Barnabók. Það þarf líka að lesa þær, þessi hugsuð til kennslu fram til vors. Kom í raun og veru merkilega á óvart. Tekur á sökknuði, vinskap, hræðslu, ákveðni, áræðni, sálrænu þreki og ýmsu öðru í liprum og áreynslulitlum texta. Laus við alla tilgerð og gengur eflaust lengi, verður hægt að lesa hana í mörg ár þar sem hún fellur ekki í þá gildru að ætla að taka slangur og annað inn. Vel heppnuð og óhætt að mæla með fyrir alla krakka, og aðra sem gaman hafa af góðri draugasögu.
Það er vandræðalegt að gefa sjálfum sér stjörnur, en ég ákvað að meta hana eftir því hvernig það var að skrifa hana, sem var og eins og fimm stjörnu good reads dómur segir: "it was amazing" ;)