Jump to ratings and reviews
Rate this book

Skrifaðu bæði skýrt og rétt: Fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn

Rate this book
Bókin „Skrifaðu bæði skýrt og rétt. Fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn“ eftir Höskuld Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands, er hugsuð sem handbók og kennslubók, annars vegar ætluð þeim sem fást við fræðileg skrif af einhverju tagi og hins vegar þeim sem þurfa að meta slík skrif eða leiðbeina um þau, þar á meðal háskólanemum, háskólakennurum, fræðimönnum, rannsóknarmönnum, ritstjórum, ritrýnum og yfirlesurum fræðilegs efnis.

Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulag og framsetningu fræðilegra texta og mismunandi markmið þeirra, fræðilega röksemdafærslu, heimildanotkun og gagnrýninn lestur. Gerð er grein fyrir ólíkum kröfum til tímaritsgreina, námsritgerða og fræðibóka og fjallað um ritstuld og einkenni hans. Einnig er leiðbeint um ráðstefnuútdrætti, styrkumsóknir, rannsóknaráætlanir, ýmiss konar ritrýni og mat á fræðilegum skrifum.

Höskuldur Þráinsson hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og bóka. Hann hefur líka haldið námskeið um fræðileg skrif og ritstjórn og meginhlutinn af efni bókarinnar á rót sína að rekja til þeirrar kennslu. Flestum köflum fylgja verkefni.

332 pages, Paperback

First published January 1, 2015

9 people want to read

About the author

Höskuldur Þráinsson

13 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
1 (25%)
4 stars
2 (50%)
3 stars
1 (25%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
No one has reviewed this book yet.

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.