Jump to ratings and reviews
Rate this book

Að heiman

Rate this book
Að koma heim til Íslands eftir dvöl í evrópskri stórborg er eins og að vera sviptur frelsinu. Þægileg en andlítil rútína á heimili foreldranna minnir aðeins á hve gott var að vera að heiman. En það er sumar og því fer Unnur með vinkonu sinni og kunningja hennar í ferð um landið - landið sem leikur sjálft sig til að ganga í augun á erlendum gestum.

Að heiman er einstök kynslóðarsaga frá Íslandi ferðamennsku og eftirhruns. Yfirvegaður, meitlaður og ísmeygilega ljóðrænn stíll Arngunnar Árnadóttur gerir þessa skáldsögu að einni eftirtektarverðustu frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld.

180 pages, Hardcover

Published October 29, 2016

42 people want to read

About the author

Arngunnur Árnadóttir

8 books14 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
13 (13%)
4 stars
32 (32%)
3 stars
38 (39%)
2 stars
13 (13%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 9 of 9 reviews
Profile Image for Kristján Diego.
53 reviews4 followers
Read
May 9, 2025
Kláraði ekki bókina. Vel skrifuð og flæðið gott en ég fann mig bara vera flétta á milli blaðsíðna og ekkert sat eftir. Sögunni skortir ástæðu, tilgang. Sagan frá mínum bæjardyrum er ekkert annað en röð atvika og samtala sem fela í sér ekkert meira en orðaskipti á milli persóna um hversdagsleik líf þeirra.
Profile Image for Heiður Anna Helgadóttir.
45 reviews9 followers
January 8, 2017
Auðlesin en mjög falleg bók um lífið. Það er erfitt að vera ungur og vita ekkert hvert mann langar að fara.
Profile Image for Eydís Blöndal.
Author 3 books48 followers
January 6, 2022
Svolgraði hana í mig í einum rykk. Stílinn skemmtilega ljóðrænn og ljóst að höfundur hefur góðan persónuleikaskilning, og er bókin öll morandi í nákvæmum lýsingum á karakterum. Stundum kannski full mikið, veit ekki. Gaman að fá að ferðast um landið með bókinni, fékk mig til að sakna sumarsins. Hefði viljað sjá bundið þéttar um suma enda, en á vissan hátt var það það sem var töfrandi við bókina — engin krassandi atburðarrás, enginn hápunktur, bara hugleiðingar stelpu (konu? veit ekki, þá þarf ég nefnilega líka að vera kona) á ferðalagi um landið. Fílaða. Hlakka til að lesa meira!
Profile Image for Ingibjörg Rúnarsdóttir.
24 reviews3 followers
September 29, 2017
Fallegur texti en mér fannst vanta upp á innihaldið. Mögulega var umfjöllunarefnið of líkt mínu eigin lífi á þessum tímapunkti en bókin bætti litlu við upplifun mína á því. Höfundur hefur samt sem áður augljósa burði til að vaxa, og það vel.
6 reviews1 follower
March 6, 2018
Falleg og fyndin saga þar sem íslenska sumarið fær að njóta sín. Bókin grípur vel stemmingu sem allir tengja við. Hrossagaukur og kolagrill. Þetta er svona dæmigerð 3,5/5 en kápan neglir fjórðu stjörnuna á vegginn.
Profile Image for Inga Hrund Gunnarsdóttir.
124 reviews8 followers
March 28, 2021
Ung háskólastúdína í tilvistarkreppu fer hringinn með vinum sínum eftir ár sem skiptinemi.
Ágætis afþreying en frekar stereotýpísk. Einnig eru þetta alveg tvær sögur, Berlínartíminn og hringferðin.
Profile Image for Assa Borg Snævarr Þórðardóttir.
88 reviews7 followers
August 15, 2017
Ég las þessa bók á augabragði og líkaði vel. Mér fannst lýsingarnar á persónum og umhverfi óþarflega miklar með þeim afleiðingum að ljóðrænn og fallegur stíll höfundar týndist innan um nákvæmar lýsingarnar. Kápan er ofboðslega falleg sem og sagan. Frábær sumarlesning!
Profile Image for Ari.
13 reviews
April 19, 2017
Ætli ég megi ekki kalla þessa bók minimalíska í nálgun sinni til sögugerðar. Var mjög hrifinn af raunsæislegri viðleitni til ástarinnar og lýsingu aðalsögupersónu á því hvernig er að vera ung kona í hringiðu skemmtanalífs og þeirri karlamenningu sem þar oft á tíðum ríkir. Fannst hún þó renna einum of mjúklega í gegn, fannst vanta hið heilaga X án þess að geta sett fingurinn á það almennilega.
Displaying 1 - 9 of 9 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.