Jump to ratings and reviews
Rate this book

Konan í dalnum og dæturnar sjö

Rate this book
Konan í dalnum og dæturnar sjö kom fyrst út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni.

Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.

Í meðförum Hagalíns verður Monika á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld.

Hardcover

Published January 1, 1954

8 people are currently reading
56 people want to read

About the author

Guðmundur G. Hagalín

14 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
13 (13%)
4 stars
51 (53%)
3 stars
26 (27%)
2 stars
4 (4%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 14 of 14 reviews
Profile Image for Sara Hlín.
465 reviews
December 1, 2017
Merkileg bók sem gefur manni innsýn í heim íslenskrar fjölskyldu frá fæðingu Moniku 1901 til 1954 og lífið á bænum Merkigili við Jökulsárgljúfur. Ekkja með 8 börn á afskekktum sveitabæ nær að halda lífi í fjölskyldunni og meira en það. Hetjusaga enda var Monika sæmd Fálkaorðunni árið 1953.
Profile Image for Ásta Melitta.
322 reviews3 followers
February 15, 2021
Bókin segir frá ævi Móniku í Merkigili í Skagafirði. Mónika var fædd árið 1901 og giftist í Merkigil, innst í Skagafirði. Þar eignaðist hún 8 börn með eiginmanni sínum. Frásögnin segir á áhugaverðan hátt frá uppvexti og lífi bóndakonu í afskekktri sveit. Sjá má hveru margt breyttist á þeim tíma sem sagan segir frá, og hversu margt hefur breyst, þótt ekki sé svo langt síðan þessir atburðir gerðust.
141 reviews
January 8, 2017
Skemmtilegt að lesa frásögn af lífi þessarar mikilu konu. Hún fæddist 1901 í Skagafirði og spannar frásögnin æfi hennar til túmlega fimmtugs, þá orðin ekkja með 8 börn á Merkigili í Austurdal Skagafirði. Fróðlegt að lesa um aðstæður fólks á þessum tíma. Frásagnarmátinn var ólíkur því sem við erum vön í dag, nákvæmar lýsingar og bókstaflegar.
Profile Image for Unnur.
47 reviews
April 7, 2020
Ég hafði unun af að lesa þessa bók. Þetta er ein af þessum bókum sem segja svo margt um líf og störf fátækra bænda á Íslandi. Monika Helgadóttir á alla mína aðdáun og virðingu. Guðmundur G. Hagalín var auðvitað einstaklega magnaður sögumaður og skrifaði þarna sögu íslenskrar konu alveg listavel. Ég á örugglega eftir að lesa þessa bók aftur mér til ánægju og yndisauka.
Profile Image for Þóra.
50 reviews2 followers
February 16, 2020
Ég hefði viljað gefa þessari 3 og hálfa stjörnu enda skemmtileg frásögn af merkilegri konu. Heldur hæg fyrir minn smekk.
Profile Image for Bylgja Valtýsdóttir.
79 reviews5 followers
May 19, 2020
Stórmerkileg lesning um tíma sem voru og koma aldrei aftur. Fróðleg og nú langar mig í Skagafjörð á slóðir Moniku.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
June 25, 2020
Virkilega áhugaverð bók. Þvílíkar kjarnakonu sem Mónika og dætur hennar hafa verð.
288 reviews4 followers
April 21, 2023
Bara mjög áhugaverð og á köflum hugljúf bók.
Profile Image for Magnús.
376 reviews10 followers
August 8, 2021
Móniku á Merkigili var svo sannarlega ekki fisjað saman. Hún ólst upp á harðindaárum á 19. öld þar sem ekki var mulið undir hana, eignaðist mann og varð húsfreyja og allt stefndi í blóma en skyndilega stóð hún uppi sem ekkja og einstæð móðir með átta börn, sjö dætur og einn son, og vænt fjárbú í afskekktum skagfirskum dal þar sem náttúran gat verið grimm. Þessi bók segir sögu Móniku. Hagalín gerir það vel og nær að draga það fram milli línanna að þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum.
Displaying 1 - 14 of 14 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.