Jump to ratings and reviews
Rate this book

Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels

Rate this book
Eitt sinn bjó Ishmael í borg þar sem var líf og fjör alla daga og börn léku sér innan um dulúðuga hnífasala, villiketti og sápugerðarmeistara. Núna er hann fjórtán ára og borgin hans er vígvöllur. Þegar heimilið er rústir einar neyðist hann til að leggja land undir fót og leita skjóls þar sem friður ríkir. En fl óttaleiðin er lífshættuleg. Á sama tíma glímir fjölskylda í Kópavogi við það fl ókna verkefni að fóta sig í nýju landi. Kristín Helga Gunnarsdóttir er margverðlaunaður rithöfundur en starfaði áður sem fréttamaður. Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels er skáldsaga fyrir unglinga og annað fólk sem byggð er á viðtölum, fréttum og heimildum um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, afdrif fólks og örlög.

165 pages, Kindle Edition

Published November 14, 2017

8 people are currently reading
56 people want to read

About the author

Kristín Helga Gunnarsdóttir

31 books5 followers
Kristín Helga studied at the University of Barcelona, and later obtained a BA in Spanish and Media Studies from the University of Utah.
She has worked as a travel and tour guide, been an air stewardess and a reporter on Icelandic news programmes. Since 1998 she has concentrated on writing and journalism.
Her first book, Elsku besta Binna mín (I Love you, Binna my Dearest), came out in 1997 and since then Kristín Helga has become one of Iceland's best loved children's authors.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
57 (36%)
4 stars
65 (41%)
3 stars
27 (17%)
2 stars
6 (3%)
1 star
2 (1%)
Displaying 1 - 14 of 14 reviews
2 reviews2 followers
March 21, 2018
Þess bók er meistaraverk og skilur eftir sig umburðarlyndi og skilning hjá lesanda á þjáningum og erfiðleikum flóttafólks í Sýrlandi. Frá því ég opnaði bókina og þar til henni lauk var Ishmael í huga mér. Bókin er skrifuð sem unglingasaga. Hún er ekki við hæfi 10 ára og yngri að mínu mati. Hún gæti virkað fyrir 12 ára í samlestri í skóla þar sem umræður um efni bókarinnar fara fram og þann breytta veruleika sem margir búa við. Unglingar og fullorðið fólk ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Auðlesin bók.
Profile Image for Már Másson.
139 reviews1 follower
February 12, 2020
Skrifað fyrir unglinga en mikilvæg lesning fyrir alla. Svakalega vel útfærð saga og auðvelt að setja sig í fótspor Ísmael.
Profile Image for Guðmundur.
174 reviews
April 22, 2018
Skrifuð sem unglingabók svo hún er auðlesin.

Snertir við manni á svo marga vegu. Að lesa sögu Ishmaels og flótta hans frá stríðinu í hans heimalandi mun sitja lengi í mér.

Kristín skrifar þetta mjög vel og er ekkert að fela fyrir manni óþægilegan veruleikann sem hefur birst manni í fréttum síðastliðin ár. Að fá þetta í svona heilstæðri sögu gerir þetta enn raunverulegra. Þótt sagan sé skáldskapur.

Ætti að vera skildulesning fyrir alla hlustendur útvarps Sögu.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
November 15, 2017
Þetta var ROSALEG bók, falleg og virkilega vel skrifuð en á köflum líka mjög sorgleg. Saga um flóttadreng sem situr eftir í hjartanu á manni. Gefin út sem barnabók en mitt mat er að þetta er bók fyrir fullorðna til að lesa.
Profile Image for Erla.
15 reviews4 followers
August 29, 2022
Virkilega góð bók og vel skrifuð. Hreyfir við lesandanum. Er að fara að nota söguna í unglingakennslu og hlakka til.
Profile Image for Harpa Hilmarsdóttir.
8 reviews32 followers
January 21, 2018
Mér finnst að allt ungt fólk og helst fullorðnir líka eigi að lesa þessa bók. Hún er sterk og vel skrifuð og gefur innsýn inn í líf fólks á flótta í gegnum sögu Ishmaels.
Profile Image for Hanna Konráðsdóttir.
5 reviews
July 27, 2020
Stórkostleg saga tveggja flóttabarna frá Sýrlandi, þar sem heimi þeirra og þeim hryllingi sem þau þurftu að upplifa er lýst listilega vel. Þetta er auðlesin en átakanleg bók sem allir þurfa að lesa.
Profile Image for Sara Hlín.
463 reviews
September 13, 2025
Las þessa með 13 ára unglingnum mínum og naut þess að kafa ofaní hana og draga hann með mér. Bera saman ólíkt líf og ólíka heima. Svo frábærlega vel skrifuð unglingasaga. Meira svona 🙏
141 reviews
January 15, 2018
Vel skrifuð af miklu innsæi. Fróðleg og vekur til umhugsunar um atburði sem eru að gerast í nútímanum. Gaman að sjá hluta af sögusviðinu Kópavog minn gamla heimabæ.
Displaying 1 - 14 of 14 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.