Jump to ratings and reviews
Rate this book

Tvísaga

Rate this book
Fjölskyldusaga Ásdísar Höllu Bragadóttur er í meira lagi dramtísk. Hér segir frá ungri, einstæðri móður í Höfðaborginni í baráttu við barnaverndarnefnd, bræðrum sem sendir eru í fóstur á Silungapoll og bíða þess aldrei bætur. Við sögu koma líka unglingsstúlka sem smyglar læknadópi inn á Litla Hraun, menn sem hún heldur að séu feður hennar, amma og stjúpafi sem búa í torfkofa uppi á Hellisheiði, berfætt telpa sem stendur ein undir vegg í snjó og myrkri og kona sem verður tvísaga.

Vel skrifuð, opinská og einlæg frásögn þar sem Ásdís Halla Bragadóttir segir einstaka sögu móður sinnar – og þeirra mæðgna. Saga þeirra er full af gleði en líka djúpum harmi, vonum og vonbrigðum og sannleika sem aldrei er einhlítur.
Tvísaga er bók sem kemur á óvart og lætur engan ósnortinn.

Unknown Binding

Published January 1, 2016

8 people are currently reading
96 people want to read

About the author

Ásdís Halla Bragadóttir

7 books6 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
73 (18%)
4 stars
219 (55%)
3 stars
81 (20%)
2 stars
17 (4%)
1 star
4 (1%)
Displaying 1 - 17 of 17 reviews
Profile Image for Bylgja Valtýsdóttir.
79 reviews5 followers
April 11, 2017
Áhrifarík saga, vel skrifuð. Svo margt rangt í henni, sorglegt og ljótt. Kemur vel fram hvernig kerfið á ekki að virka þegar foreldrar þurfa hjálp!
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
October 3, 2018
3,5. Sagan sjálf er grípandi og framvindan kom alltaf á óvart. Það var svakalegt að lesa um lífið í Höfðaborginni en lýsingarnar á skemmtanalífinu – mitt í öllu þessi basli - komu á óvart. Magnað að setja móður hennar í samhengi við það hve mikið umhverfið og menningin breytist hratt á einum mannsaldri.
Ég kalla það ekki galla, en það verður að viðurkennast að textinn er mjög alþýðlegur og Ásdís er enginn stílsnillingur. Þetta er face value frásögn.
Profile Image for Gerða.
22 reviews
June 18, 2017
Mjög áhugavert og á köflum átakanlegt efni. Það truflaði mig þó á köflum hvernig farið var með efnið og mér leið stundum eins og ég væri að lesa minningargrein í Morgunblaðinu. Alveg þess virði að lesa hana og það situr í mér hversu stutt er síðan konur og börn áttu hvorki rödd né rétt í þjóðfélaginu.
Profile Image for Brynhildur Stefánsdóttir.
110 reviews2 followers
January 9, 2018
Mun betri en ég var búin að ímynda mér, sagan er áhugaverð og þá sérstak lega útfrá félagkerfinu og hvernig það var. Fékk samt á tilfinninguna að auðvitað væri þetta bara ein hlið á málinu og mig grunar nú að allir sannleikurinn hafi ekki ratað í bokina, en já margt áhugavert. Hefði ekki valið að lesa bókina en þar sem þetta var klúbbsbók lét ég tilleiðast
13 reviews
May 10, 2018
Ótrúlegt hve sturr er síðan lífið var svona hjá ungum mæðrum og barnafólki. Stéttaskiptingin alveg hryllileg. Vonandi er þetta eitthvað skárra núna.
Sem fyrst bók Ásdísar Höllu er hún bara nokkuð lipurlega skrifuð.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
July 16, 2017
Heillandi frásögn Ásdísar Höllu af formæðrum sínum og uppeldi sínu er bæði sár og ferskandi. Sérstæðar persónur lifna við í meðförum hennar og sannarlega gaman að lesa þessa ævisögu.
Profile Image for Bryndís.
30 reviews3 followers
December 19, 2018
Fín. Fannst áhugavert að lesa um aðstæður móðurinnar.
Profile Image for Vala Run.
72 reviews5 followers
January 2, 2022
Ég er svo mikill sökker fyrir ævisögum. Mögnuð saga!
Profile Image for Sigrun.
77 reviews7 followers
June 15, 2022
Áhrifarík og vel skrifuð bók. Sýnir vel hvernig félagslegar aðstæður skipta máli og að sumir eiga aldrei möguleika í lífinu
Profile Image for Inga.
71 reviews5 followers
February 11, 2017
Sagan er ágætlega sögð en orðfæri er venjulegt og á stundum leiðigjarnt. Of oft fannst mér ég líka lesa tilgangslausa viðauka um afrek höfundar og tengsl við einhverja meinta elítu, sem mér þótti koma sögunni lítið við og frekar vera til að þjóna hégóma höfundar.

Saga móður höfundarins var áhugaverð og ágætar lýsingar á því umhverfi og aðstæðum sem hún ólst upp og lifði við. Sagan hefði mátt vera meira hennar eigin og minna um ítarlega útúrdúra tengda börnum hennar.

Tvær og hálf stjarna.
Displaying 1 - 17 of 17 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.