Haustið 1942 handtók Gestapó 22 ára íslenskan námsmann í Ósló, Leif H. Muller að nafni. Honum var gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa landið með ólöglegum hætti. Við tók hjá Leifi einhver hryllilegasta fangelsisvist sem Íslendingur hefur þurft að þola, fyrst í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í hinum alræmdu Sachsenhausen fangabúðum í Þýskalandi.