Forngrip er stolið frá ömmu Eddu og stjúpsystkinin Úlfur og Edda eru staðráðin í að endurheimta hann. Þau elta þjófinn ofan í göng undir Skálholti en enda í öðrum heimi. Úlfur og Edda eiga fyrir höndum háskaleg ævintýri á ókunnum slóðum og svo þurfa þau líka að komast heim aftur! Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur áður unnið myndabækur og barnasýningar út frá norrænum goðsögnum og hlotið margskonar verðlaun fyrir. Hér færir hún nútímabörn inn á svið goða, gyðja og jötna á frumlegan og skemmtilegan hátt.