Ísinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.
Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást Nesjaey og Sandey stinga kryppum sínum upp úr vatninu og stundum siglir þar bátur. Fólk er hingað komið til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál. Kvöldin eru orðin dimm og erfitt að finna þá sem týnast.
IN ENGLISH: - THE LAKE - It was good to meet my old classmate again and accept a glass of wine from him without thinking that he’d spit in it. Summer is nearly over and the scent of heather fills the senses in Grafningur county. The islands Nesey and Sandey can be seen from the nearby summer houses, their peaks cresting the surface of Thingvellir Lake. Sometimes, you can see boats sailing there, too. People come here to relax and be alone with their memories and secrets. But by summer’s end, the nights have gotten dark, making it difficult to find what you’ve lost. 163 pp
Gerður Kristný graduated in French and comparative literature from the University of Iceland in 1992. Her B.A. dissertation was on Baudelaire's Les fleurs du mal. After a course in media studies at the University of Iceland from 1992-1993 she trained at Danish Radio TV. She was editor of the magazine Mannlíf from 1998 - 2004, but is now a full time writer.
Awards for her work include 1st prize in the National Broadcasting Service short story competition 1986, 1st prize in a TV culture programme poetry competition 1992, the Children's Choice Book Prize in 2003 for her book Marta Smarta, the Halldór Laxness Literary Award in 2004, for her novel Bátur með segli og allt (A Boat With a Sail and All) and the Icelandic Journalist's Award for Myndin af pabba - Saga Thelmu (A Picture of Dad - Thelma's Story) in 2005. Her poetry book, Höggstaður, was nominated for The Icelandic Literary Award in 2007. Her poetry and short stories have been included in school textbooks at the elementary- and secondary level, as well as in anthologies published in Iceland and overseas.
Gerður Kristný has published poetry books, short stories, novels and a book for children, as well as a book about the Westman Islands Festival in 2002.
Þessi bók greip mig ekki alveg - kannski voru væntingarnar of miklar? Mér fannst persónurnar ekki trúverðugar og sagan ekki ganga upp. Því miður. En setningarnar og textinn var oft meiri háttar - kannski hefði þetta verið betra sem ljóð?
Þessi bók kom mér virkilega á óvart enda vissi ég svo sem ekki hvað ég var að fara að lesa. Lýsingin á bókarkápu lofar ekkert sérstaklega góðu og ég bjóst allt eins við svona rómantískri landslagslýsingu í bland við einhverja litla atburði. En ég fékk svo miklu meira en það. Þarna er í raun sögð saga af sambandi barns við foreldra sína eins og það samband fór fram í sumarleyfisferðum fjölskyldunnar því í raun vitum við ekkert hvernig sambandið var þar fyrir utan. Minningarbrotin eru öll úr sumarhúsinu og því sem þar fór fram. Þar virðist barnið hafa átt býsna fallega og áreynslulausa æsku sem það fær í raun ekki að endurskapa með eigin barni þegar þar að kemur því aðalpersónan virðist ekki hafa farið þarna með syni sínum, m.a. vegna þess að sumarhúsið er staður hennar og foreldra hennar. Aðrir hafa ekki passað þar inn sem sést m.a. á því hversu mikið hún sér eftir að hafa boðið kærastanum sínum með í þá ferð sem reyndist síðasta sumarbústaðaferð móðurinnar. Og ætlunin með ferðinni í nútímanum er ekki að skapa slíkar minningar með syninum heldur að taka persónulega muni úr bústaðnum áður en hann er seldur. En ýmislegt breytist og atburðir gerast og það er ekki hægt að segja mikið um þá án þess að segja of mikið. En ég vil bara bæta því við að tvíburarnir á bóndabænum eru býsna krípí og passa ágætlega inn í einhvers konar spennusögu með vafasömu andrúmslofti. Það sem á ensku er oft kallað suspense og þýðist ekki vel yfir á íslensku. Ef ég gæti gefið 4,5 stjörnur fengi þessi bók þá einkunn en ég er ekki alveg viss um að hún nái fimm þótt hún komist nálægt því.
Heillandi saga sem lýsir að grunni til ást foreldra til barna sinna. Foreldrið sér sjaldnast alvarleika afbrota eða misgjörða afkvæmanna. Vekur uppi margvíslegar spurningar. Vel skrifuð og fram sett. Aðalsöguhetjan kemur með einkason sinn í sumarbústað látinna foreldra sinna og við ferðina rifjast upp minningar sem smám saman koma fyrir sjónir lesandans og tengjast nútímanum. Mæli með eindregið með sögunni.
Langar að lesa þessa aftur og ætti þannig að fá 5 stjörnur fyrir það eitt skv mínum eigin kvarða en það vantaði samt eitthvað uppá. Fannst sagan hálf súrrealísk öðru hvoru eins og aðalpersónan væri á lyfjum en mögulega var það ætlunin. Lesandinn er mjög mikið inni í höfðinu á aðalpersónunni og skynjar líðan hennar og yfirþyrmandi þreytu sem er flott. Listalegar setningar og spennandi saga.
Las þessa bók í flugvél á leiðinni til Schiphol. Í upphafi bókar bendir svo sem ekkert til þess að það gerist eitthvað spennandi í þessari ferð í sumarbústað í Grafningnum en það býr margt í myrkrinu við Þingvallavatn. Mæli með henni.
Virkilega fallegur texti, fallegar tilfinningar til foreldra og sársauki við mat á stöðunni í lífinu komust ótrúlega vel til skila. Framvindan fannst mér samt fara alveg úr böndunum þegar ólílegustu hlutir fóru að gerast!