Virkilega flott smásögusafn hjá Steinari Braga. Sögurnar eru samtals nítján og er hver einasta mér minnisstæð. Höfundur er algjör meistari í að skapa óhugnað og þótt sumar smásagnanna séu vægast sagt í grófari kantinum þá eru þær allar afar áhugaverðar og vel skrifaðar. Eftir hverja sögu þurfti ég að taka mér smá pásu og aðeins melta það sem ég var að lesa. Fimm stjörnur!