Morð er tilkynnt á Flugvallarhótelinu og Einar blaðamaður er rifinn grúttimbraður upp úr rúminu til að flytja fréttirnar fyrstur allra. Af tilviljun fær hann að heyra ýmislegt sem starfsfélagarnir heyra ekki og verður óvænt helsti heimildamaður þjóðarinnar um þennan hrottafengna glæp. Honum veitir heldur ekki af velgengninni. Síðustu ár hefur hallað undan fæti hjá þessum uppreisnargjarna gleðimanni sem hangir í starfi fyrir náð og miskunn ritstjórans. Einari er falið að fylgja málinu eftir og hann anar af stað. Ekki grunar hann þá að fleira en glæpurinn komi í ljós. Bók þessi kom upphaflega út 1998 og var fyrsta spennusaga höfundarins Árna Þórarinssonar.
Árni studied comparitive literature at the University of East Anglia. He has worked as a journalist since 1971, and sat on several panels of judges at international film festivals. Árni's first novel, Nóttin hefur þúsund augu (The Night Has a Thousand Eyes) was published in 1989, the first of a series about the investigative journalist Einar. He was one of the authors of Leyndardómar Reykjavíkur 2000 (The Reykjavík 2000 Mystery), along with other members of "Hið íslenska glæpafélag" (The Society of Icelandic Crime Writers). He has also written with Páll Kristinn Pálsson: crime novels, and scripts for television, including Dagurinn í gær (Yesterday), which aired in 1999, and 20/20, which Óskar Jónasson directed for RÚV in 2002. The latter was nominated for four Edda awards (The Icelandic Film Awards), including best script. Árni has also published an interview book with filmmaker Hrafn Gunnlaugsson, and his translation of a book for teenagers by the Dutch writer Evert Hartman received the Reykjavík Scholastic Prize in 1984.
Hraðsoðinn krimmi um blaðamanninn og byttuna Einar. Hann er vakinn upp og sendur grúttimbraður á hótel þar sem hann er með fyrstu aðilum á vettvang þar sem illa útleikið lík hefur fundist. Fyrir kænsku og heppni tekst honum iðulega að vera fyrstur með fréttirnar þar til hann áttar sig að hann er einugis peð í valdatafli afla sem takast á um völd og fjármuni. Sagan er fyrsta spennusaga Árna og nokkuð hrá og stuttaraleg en hefur sannarlega sinn sjarma og persónan Einar er breyskur og áhugaverður enda hafa fleiri bækur komið út um hann eftir Árna.
Valdi þessa bók aðeins útaf hún var inná ipodinum þegar ég kláraði seinustu bók.
Fyrsta bókin um Einar blaðamann sem eru svo komnar nokkrar bækur með. Las þessa bók held ég á sínum tíma án þess að vera viss um það, greinilega mjög eftirminnileg. Stutt bók með ágætis máli. Mikil fjallað um Einar og hans drykkju og gefur ágæta mynd af hans lífi. Er þegar búinn að lesa 2 aðrar bækur með Einari blaðamanni. Ágæt bók ekkert meira en það, ágætt léttmeti yfir hlaupunum.