Jump to ratings and reviews
Rate this book

Perlan

Rate this book
Perla Sveinsdóttir var á unglingsárunum vinsælasta stelpan í bekknum, sætust og sú sem allir dönsuðu í kringum. En eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig á sínum fyrstu fullorðinsárum flyst hún til New York og fer að blogga um hið ljúfa líf sitt þar, mest um djamm og gellugang.

Bloggið verður vinsælt, Perla verður umsvifalaust fræg fyrir að vera fræg, og í andstreymi bankahrunsins styttir þjóðin sér stundið við að brosa að fréttum af henni – hún verður táknmynd yfirborðsmennsku og hégómleika. Þegar nafn Perlu skýtur skyndilega aftur upp haustið 2017 á vitnalista í réttarhöldum vegna stríðsglæpa, taka fjölmiðlar aftur við sér.

En þá er sjónarhornið annað og annarra spurninga spurt. Hver er hin raunverulega Perla? Passar ímyndin við veruleikann? Hvernig bregst kona sem þekkti ekkert nema aðdáun umhverfisins við því að vera ýtt til hliðar?

215 pages, Hardcover

Published November 1, 2017

3 people are currently reading
18 people want to read

About the author

Birna Anna Björnsdóttir

6 books5 followers
Birna Anna Björnsdóttir is an Icelandic author, journalist, and producer based in Manhattan and Reykjavik. Her third novel, Perlan, was published in Iceland in November 2017. Her earlier novels are Dis, published in 2000 and Klisjukenndir published in 2004. Birna Anna was a journalist at the newspaper Morgunbladid in Iceland from 1998-2008 where she wrote news, features, and had a weekly column for a number of years. Since 2016, Birna Anna has reported regularly on US politics for RUV, Iceland's public radio. She is also a co-producer of the Icelandic film, And Breathe Normally, which premiered at Sundance Film Festival in January 2018 and won its director, Ísold Uggadóttir, the best director award in the World Cinema Dramatic Competition.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
10 (15%)
4 stars
20 (30%)
3 stars
29 (44%)
2 stars
5 (7%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 4 of 4 reviews
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
November 27, 2017
Þykir mjög vænt um þessa bók eftir lesturinn. Fer klárlega í uppáhalds bunkann minn. Byrjar rólega en heldur manni vel við efnið og vinnur vel á. Ég elska allar bækur sem minna mann á hversu ótrúlega verðmæt vinátta er mannskepnunni.
Profile Image for Inga Ingvarsdóttir.
91 reviews4 followers
March 1, 2018
Hugmyndin á bak við Perluna er skemmtileg og margt er bráðsniðugt við útfærsluna. Ég veit ekki alveg hvort að það þjóni frásögninni neitt sérstaklega vel að hoppa fram og aftur í tíma eins og gert er og sumt af því sem eytt er nokkru púðri í, skilar voðalega litlu í frásögninni (eins og t.d. eiginlega allt með fyrrverandi kærasta Perlu).

Perla sjálf er áhugaverð persóna og kannski er það einmitt persóna hennar sem helst nýtur góðs af flakkinu í frásögninni. Verst að restin er ekki nóg sterk til að styðja við það. Plottið (eða ekki plottið) með stríðsglæpahöldin, rétt varla heldur vatni og er eiginlega óþarfur kataklismi til þess að láta Perlu "birtast" á ný svo að segja.

Best heppnaði parturinn eru samskipti Perlu og fræðikonunnar Ingigerðar. Bæði nær húmorinn mestu flugi þar auk þess að sem að spennan og togstreitan í frásögninni sem skapast þar, er það sem helst er organískt í sögunni. Eiginlega langar mig í framhaldið um ævintýri Perlu og Ingigerðar í Ameríku. Sérstaklega ef að þær enda í rómantísku sambandi... ég get ekki verið ein um að finnast það vera fullkominn punktur yfir i-ið.
Profile Image for Karl Hallbjörnsson.
669 reviews72 followers
March 13, 2018
Skemmtileg bók og vel skrifuð. Mér fannst hún verða einstaklega góð undir lokin en fannst enn fremur eins og nokkrir þræðir væru enn óraktir. Hún hefði því mátt vera eilítið lengri — eins og mér finnst raunar hafa átt við flestar þær íslensku bækur sem ég hef lesið upp á síðkastið. Margt til umhugsunar. Mæli með.
Displaying 1 - 4 of 4 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.