Í þessu lokabindi Dalalífs hnýtir Guðrún frá Lundi endahnúta síns mikla verks og fylgir öllum helstu söguhetjum sínum í heila höfn. En hér er líka ný aðalpersóna, Dísa, dóttir Ketilríðar og Páls Þórðarsonar og fósturdóttir hjónanna á Nautaflötum. Þrátt fyrir gott atlæti getur hún ekki stillt sig um slúður og illmælgi frekar en móðir hennar, og það dregur dilk á eftir sér. Dalalíf er einn voldugasti sagnabálkur sem saminn hefur verið á íslensku, ríflega tvö þúsund blaðsíður, iðandi af lífi og ólgandi fjöri. Aldrei hefur hversdagslífi í íslenskri sveit á fyrri tímum verið gerð betri skil og við það bætast tugir minnisstæðra persóna sem lesanda finnst hann að lokum þekkja eins og sjálfan sig.
Búið að vera virkilega gaman að renna í gegnum þessar bækur. Gamaldags talsmátinn truflaði mig smá í byrjun en maður vandist því fljótt og datt strax inn í söguna.
Mér fannst fyrsta, þriðja og fjórða bókin frekar góðar á meðan bók 2 og 5 eru aðeins á eftir.
Frábær innsýn inn í líf forfeðra okkar áður en "lífskjarabyltingin" sem fylgdi stríðunum reið yfir landið. Skemmtilega skrifað og sagan troðfull af trúverðugum og skemmtilegum persónum.
Eina sem fór í taugarnar á mér var hvað allir voru óeðlilega vondir og leiðinlegir við Dísu í fimmtu bókinni. Hún átti það ekki skilið.
Heilt yfir er þessi sagnabálkur meistaraverk... þótt mér hafi þótt aðeins vanta upp á 5. bókinna. En Guðrún lokar sögunni vel og klárar alla lausa enda.
Það var hreinlega erfitt að kvelja fólkið í Hrútadal þegar síðasta blaðsíðan var búin enda maður búinn að fylgja þeim lengi í gegnum allar þessar síður.
Er búinn að lesa alla seríuna núna á síðustu ca 3 mánuðum. Hefði gjarnan viljað lesa þær allar fyrr og vera að lesa þær aftur. Bækunar eru ótrúlega skemmtilegar með lifandi persónum og frábærum samtölum. Sögusviðið skýrt afmarkað Hrútadalurinn fagri þar sem allir vilja helst búa sem alist hafa þar upp. Dálítið er erfitt að tímsetja söguna þó finnst mér hún byrja fyrir aldamótin 1900 og fikrar sig fram eftir öldinni með dálitlum slaufum. Mæli hiklaust með þessari sögu. Veit ekki hvenær ég legg í aðra bók eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi er samt nokkuð viss um að ég verð ekki fyrir vonbrigðum.