Jump to ratings and reviews
Rate this book
Rate this book
Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi. Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rannsókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til aukinna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi.

Bergrún og Brá, tvítug dóttir hennar, leggja af stað í ferðalag sem fljótlega umbreytist í háskaför þar sem þær þurfa að kljást við óútreiknanlega og máttuga andstæðinga. Samhliða því myndast mikil spenna í sambandi mæðgnanna sem verður til þess að leiðir þeirra skilja. Emil Hjörvar Petersen er helsti frumkvöðull á sviði furðusagna hér á landi. Hann hlaut mikið lof fyrir þríleik sinn Saga eftirlifenda.

434 pages, Hardcover

Published October 25, 2016

4 people are currently reading
45 people want to read

About the author

Emil Hjörvar Petersen

19 books27 followers
Emil Hjörvar Petersen is an Icelandic author of speculative fiction. After publishing two poetry collections, his praised post-apocalyptic fantasy trilogy about the Norse gods who survived Ragnarök, Saga eftirlifenda (Survivors of Ragnarök), made him known as a pioneer in the SF&F genres in Iceland. The trilogy was published in 2010-2014. Afterwards, Petersen turned to writing a crime-fantasy series, a combination of Nordic Noir, urban fantasy and Icelandic folklore. The story follows a broke and divorced medium and her psychic teenage daughter getting caught up in crime investigations connected to supernatural beings. The first book, Víghólar (Crimson Hills), was published in 2016 and turned out to be a hit, it was awarded and optioned for a TV-show by leading Icelandic producer Sagafilm. Two more novels have been published in the series along with short stories. In 2021, the major audiobook streaming service Storytel published a folk horror story by Petersen, Ó, Karítas, as a Storytel Original.

Being one of the founders of IceCon, the Icelandic fantasy, science fiction and horror convention, Petersen has worked with Reykjavik UNESCO City of Literature and has written educational material for schools focused on speculative fiction. Petersen lives in Kópavogur, Iceland, where he works on his upcoming novels.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
17 (20%)
4 stars
38 (44%)
3 stars
25 (29%)
2 stars
4 (4%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 13 of 13 reviews
Profile Image for Trausti Pálsson.
1 review
February 23, 2020
Altaf gòđur.

Fràbær lesning. Gaman ađ sjà hve mikiđ er lögđ mikil vinna ì ađ hafa stađhætti og örnefni rètt. Ef þiđ hafiđ ekki lesiđ Sögu eftirlifenda eftir Emil þàmæli ègsterklrga međ þeirri ritröđ.
99 reviews1 follower
March 10, 2018
Titill: Víghólar
Höfundur: Emil Hjörvar Petersen
Útgáfuár: 2016
Flokkur: Fantasía
Úrdráttur: Sagan segir frá mæðgunum Bergrúnu og Brá og rannsókn þeirra á morðmáli en Bergrún er miðill og í þessum sagnaheimi eru miðlar gjarnan kallaðir til aðstoðar lögreglu ef íbúar Hulduheims eru taldir tengjast málum. Málið byrjar sakleysislega á því sem virðast skemmdarverk en það vindur fljótt upp á sig þegar lík finnast við nokkra staði sem allir heita Víghólar. Illskeyttar galdraverur fara að eltast við Bergrúnu og dóttur hennar Brá sem flækist í málið, en þær reyna að stöðva illu öflin og koma í veg fyrir fleiri morð.
Umsögn: Mjög skemmtileg og spennandi saga. Hafði smá áhyggjur í upphafi af því sem mér fannst eitthvað svo týpískar týpur í sakamálasögum (eitt atriðið sem mér leiðist svo við þær), þ.e.a.s. miðaldra, einhleypur og einnrænn vinnualki með fíknihegðun og vandræðaungling í eftirdragi og téður vandræðaunglingur (hvað sem líður aldrinum) í tilvistarkreppu vegna fjarlægs foreldris. En það truflaði bara í nokkra kafla þangað til allt fór af stað. Annað sem angraði mig talsvert lengur var sögumannsröddin. Mér fannst mjög jarring fyrst þegar verið var að skipta á milli sjónarhorna Bergrúnar og Brár, sérstaklega þegar Brá kom með einhver innskot með litlu innihaldi í upphafi en svo áfram þegar mér fannst raddir þeirra ekki nógu aðgreinanlegar. Þurfti stundum að stoppa og rifja upp hvor var aftur að segja frá. Fattaði einhvers staðar rúmlega hálfnuð að Brá, sem á að vera tvítug (fædd 1996 væntanlega þar sem sagan er kirfilega fest á ártalið 2016), notar nánast engar slettur eða slangur en aftur á móti alls konar orð sem ég get ekki ímyndað mér út úr munni 96’ módels [dæmi: dumbungur, ískyggilegt]. Vera má að þetta sé klemma rithöfundarins að velja á milli raunsæis og tungumálsins. Svo bættist við ein 95 ára persóna, og hún hljómaði ekki svo öðruvísi en sú fertuga og hin tvítuga (en einn nokkurra alda gamall seiðskratti hljómaði aðeins fornlegar allavega).
Að því sögðu fannst mér heimsbyggingin rosa flott og vel pæld, eins og hvernig tilvera huldusamfélags og nútímafólks virkar, ekki mikill samgangur almennt en sér deild í lögreglunni, ákveðin akademísk nálgun og nám eins og miðlun og skepnufræði. Glotti líka yfir Verndarvættarbatteríinu sem var ríkisstofnun sem síðan var einkavædd og nýtt í eitthvað gróðabrask og rugl, mjög íslenskt. Og svo munurinn á Hulduheimi og Handanheimi og útskýringin á Hulunni sjálfri og mismunandi gerði miðla fannst mér allt mjög áhugavert. Oft voru gefin tengd eða sambærileg dæmi eða skilgreiningar á einhverju utan Íslands sem gerði heimsmyndina dýpri og fleiri spurningar um þennan heim vöknuðu hjá mér við lesturinn. Ég væri næstum til í svona Avengers style teymi af miðlum, sjáendum, skepnufræðingum, og vættum frá mismunandi menningarheimum að díla við einhverja sameiginlega ógn. En læt mér framhaldsbókina Sólhvörf duga í bili sem ég hef heyrt góða hluti af.
Profile Image for Hulda.
230 reviews5 followers
May 3, 2020
Áhugaverðar persónur og skemmtileg blanda af paranormal fantasy og crime thriller. Ef Dresden Files eftir Jim Butcher er eitthvað sem þú kannt vel að meta, þá er þessi bók sennilega líka fyrir þig.

Það var margt mjög gott við bókina en aðeins tvennt sem amaði að henni. Það var full mikið af "info-dumping" og það truflaði mig dálítið að í hljóðbókarútgáfunni, ólíkt prentútgáfunni, voru engin skil gerð á milli þegar flakkað var á milli sjónarhorna Bergrúnar og Brár, ekki síst vegna þess að þær segja báðar frá í fyrstu persónu nútíð og talandinn smitast stundum á milli. Það tók mann alltaf smá stund að átta sig á því þegar verið búið var að skipta um persónu. Stundum hafði Brá t.d. svo háfleygt mál að það passaði henni ekki (ég þekki engan einstakling undir þrítugu sem notar svona orðaforða).

Annars var góður stígandi, atburðarrásin var mátulega hröð og frásögnin grípandi. Höfundur hefur skapað skemmtilegan sagnaheim byggðan á íslenskri þjóðtrú og var það sem ferskur andblær inn í hóp íslenskra spennusagna.
Profile Image for Heiða Liljudóttir.
20 reviews
January 6, 2022
Ég elska fantasíubókmenntir og höfundur skapar hér alveg sérstaklega áhugaverðan heim sem ég naut þess að dýfa mér í. Las allar í seríunni í beit og bíð spennt eftir nýju innleggi :)
270 reviews
April 11, 2023
Mjög spennandi ævintýrabók um huldar vættir og baráttu góðs og ills. Hentar örugglega í þætti á Netflix. Ég bíð spennt eftir þeim. Hlakka til að halda áfram með bókaflokkinn.
4 reviews
April 12, 2024
Frábær bók spennandi og heillandi. Það eina sem er fannst erfitt var að rödd Bráar var svo rosalega lík móður hennar að ég átti það til að gleyma hvora þeirra ég var að lesa i upphafi.
Profile Image for Viktoría.
19 reviews1 follower
March 13, 2025
Loved this book, I thought I was going to be scared out of my mind but then it turned out not to be to scary. One of my good reads this year, also btw I’m in a book club and this was the book chosen
81 reviews3 followers
January 12, 2018
Þrælflott fantasía og spennusaga. Íslenskar þjóðsögur gerðar að raunveruleika á vel skrifaðan og trúverðugan hátt.
Mæli með og hlakka til að lesa meira af þeim mæðgum
Profile Image for Villimey.
Author 19 books152 followers
November 12, 2016
If you like Icelandic folklore, especially about Icelandic monsters, elves and hidden people, you're going to love this story!

Emil brings forth extensive information about Icelandic fairy folklore and manages to create an enticing criminal case where a a medium, specializing in hidden people, is brought forth to investigate murders nearby a sacred spot amongst hidden people.

I knew some stuff about hidden people but after reading this story, I got more and more interested to seek more knowledge about them!

I can't wait to see if he will write sequels to this story because I want to see Bergrún and her daughter Brá in more action!
Profile Image for Einar Nielsen.
Author 16 books23 followers
May 21, 2024
Einstaklega vel heppnuð furðusaga hjá Emil. Þessi gerist í veröld sem er mjög svipuð að mörgu leiti og okkar eigin. Þó er ansi margt sem er öðruvísi. Okkur er hægt og rólega kynnt fyrir þessum heimi sem Emil hefur kortlagt algjörlega. Sagan er mjög spennandiog ég held að þessi saga geti höfðað til mjög margra. Væri gaman að sjá hvort að það komi eitthvað meira frá þessum heimi en Emil tekst að klára þessa sögu algjörlega en það er alltaf möguleiki á framhaldi. Mæli með henni fyrir alla.
Profile Image for Unnursvana.
405 reviews28 followers
January 1, 2018
Þessi saga gerði mun meira fyrir mig en þríleikurinn sem Emil skrifaði, þar sem ég kom mér bara í gegnum fyrstu bókina. Ég hef mjög gaman af persónunum – og fannst það flott hvernig við fengum að sjá frá bæði sjónarhorni móðurinnar og svo dóttur hinnar. Sögusviðinu sjálft var líka heillandi. Sérstaklega hvernig Emil vafði saman hefðbundnum íslenskum þjóðsagnaverum inn í svona hefðbundina Íslenska glæpasögu. Nær að vera mjög góð glæðasaga með fantasíu innvafi.
Displaying 1 - 13 of 13 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.