okkar.
Profile Image for Gerdur.
4 reviews
June 4, 2020
Góð innsýn inn í líf manneskju með geðsjúkdóm.
Profile Image for Ástþór Hermannsson.
24 reviews1 follower
March 21, 2021
Reglulega góð bók, hraðlesin og áhugaverð. Mæli með þessari ef fólk vill fá sjónarhorn af því hvernig er að lifa með geðsjúkdóma.
Profile Image for Emma Viktorsdóttir.
290 reviews
July 12, 2022
Góð bók og mikill eye opener fyrir því hvernig ,,óvenjulegum” líður og við höfum öll okkar djöful að draga hvernig sem hann er. Elska lífsorðin 14!
Profile Image for Agnes Ósk.
222 reviews
December 6, 2021
Fallega skrifuð og af heiðarleika og virðingu fyrir öllum persónum sem birtast í sögunni.
Myndlíkingar sem auðvelt er að tengja við, lærði fullt um sjálfa mig við að hlusta á bókina. Lestur Sigurðar Skúlasonar er líka sérlega góður.
Profile Image for Þóra Gylfadóttir.
44 reviews
June 8, 2015
Hefur þú farið í svona ferðalag? hefur þú verið meðreiðarsveinn í svona ferðalagi? Þvílíkur rússibani og engu ofaukið.
Takk Héðinn.
Displaying 1 - 26 of 26 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.