Hér er á ferðinni ævisaga eldklerksins Jóns Steingrímssonar, rituð af honum sjálfum. Jón er hvað frægastur fyrir eldmessuna sem hann hélt meðan Skaftáreldar stóðu yfir, þegar hraunið stöðvaðist við kirkjutröppurnar meðan hann hélt guðsþjónustu.
Ævisagan er merkileg heimild um hugsunarhátt og lífið á 18. öld og um Móðuharðindin, sem séra Jón upplifði. Hann virðist hafa verið einstaklega trúaður maður, og þreytist ekki á að lofa Guð og þakka honum fyrir allt það góða sem hann hefur gert. Séra Jón skrifaði þessar minningar fyrir dætur sínar, til að skýra sína hlið mála fyrir þeim, en hann hafði oft lent í útistöðum við ýmsa aðila. Þessa saga er þó ekki alltaf skemmtileg aflestrar, þar sem ég hafði a.m.k. takmarkaðan áhuga á sumu því sem Jón fjallar um. Ég byrjaði að hlusta á þessa bók sem hljóðbók en þar sem upptakan var gölluð kláraði ég að lesa hana ýmist á pappír eða sem rafbók.
This is one of the most amazing biographies I have ever read. Sera Jon is 6 times my great uncle. To have this historical information about an area where your ancestors came from is invaluable.
Stórmerkileg sjálfsævisaga. Séra Jón hugsar hana fyrst og fremst sem rit til dætra sinna til að þær geti lesið hvað á daga hans dreif og sérstaklega hans hlið í öllum deilumálum sem hann átti í við yfirvöld og stórbændur og fór oft hallloka. Hann fékk viðurnefnið eldklerkur eftir að hafa prédikað stöðugt á meðan hraunið úr Skaftáreldum rann að kirkju hans og söfnuði en stöðvaðist fyrir Guðs mildi á meðan á messu stóð. Hann var vissulega trúaður enda er nánast allt í sögunni Guði að þakka, jafnvel þótt hann gengi í gegnum stöðugar hörmungar og deyði sárþjáður, slippur og snauður. Guð gaf honum styrk einstöku sinnum til að staulast út í kirkju til messu. Gaman að hlýða á söguna og margt stórmerkilegt sem í henni kemur fram. Jón skrifar hins vegar stundum hnökrótt og telur t.a.m. upp öll sín rit og skólafélaga svo hún er ansi köflótt.