Jump to ratings and reviews
Rate this book

Syndafallið

Rate this book
Syndafallið er ótrúleg saga Mikaels Torfasonar og foreldra hans, Huldu og Torfa. 

Torfi er tröllaukin persóna sem veður í seðlum og brennivíni. 
Hulda er ýmist diskódrós í Breiðholtinu eða undirgefin húsmóðir í hópi Votta Jehóva.
Bæði stefna hraðbyrði norður og niður. En hvílik reisa!

Þessi saga er dagsönn. Óttalaust og oft bráðfyndið uppgjör við fortíðina, kærleikann og fjölskylduna.

254 pages, Hardcover

First published January 1, 2017

67 people want to read

About the author

Mikael Torfason

13 books22 followers
Mikael Torfason was born in Reykjavik in 1974. He has written seven novels, all published in Iceland and some have traveled in Europe; translated into Germany, Danish, Finnish, Swedish, Lithuanian. Mikael also wrote and directed the feature film Made in Iceland (Gemsar). The film was very well received in Iceland, and traveled the film festival, and got nominated as Best Picture in Scandinavia in 2002.

Lost in Paradise (Týnd í Paradís) is Torfason´s sixth book. It was published in 2015, and is a bestseller in Iceland. His fourth novel, Samuel, was nominated for The Icelandic Literature Prize and his third novel, The Worlds Stupidiest Dad, was nominated for Nordic Council's Literature Prize in Scandinavia as well as the DV Literature Prize.

Torfason has also written for theatre, and he has been Editor-in-Chief for two of the three big newspapers in Iceland, as well as being executive director for the largest magazine media company in the country.

In 2013 a new film, based on Torfason's first book, premiered in Iceland. His latest theatre work includes Njála, The Story of Burnt Njal, which was nominated for 11 Gríma Theatre Awards in Iceland. It won 10 awards, including best written play.

Mikael Torfason lives in Reykjavik. He has four children, and is currently writing a new book as well as a new play.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
61 (22%)
4 stars
163 (61%)
3 stars
39 (14%)
2 stars
3 (1%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Unnur.
71 reviews
May 14, 2021
Greip mig frá fyrstu blaðsíðu! Ótrúlega falleg frásögn sem segir frá atburðum og fólki á einlægan og sannfærandi hátt. Þó nánast lyginni líkast stundum. Aðdáunarvert hvernig höfundi tekst að segja frá án þess að dæma, þrátt fyrir að margt fólkið í bókinni tæki afar misgóðar ákvarðanir. Vel gert Mikael Torfason.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
November 4, 2017
Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þessi bók sé ekki skáldskapur, þessi fjölskyldusaga er lyginni líkust. Mikael er einlægur , opin og kemur hreint fram í þessari fantagóðu bók! Hann fékk mig til að gráta, hlægja, reiðast og stundum allt í sama kaflanum.
#Mustread
Profile Image for Halla Kolbeinsdottir.
77 reviews12 followers
December 28, 2022
Myndi vilja gefa 3.5 stjörnur. Mikael lýsir súrri ævi og mikilli meðvirkni sem ég held að ýti á erfið sár hjá mér, sem skyggir eflaust á gæði bókarinnar fyrir mér.
Profile Image for Eva.
9 reviews1 follower
November 20, 2017
Fjórar stjörnur plús.

Það er einhver íslenskur realismi við þessa bók. Falleg en erfið á köflum, lýsir fjölbreytileika mannlífs og fjölskyldu. Ég tengdi alveg svakalega, og sumar senurnar kannaðist ég við, uppkomin börn alkahólista ættu öll að tengja. Rennur vel, er vel skrifuð og falleg. Mikið hjarta í þessari bók. Gat raunar ekki hætt og var með hugann við hana á milli lesninga.

Mæli með henni í jólapakkann.

8 reviews
January 9, 2018
Ótrúleg frasögn sem er frábærlega vel skrifuð, þrátt fyrir erfitt efni átti ég erfitt með að leggja þessa bók frá mér. Mæli með þessari.
Profile Image for Arni Snaevarr.
55 reviews1 follower
July 20, 2019
Syndafallið kom mér satt að segja mjög á óvart. Eins og Mikael segir sjálfur í bókinni hefur hann fundið reiði sinni farveg í fjölmiðlastarfi sínu og ritstörfum. Það fór ekki framhjá neinum að Mikael var í hópi kaldhæðinna íslenskra blaðamanna og raunar oddviti þeirra sem ritstjóri DV, þar sem einkum var hæðst að lítilmagnanum í þjóðfélagini og stundum var talað um eineltisáráttu blaðsins.
Ég hefði sjálfsagt ekki nennt að lesa - eða raunar hlusta á - þessa bók ef ég hefði ekki fyrir tilvijun heyrt útvarpsþætti þar sem þáttastjórnandi talaði við þá bændur sem höfðu hýst hann á bæjum sínum í sumardvöl eins og tíðkaðist hér í eina tíð. Ég vissi ekki hver maðurinn var og var steinhissa að þetta var Mikael sem hafði kastað sínu kaldhæðna yfirvarpi fyrir róða og virtist góður og einlægur maður.
Og Syndafallið er blessunarlega á sömu nótum. Hann þorir að takast á við fortíð sína og foreldra sína, með kostum og göllum. Því er ekki að neita að faðir Mikaels Torfi Geirmundsson virðist ekki hafa verið neinn venjulegur maður. Annars vegar hárgreiðslumaður fína fólksins í Reykjavík, hins vegar ýmist Fylkingarmaður, Vetta Jehóví, einstæður faðir, kvennabósi eða drykkjumaður. Móðir hans átti svo við andlega erfiðleika að stríða. Fjölskyldan er svo sérstök að óneitanlega er hún kjörinn efniviður í bók. Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn, en Mikael er ekki aðeins einlægur og opinskár svo að aðdáunarvert er, heldur kann þá list að sauma saman frásögn sína með þeim hætti að þegar upp er staðið er þetta ekki aðeins ævisaga heldur margslungið og vel unnið höfundarverk. Stundum fannst mér ég sjá bergmál frá Knut Hausgaard hinum norska, en það kann að vera einber tilviljun. Ef svo er þá hefur Mikael það framyfir Norðmanninn að væntumþykja hans í garð allra sem við sögu koma virðist ósvikin. Nýverið las ég nýlega skáldsögu eftir sprenglærðan jafnaldra Mikaels, sem var að mörgu leyti vel unnin, en uppfull af stælum, töffaraskap, rassvasaheimspeki og eftirlíkingum. Mikael hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að maður verði ekki rithöfundur fyrr en maður hættir að reyna að líkjast öðrum og er trúr sjálfum sér. Það tekst Mikael að mínu mati í þessari bók og því gef ég henni mín bestu meðmæli.
Profile Image for Kristín.
552 reviews12 followers
October 10, 2018
Virkilega áhugaverð bók og merkilegt að lesa sjálfsævisögu (eða öllu heldur fjölskyldusögu) þar sem höfundur virðist ekkert draga undan. Bókin er vel skrifuð og þótt hún flakki fram og til baka í tíma náði maður alveg að halda þræði. En það þýðir smá endurtekningar stundum (m.a. á milli bóka) sem sennilega hefði ekki gerst ef sagan hefði verið í réttri tímaröð. En það truflaði mig í raun ekkert. Ég held að ég hafi ekki lesið neinar af skáldsögum Mikaels. Ég held ég verði að gera það.
Profile Image for Svava Ólafsdóttir.
75 reviews2 followers
August 29, 2023
Stórbrotin og merkileg saga um foreldra höfundar. Ótrúleg lesning og gott að hlusta á á Storytel.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.