Jump to ratings and reviews
Rate this book

Jón lærði og náttúrur náttúrunnar

Rate this book
Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) var skáld, fræðimaður, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tannsmiður, sjálflærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands.

Jón var ofsóttur um hríð vegna afhjúpandi skrifa sinna um Baskavígin 1615 og um miðjan aldur var hann sakaður um galdur og dæmdur í útlegð. Vegna þeirra sakargifta hraktist hann ekki aðeins landshluta á milli, heldur lá leið hans út fyrir landsteina og til Kaupmannahafnar til að hnekkja útlegðardómnum. Síðustu æviárin fékk hann þó næði til að skapa myndverk sem hafa glatast og stórmerkileg ritverk sem hafa varðveist.

Viðar Hreinsson leitar víða fanga í heimildir við að rekja æviferil Jóns og hina mörgu, skapandi þætti í fari hans. Með kjölfestu í fjölþættri mynd af samfélagi, menningu og tíðaranda leiðir listfeng og hugnæm frásögn Viðars lesandann um náttúruskyn Jóns og samtíma hans, þekkingu, skynbragð, hugmyndir og heimsmynd í víðu samhengi evrópskrar hugmyndasögu. Ævi Jóns myndar söguþráðinn en grunntónn verksins er samband hans og samtíðar við náttúruna og undir niðri vitund um þá náttúrudrottnun síðari tíma sem leitt hefur af sér umhverfsvá nútímans.

Viðar hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar um Bjarna Þorsteinsson og Stephan G. Stephansson. Ævisaga hans um Stephan, sem einnig er til í enskri gerð, hlaut tilnefningar og verðlaun bæði á Íslandi og vestanhafs.

760 pages, Hardcover

First published January 1, 2016

6 people are currently reading
10 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
8 (66%)
4 stars
3 (25%)
3 stars
1 (8%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
Profile Image for Thorsteinn Rafnsson.
38 reviews
December 22, 2020
Ég ætla að fá lánuð orð viðfangsefnisins, þar sem mér finnst þau ágætlega við hæfi til að lýsa þessari bók:

Bókin er bragðrík
Búin út með góða trú
lystflókin launklók
Lærir þó hvað mærð er.
Mál skýrir mjög vel,
mögnuð á það gagn,
glettin og gráblettuð,
gamansöm í sumum ham.

Þessi bók er allt í senn stórskemmtileg, drep leiðinleg, vel unnið fræðirit og saman safn af hálf tómum getgátum.

Innihald bókarinnar skiptist í nokkra flokka. Rauði þráðurinn er auðvitað ævi Jóns Lærða sem er oft, eins og höfundurinn bendir á, rakinn á bláþráðum. Megin þorri efnisins eru verk eftir Jón sjálfan og útskýringar höfundar á þeim verkum. Þar á milli býður höfundurinn upp á lýsingu á samfélaginu sem Jón bjó í frá ýmsum áhugaverðum sjónarhornum, ýmist í víðu eða þröngu samhengi.

Það er greinilega mikil óvissa um smáatriðin í ævi Jóns en höfundurinn viðurkennir fúslega þegar eitthvað er ekki vitað en býður upp á sennilegar ágiskanir um hvað hann gerði á ákveðnum tíma, hvar hann var, hvað hann hugsaði, hverja hann hitti á lífsleiðinni, hvað bækur hann var með undir höndunum og hvaða verk hann hefur skilið eftir sig.

Mér fannst þetta oft ágætt, þar sem þetta býður upp á heildstæðari mynd af Jóni, verið er að fylla í ákveðnar eyður. Hins vegar fannst mér höfundurinn stundum gefa sér full mikið frelsi til að giska og byggja ofan á ágiskanirnar sínar með frekari getgátum (Ekki er óalgengt að setningar byrji á: Ekki ólíklegt, En hljóta, Hugsanlega, Jón gæti hafa (X) jafnvel (Y), Vel má vera, Virðast hafa, Er hann talinn, Verður hér reiknað með, Útilokað er að skera úr um það að svo stöddu, þó má það teljast nokkuð líklegt, Og ekki er útilokað, Hann gæti líka hafa, Hugsanlega (X) Kannski (Y), Vera má að, Mjög er líklegt. Þetta kemur frá fjórum blaðsíðum).


Það sem situr eftir:
1. Mér fannst ákveðnir kaflar í 2. Hluta bókarinnar sérstaklega standa upp úr. Flest allt um Baskar málið og eftirmála þess var mjög áhugavert og vel skrifað.

2. Kaflinn um Hugrás Guðmundar fannst mér stórkostlegur. Þar sem Séra Guðmundur Einarsson færir rök fyrir trúvillu Jóns og að hann eigi skilið að brenna fyrir galdrana sína. Höfundur býður fólki að sleppa þessum kafla, en ég myndi segja að þetta sé einn helsti gullmoli bókarinnar.

3. Höfundurinn gerir góða og heiðarlega tilraun til að skýra frá ýmsu sem fólk trúði á, án þess að gera lítið úr því. Í staðinn fyrir að kalla einkennilega skoðanir “hjátrú”, sópa því undir teppið og halda svo áfram, þá staldrar hann við, reynir að útskýra hverju var haldið fram og af hverju í samhengi þess tíma það gæti þótt vera sennilegt. Til dæmis Steinafræðin, mismunandi tegundir af göldrum, álfatrú, stjörnuspeki, engla- og djöflafræði.

4. Jón lenti gjarnan röngu megin við geðþótta yfirvald tímans (hvort sem það var kirkjan eða embættismenn konungsins). Þannig höfundur gerir ágætlega grein fyrir valda uppbyggingu og beitingu á þessum tíma sem er gjarnan stórmerkilegt.

Heilt yfir hafði ég mjög gaman af þessari bók og ég tel mig hafa lært margt af henni. Heimildaskráin er mjög umfangsmikil og hefur vísað mér á margt ágætt efni. Hins vegar hef ég rekið mig á í nokkur skipti að hún vísar manni í átt að heimildinni frekar en beint á hana t.d. greinar ekki nefndar réttu nafni eða getið til hvaðan hún kom, eða ekki sagt til um hvaða bókaútgáfu er verið að nota.
Profile Image for Þórólfur.
88 reviews3 followers
Currently reading
January 30, 2025
Þetta er bók sem ég tek langan tíma í að lesa enda hátt í 700 blaðsíður, les nokkrar bækur inn á milli
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.