Jump to ratings and reviews
Rate this book

Millilending

Rate this book
María er tuttugu og tveggja ára. Hún er komin til Reykjavíkur til að sækja litina hans Karls Kvarans. Svo ætlar hún að fara.

„Ég las þessa bók ekki – ég drakk hana í mig. Óþægilega sannfærandi portrett af Íslandi samtímans sem birtist okkur hér sem dimmt og grimmt þjóðfélag þar sem lítil hjörtu þurfa á stórum stígvélum að halda til að geta fótað sig.“ — Hallgrímur Helgason

176 pages, Paperback

First published January 1, 2017

7 people are currently reading
99 people want to read

About the author

Jónas Reynir Gunnarsson

16 books34 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
30 (10%)
4 stars
116 (39%)
3 stars
110 (37%)
2 stars
33 (11%)
1 star
5 (1%)
Displaying 1 - 19 of 19 reviews
Profile Image for Andri.
Author 24 books455 followers
December 1, 2017
Gott að sjá mikið efni stíga fram á ritvöllinn. Millilending er þétt og vel skrifuð bók og mjög gott fyrsta prósaverk. Millilending er sneiðmynd, nánast sólarhringur í lífi 22 ára stelpu. Dálítið nöturlegur heimur sem birtist, köld borg, tilgangsleysi, tengslaleysi og tómhyggja en höfundur nær að halda flugi með stíl og húmor. Aðalpersónan minnti mig á persónu Catcher in the Rye, týnd, reikandi, nánast eins og hún væri sjálflaus.
Profile Image for Arína Vala.
6 reviews1 follower
January 4, 2018
þessi bók kom skemmtilega á óvart og hreyfði óvænt við mér. aðalpersóna og umhverfi nánast óþægilega sannfærandi. ég var sérstaklega hrifin af því hve áþreifanlegt andlegt ástand aðalpersónunnar var án þess að það væri skrifað á of klisjukenndan eða yfirdrifinn hátt.
Profile Image for Ari.
13 reviews
November 13, 2017
Þessi var lesin í einum rykk. Hrikalega gott kaffi. Þar liggur þó mögulega hundurinn grafinn, þetta er bara einn bolli fjandinn hafi það. Kannski stílbragð hjá höfundi fyrir kynslóð með skerta athyglisgáfu eða bara sterkari heild í þessari lengd. Svolítið eins og eitt stykki sjónvarpsþáttur í bókarformi. Talandi um sjónvarpsþætti þá kostaði þetta dásemdar kvikindi á við um áratugs áskrift að netflix, hvaða steypu þróun er það? Bækur fyrir toppana, sjónvarp fyrir rest.
Annars uppáhalds lína úr bókinni: „Áður en ég dey væri ég til í að hitta manneskju sem líður í alvörunni vel."
Profile Image for Sölvi.
73 reviews15 followers
January 6, 2018
öðruvísi en ég bjóst við - hélt að þetta væri léttari bók en svo var hún oft frekar tragísk. efnistök og persónur mjög ~klístruð og kámug einhvernveginn. ógeðslega spot on lýsingar á þankagöngum um lífið og tilveruna. líður smá ... funky eftir lesturinn. Góð lesning engu að síður
Profile Image for Bjarni Þóroddsson.
1 review2 followers
November 21, 2017
Ekki bara drepfyndin, nær líka að fanga stemningu snemma og halda henni fáránlega vel alla leið. Leið smá eins og ég hafi verið kýldur í magann, ég tengdi svo mikið.
Profile Image for Assa Borg Snævarr Þórðardóttir.
88 reviews7 followers
December 31, 2023
Las þessa aðallega af því mig langaði í einhverja 2017 nostalgíu (og af því hún er stutt og fljótlesin og mig langaði að ná lestrarmarkmiði ársins). Þessi bók er alla vega rosa 2017
Profile Image for Gabríel Einarsson.
13 reviews
February 13, 2024
Ég þoli það ekki að ég naut þess smá að lesa þessa bók, annars fengi hún eina stjörnu frá mér. Þetta var eins og að lesa slúðursögu um manneskju sem var með allt á hælunum.
Ég þoli ekki Maríu, það eina sem að hún gerir er að væla. Jú, hún er búin að lenda í ýmsum asnaskap sem var ekki henni að kenna. En það hefði bara verið öllum fyrir bestu ef að þú tækir nokkrar sekúndur í að hugsa áður en að þú framkvæmir.
Afhverju er þetta fólk vinir þínir ef þú hugsar svona illa til þeirra? Afhverju nenna þau að hanga með þér?
Eina persónan sem að ég tengdi eitthvað örlítið við var Jökull, alveg þangað til að ég las að hann sagði Maríu að hann ætlaði drepa sig af því að hún byrjaði með Ragnari.

Allir í þessari sögu voru annað hvort skrítnir graðir strákar og eða aumingjar og chronic djammarar. Nema Gauji, hann var bara mjög ljúfur og rólegur, mjög mikill "þetta reddast" kall. Kannski rosa latur en hann er þó allavega ekki siðblindur.

Sagan er vel skrifuð og persónurnar eru allar trúlegar.

Ég var að lesa þessa bók í annað skiptið. Bara af því að ég þurfti að lesa hana fyrst fyrir skólann og var þá ekki að nenna því svo ég vildi gefa henni annað tækifæri. Hún var aðeins betri í seinna skiptið en ég held að ég muni ekki lesa hana aftur nema að ég finni hana í einhverjum pappakassa uppá háalofti eftir 30 ár.
Ég vona að María finni sér þá aðstoð sem að hún þarf.
This entire review has been hidden because of spoilers.
30 reviews
December 27, 2017
María er stefnulaus ung kona, vinafá og virðist ekki hafa mörg haldreipi í tilverunni.

Strax frá upphafi finnur hún að úlpunni sem hún er í, sem hún klæðist eingöngu vegna þess að það er eina hlýja flíkin hennar. Þetta umkomuleysi er meginstef höfundar.

Með áreynslulausum hætti lýsir Jónas Reynir atburðarríkum sólarhring í lífi Maríu sem virðist eiga auðvelt með að taka ákvarðananir sem hún sér fljótlega eftir eða getur ekki útskýrt ástæðuna fyrir.

Jónas skrifar skemmtilegan texta, oft fyndinn. Eins og t.d. enskuskotna einræða Péturs um þróunarkenninguna á Bakkus.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
April 5, 2018
Fínasta saga um unga stúlku sem lendir hérlendis í sólarhringsstoppi á leið til föður síns sem býr í Danmörku. Hún flækist fljótlega inn og út af börum, partýum og á milli kunningja í örstuttu stoppi sínu. Fyndin og nöturleg næturlífslýsing. Bókin stendur fyllilega undir því hrósi sem á hana hefur verið hlaðið.
Profile Image for Arnar Gunnarsson.
4 reviews9 followers
December 28, 2017
Skemmtileg, hröð, fyndinn, sorgleg, raunveruleg, ekki ósvipuð góðu spítti. Mæli eindregið með.
Profile Image for Björn Kristinsson.
55 reviews4 followers
December 29, 2017
Langt síðan ég hef lesið bók í einum rykk, gat ekki lagt hana frá mér. Skuggalega kunnuglegar svipmyndir úr borg óttans.
Profile Image for Anne-Lisa Pedersen.
196 reviews
March 10, 2021
Dødsruten gennem Reykjavik i et døgns druktur for en ung 22-årig. Dog samtidig med en herlig sort humor.
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
September 27, 2021
Hrá og hröð innsýn í djammlífið á Íslandi og hvernig er að vera týnd ung manneskja. Skemmtileg lesning.
Profile Image for Karl Hallbjörnsson.
669 reviews72 followers
January 4, 2018
Andri Snær skrifaði prýðilega umsögn sem er hægt að lesa hér, finnst ég ekki geta orðað örritdóm mikið betur.
Displaying 1 - 19 of 19 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.