Sigurður Guðmundsson veitti nýjum straumum inn í íslenskt bókmenntalíf með skáldsögum sínum, Tabúlarasa, Ósýnilegu konunni og Dýrin í Saigon. Vangaveltur um tungumál, kyn og þjóðerni þyrluðust um í hrífandi stróki og íslenska sagnaþráin fann um stund félaga og vin í hugleiðingunni og hugmyndinni.
Þegar höfundur Musu lendir í slæmri myndlistarkrísu einsetur hann sér nota þrautreynda leið til að bjarga sér úr kreppunni og skrifa bók, en uppgötvar þá að hann er líka haldinn ritstíflu — „ógeðslegasta orð íslenskrar tungu“. Vegna hugboðs er hann kominn til eyjarinnar Hainan í Suður-Kínahafi en ekkert gerist í skriftunum og í ofanálag er hann lagður inn á spítala. Hugarorkulaus og sköpunarstíflaður freistar hann nú þess að finna aftur leiðina til sinnar heittelskuðu Musu, gyðju sköpunarinnar.
Sigurður Guðmundsson er fæddur í Reykjavík árið 1942. Hann er einn fremsti myndlistarmaður Íslendinga og verk hans eru í eigu margra helstu listasafna heims. Hann dvelur lengstum í Xiamen í Kína.
Ég tók fyrst eftir þessari bók í fyrra þegar hún fangaði augu mín í bókabúð. Einfölk kápan gullfalleg og ég vissi að þessa bók þyrfti ég að lesa. Nú hef ég lesið hana og hrópa ,,Meistaraverk!"
Sigurður Guðmundsson er staddur á fjarlægri eyju og uppgvötvar að sér eru allar bjargir bannaðar, sköpunarkraftinn hefur þorrið, hvort sem er á fleti eða í riti og upphefst ægilegur barningur til að fá kraftinn að nýju. Bókin er hin skemmtilegasta lesning og getur eflaust nýst sem sjálfshjálparbók öllum þeim sem eiga eftir að upplifa viðlíka á ævinni.
Stórkostleg bók, eins og allt sem Sigurður Guðmundsson hefur skrifað. Eins og að upplifa hans eigin hráu og skapandi tilvist, ómetanleg innsýn í skapandi einstakling.