Barn í Lapplander-jeppa leitar að griðastað fyrir randaflugu uppi á hálendinu, ungur maður leitar að orði sem nær yfir ástina, nýbakaður faðir fer í pílagrímaferð til Lególands og allir draumar rætast þegar fjárfestir kaupir sér risaeðlu og heldur einkapartí með Duran Duran.
Sofðu ást mín geymir sjö raunsæjar og persónulegar sögur eftir Andra Snæ Magnason. Saman mynda þær einlægan streng sem fyllir upp í óvenju fjölbreytt höfundarverk hans.
Andri Snær Magnason is an Icelandic writer, born in Reykjavik on July 14, 1973. An award winning author published in 40 languages. His most recent book is On Time and Water - a book seeking to explore the issue of time and climate change through language, mythology and memoir. Andri has written novels, poetry, plays, short stories, essays and he has directed documentary films. His novel LoveStar was chosen as “Novel of the year” by Icelandic booksellers, it received the DV Literary Award, The Philip K. Dick special citation Award of 2013 and won the french Grand Prix de l'Imaginaire as best foreign Sci-Fi in France 2016. His children’s book, The Story of the Blue Planet, was the first children’s book to receive the Icelandic Literary Prize and has been published or performed in 35 countries. His first book of poetry was a runaway best seller published by the Bonus supermarket chain in Iceland. The Story of the Blue Planet received the Janusz Korczak Honorary Award 2000 and the West Nordic Children’s Book Prize 2002 and the Green Earth Honor Award 2013 and the UKLA Award 2014. The play from the story was performed on the main stage of YPT in Toronto in 2005 and 2013. He has been active in the fight for preserving the delicate nature of Iceland, his book Dreamland: A Self-Help Manual for a Frightened Nation takes on these issues. Dreamland has been made into a feature-length documentary film. Andri Magnason is the winner of the Kairos Award of 2010 granted by the Alfred Toepfer institute in Hamburg. His most recent documentary films are The Hero's Journey to the Third Pole - a bipolar musical documentary with elephants and Apausalypse, available on the website of Emergence Magazine.
Andri Snær Magnason lives in Reykjavík. He is married with four children. His work has been published to more than 40 languages.
Una serie di racconti ambientati nell'Islanda contemporanea post crisi del 2008.
In un mondo dominato dalle logiche del mercato, dalla violenza di una società che ricerca il successo economico a tutti i costi c'è ancora spazio per il diverso, per il sentimento e per la solidarietà?
Magnason ci ricorda che ci sono alcuni uomini e donne isolati che combattono la loro battaglia per una vita diversa. Come l'architetto che si ribella al dover essere un schiavo del sistema immobiliare improntato all'efficienza che nega la bellezza, come una bambina che salva un piccolo bombo da un ghiacciaio, come un bisnonno che insegna a suo nipote a riconoscere gli uccelli dal loro verso.
A tenere in piedi il mondo sono questi piccoli gesti di solidarietà e amore, gesti lontani dai riflettori, ma preziosi per chi cerca una vita diversa, per chi vuole la rivoluzione della solidarietà e della gentilezza.
Tra i racconti il migliore e senza dubbio "Dormi, amore mio": un uomo innamorato si avventura in un ghiacciaio alla ricerca di una nuova parola per dire ti amo alla sua donna, una parola lontana dalle logiche del consumismo, una parola che racchiude il mondo di quelli che amano profondamente, una parola che protegge, ripara e cura. La parola e l'amore che sono la stessa cosa sono il nostro strumento per fare una rivoluzione. Sussurrando all'orecchio "la parola" facciamo un nuovo mondo dove la natura e il sentimento sono salvi.
„Ég hafði unnið eins og skepna öll menntaskólaárin, hvorki farið í skiptinám né heimsreisu, ekki eytt ári á Ítalíu eða í neitt rugl, en núna var ég búinn að nota allan sparnaðinn sem útborgun í hálfniðurgrafna kjallaraíbúð og skuldbinda mig til 30 ára afborgana.”
Geggjuð bók en er í talsvert meiri tilvistarkreppu eftir lestur á henni heldur en fyrir.
4,5 ⭐️ Margar skemmtilegar og fallegar sögur. Eiginlega allar! Fæ alltaf smá sting að lesa um framhjáhald en þess vegna varð ég svo heilluð af Hamingjusögunni. Það er svo gaman að lesa texta eftir Andra Snæ sem fjalla um umhverfismál. Svo hispurslaust og vekur mann til umhugsunar. Fyrsta smásagnaritið eftir Andra Snæ sem ég hef lesið og þetta olli ekki vonbrigðum. Ekki skemmir hvað bókin er falleg (og viðeigandi)
This entire review has been hidden because of spoilers.
Reglulega góð bók, nokkrar smásögur sem eru eiginlega ekki tengdar nema kannski í gegnum höfundinn sem gerir þær mannlegar og flestar fallegar.
Sögurnar höfða vel til mín og ég gat lifað mig vel inn í þær og sögusvið þeirra. Allt við bókina er vandað út í gegn. Skrifin einkennast af einkennilegri blöndu af fortíðarþrá, sturlun og samkennd.
Þetta er stutt smásagnasafn, en það tók mig talsverðan tíma að komast af stað inn í það. Mér fannst "Hamingjusaga" best. Hún er vel uppbyggð með skemmtilegum enda. Hinar sex voru misjafnar, sumar góðar, aðrar síðri. Þetta er vel skrifað, en er langt frá því að toppa Lovestar.
Vá. Ég hef aldrei elskað svona mikið af sögum í smásagnasafni. Andri skrifar svo fallega, um svo flókna en samt svo einfalda hluti. Ég bjóst ekki við miklu af þessu safni en ég mæli eindregið með því að allir lesi þetta, þessar sögur eiga við alla.
Sinceramente l’unico racconto che non ho portato a termine (né ho apprezzato) è stato Legoland. Per il resto raccolta di mio gradimento. Non ricordo l’ultima volta che un racconto mi ha commossa, invece ”2093” ha colpito nel segno.
Ég er yfirleitt ekkert sérstaklega mikið fyrir smásagnasöfn en þessar sögur eru virkilega vel skrifaðar, margar þeirra mjög eftirminnilegar og lifir maður sig vel inn í hverja sögu.
Andri er meistari á sviðum fagurbókmenntana, hann er einn af þeim fáu sem ennþá skrifa um hversdagrómansinn og tekst það líka svona vel. Hversdagsrómans er mikilvæg stefna vegna þess að hún kennir okkur að meta það sem við höfum, er ekki nægjusemi dyggð?
Persónur bókarinnar eru venjulegar manneskjur oftar en ekki í óvenjulegum aðstæðum. Lýsingar Andra eru bráðfyndar og honum tekst það sem fáir geta leikið eftir, að skrifa fljáglega um rómantík án þess að verða klisjukenndur.
Questo insieme di racconti brevi e profondi di Andri Snær Magnason è un viaggio nel Nord estremo ma abitato, l’Islanda, dove non crescono gli alberi ma il paese è connesso al mondo globale per mostrare le pietre giganti, la lava e le architetture della sua nuova società. A narrare sono voci di giovani adulti che rievocano un’infanzia crudele, attraversano incerti paesaggi esistenziali, vivono il dramma tanto associato a questi luoghi di cui poco sappiamo, il suicidio. Un personaggio vuole ricostruire con i lego la scatola nera dei suoi dubbi mentre un altro scaglia la pietra del titolo contro avidi boss senza scrupoli che svuotano di senso il mestiere di chi pensa nuove forme di co abitazione con la grande natura, gli architetti. Sono i padroni dell’universo, i wild boys che volano su jet privati e chiamano i Duran Duran a suonare per celebrare la loro ricchezza. Tra crisi d’amore e tramonti negati sul mare di ghiaccio, i racconti si aprono con una bambina che vuole salvare un bombo e chiudono con un bisnonno che riconosce a occhi chiusi i fischi di tutti gli uccelli, anche la sterna paradisea, l’uccello del paradiso. Se vogliamo conoscere di più il grande Nord, Iperborea pubblica gli autori e le pagine da leggere.
La pietra del gigante di Andri Snaer Magnason, tradotto da Silvia Cosimini e pubblicato in Italia, qualche settimana fa per la prima volta, da Iperborea che ringrazio per la copia che mi ha inviato, è un’antologia composta da otto racconti che descrivono passato, presente e che tendono al futuro.
Lo descrivono con un forte lirismo, con tante riflessioni sulla natura umana, il tempo ed il cambiamento.
Destini e personaggi s’incrociano nei vari racconti, si sfiorano e ci parlano di paure e contraddizioni umane, pur mantenendo sempre un tono un po’ malinconico, e nonostante questo il libro è una sorta d’ode all’amore, alla memoria, e soprattutto, alla speranza, in tal senso ho trovato commoventi e meravigliosi gli ultimi due racconti.
Le descrizioni della natura islandese poi trasmettono un forte senso di connessione con l’ambiente, tema molto caro all’autore, ed in più di un’occasione viene evidenziato, in maniera diretta e non, come il progresso tecnologico e le scelte umane e morali, impattino sulla vita e sulla Terra.
In definitiva è un viaggio poetico che ci mostra le incongruenze odierne ma che ci ricorda quanto amore, memoria, consapevolezza e speranza siano essenziali per salvare noi stessi ed il nostro fragile mondo.
Stórfínar sögur en misgóðar. Líður pínu eins og sögurnar séu það persónulegar að Andri hafi stundum misst sig í smáatriðum sem skipta hann máli en eru ekki endilega að gera neitt fyrir lesandann. Andri er engu að síður algjör snillingur og ég elska bækurnar hans og þessa ekki síður en hinar. Sofðu ást mín og Randaflugan í uppáhaldi hjá mér.
Questo libro è una serie di racconti che raccontano diverse storie, a partire dall’amore fino alla morte di un proprio caro. Onestamente non mi ha colpito particolarmente, perché sono storie non dico brevi ma che non mi lasciano nessun effetto o mi fanno ragionare su qualcosa. Ecco l’unica cosa che posso salvare è l’ambientazione in Islanda, che io adoro (e che vorrei andarci per visitarla).
Eitthvað svo æðisleg bók. Tengi við margt en annað framandi, allt gengur upp. Ólíkar sögur en samt svo líkar. Strengurinn sem tengir þær augljós en samt óljós. Held ég lesi þessa aftur fljótlega.
Ég hafði gaman af þessari bók. Þetta eru fáar sögur og stuttar, það er misjafn taktur í þeim en þær stíga allar létt af síðunni. Umfjöllunarefnin eru ekki endilega léttvæg, þarna skrifar Andri um heiðarvegi, yfirvofandi kjarnorkuárásir, sjálfsmorð, misþyrmingu á dýrum og það sem er í geldri kurteisi kallað "óbeislaður kapítalismi". Önnur síðasta sagan stingur dálítið í stúf, þar sem hún reynir að segja sögu um miðaldra hamingju og heilbrigt hjónaband. En hún er að forminu til brandari, og getur eiginlega ekki annað, vegna þess að þessi umfjöllunarefni eru ekki góður sögumatur.
Síðasta saga bókarinnar er mun betri túlkun á hamingjunni, eða minningum og reynslu sem skapa hamingju, en hún fjallar líka um dauðann. Engin ást án missis og svo framvegis. En þá er spurning hvernig maður rammar það inn, og Andri Snær gerir það einstaklega vel -- að mínu mati.
Venjulega myndi ég segja að það væri óþarfi í svona umfjöllun að taka það fram, að eitthvað sé svona og svona 'að mínu mati'. Þetta er allt að mínu mati. En nú velti ég því fyrir mér hvort undirstöður þessa mats hafi breyst eitthvað uppá síðkastið, eða hvort ég sé samur og veröldin breytt. Um leið og ég fíla þessa bók svona sérstaklega vel ligg ég á maganum, spólandi í fyrstu sögum Allt fer, eftir Steinar Braga. Heilt yfir hef ég fílað allt það sem ég hef lesið eftir Steinar Braga hingaðtil, og Allt fer sýnist mér ekki vera neinskonar frávik á hans ferli. En það má vera að sú sýn sem hann bregður upp af veröld og fólki sýni mér ekkert lengur. Ég bíð bara eftir að komast út. Er ég búinn að Steinar Braga yfir mig? Eða hvað liggur undir þegar veröldin er þegar glötuð? Enginn missir án ástar og svo framvegis.
Ég ætlaði samt ekki að egna þessum tveimur bókum saman. Það var bara uppljómandi fyrir mig að sjá þær svona hlið við hlið.
Ekki síst vegna þess að, alveg einsog ég hef verið svav fyrir Steinari Braga, þá hef ég ákveðna fordóma fyrir Andra Snæ. Það er að segja, þrátt fyrir að hann hafi skrifað Draumalandið og Söguna af bláa hnettinum og LoveStar þá hefði ég ekki búist við jafn stuðandi mynd af fyrirhruns-fjármálageðveikinni frá honum og kemur fram í þremur uppistöðusögum þessarar bókar. More fool me. Sú þriðja í röðinni, sem segir frá einu kvöldi í lífi eiginkonu fjármálajöfurs á fertugsaldri, minnti mig meira en lítið á The Wolf of Wall Street. En henni tekst að sneiða hjá gildrunni sem Scorcese lenti í, sem er að gera dýrið brjóstumkennanlegt. Engin saga án missis og enginn missir án ástar, en ég þarf ekki að vita hvernig úlfinum líður til að skilja þá sem hann bítur.
Sögurnar eru áhrifaríkar einmitt ekki síst vegna þess að þær eru stuttar og kunna að sleppa takinu. Andri hefur sagt, að mig minnir, að sumar sagnanna hafi verið með honum lengi. Það hefur amk. ekki orðið til þess að hlaða utaná þær. Það er sprettur í þessu safni, það er létt og skarpt og titrar á dimmri tíðni, en heimurinn er ekki þegar glataður, hann liggur ennþá undir.
Fyrsta sagan var ekki best. En ágæt. Síðan urðu þær eiginlega bara betri og betri. Það pirraði mig samt smá að í tveimur sögum notar hann sömu líkingarnar (Keilir og rautt í hvítan þvott), hann hefði getað sleppt því. Annars þá er ég bara mjög ánægð með þessar sögur og ánægð með að hafa reynt að „þröngva" þeim upp á fólk í jólabókaflóðinu í Eymundsson. Mæli með.