Í Smásögum heimsins birtast íslenskar þýðingar á snjöllum smásögum úr öllum heimsins hornum. Í þessu fyrsta bindi er að finna smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Norður-Ameríku síðustu hundrað árin.
Often autobiographical, works of American writer Sherwood Anderson include Winesburg, Ohio (1919).
He supported his family and consequently never finished high school. He successfully managed a paint factory in Elyria before 1912 and fathered three children with the first of his four wives. In 1912, Anderson deserted his family and job.
In early 1913, he moved to Chicago, where he devoted more time to his imagination. He broke with considered materialism and convention to commit to art as a consequently heroic model for youth.
Most important book collects 22 stories. The stories explore the inhabitants of a fictional version of Clyde, the small farm town, where Anderson lived for twelve early years. These tales made a significant break with the traditional short story. Instead of emphasizing plot and action, Anderson used a simple, precise, unsentimental style to reveal the frustration, loneliness, and longing in the lives of his characters. The narrowness of Midwestern small-town life and their own limitations stunt these characters.
Despite no wholly successful novel, Anderson composed several classic short stories. He influenced Francis Scott Key Fitzgerald and the coming generation.
Að mínu mati er smásagan frekar vanmetið bókmenntaform á Ísland. Þess vegna er ég mjög glaður með þetta framtak Bjarts að taka saman smásögur á þennan hátt. Þetta er virkilega metnaðarfullt og þakkarvert framtak og ég mun ná mér í þær bækur sem eiga eftir að koma út í þessum flokki.
Í bókinni er að finna sögur eftir nokkra af mínum uppáhalds smásagna höfunda, Flannery O'Connor, Raymond Carver og hina mögnuðu Alice Munro sem mér finnst eiga bestu söguna í þessu safni. Mögnuð saga sem maður kemur manni sífellt á óvart og sýnir vel hvað er hægt að gera innan þess takmarkaða ramma sem smásagan er. Sögur Carver og O'Connor eru einnig mjög góðar.
Ég kynntist nokkrum höfundum sem ég mun alveg örugglega eftir að lesa meira eftir, sérstaklega þeim Sherwood Anderson og Sherman Alexie, tveir mjög ólíkir höfundar sem kunna (í tilfelli Anderson verður það víst að vera kunni) greinilega vel á þetta form. Húmorinn hjá Sherman Alexie náði það vel til mín að saga hans er sú sem mér fannst hún næst besta saga safnsins.
En ég held að það sé útilokað að safna saman 13 smásögur sem spanna heila öld og eru frá heilli heimsálfu á þann hátt að öllum líki. Tveir höfundar sem ég hefur yfirleitt fundist áhugaverðir ullu mér nokkrum vonbrigðum, það er að segja Ernest Hemingway og Susan Sontag. Hemingway tekur ísjakakenningu sína svo langt í þessari sögu að eftir situr bara frekar óspennandi samtal og saga Sontag finnst mér áhugaverð tilraun, en ekki skemmtileg.
Sögur William Faulkner, Ralph Ellison, Philip Roth, Amy Tan, Joyce Carol Oates og Jhumpa Lahiri er góðar hver á sinn hátt. Ég hafði haft einhver kynni af helmingi þeirra höfunda áður, en þá sem höfunda skáld-, en ekki smásagna. Það var áhugavert að sjá hvernig þau tókust á við þetta form.
Í heild er þetta virkilega flott safn, með góðum sögum. Að vísu finnst mér tvær áhugaverðar, en ekki skemmtilegar. Þýðingarnar eru allar vel unnar. Nú bíð ég bara spenntur eftir næstu bók í þessum flokk. Fjórar og hálf stjarna, en af því goodreads leyfir ekki hálfa, svo við segjum bara fimm.
Þetta safn er góð hugmynd, hlakka til að sjá framhaldið. Sögurnar fannst mér sumar frábærar (4), aðrar lélegar/leiðinlegar (4) og svo rest (5) þar á milli. Samt athyglisvert að 2 albestu sögurnar hef ég lesið áður - Alice Munro og Ernest Hemingway. Bendir það til að sögurnar batni við að lesa þær aftur, að ég fíli þessa höfunda í tætlur, að það sé ástæða fyrir því að ég var einmitt búin að lesa þær áður - veit ekki? En í öllu falli gæti ég alveg hugsað mér að lesa meira eftir Susan Sontag og Sherman Alexie.
Frábærar sögur og gaman að kynnast þessum höfundum. Þakklát fyrir að frá brot af því besta matreitt svona ofan í mig. Hlakka til að sjá hinar álfurnar í bók.