Jump to ratings and reviews
Rate this book

Móðir missir máttur

Rate this book
Frásagnir þriggja íslenskra kvenna af barnsmissi, sorginni og hvar þær fundu mátt til að lifa áfram.

"Við Þóranna, Vera Björk og Oddný, höfundar þessarar bókar, búum allar í Vestmannaeyjum. Allar fluttum við hingað eftir Vestmannaeyjagosið 1973. Við settumst hér að með eiginmönnum okkar, eignuðumst heimili og börn. Við höfum allar orðið fyrir því að missa barn skyndilega. Í því mikla sorgarferli sem eftir fylgdi höfum við þurft að glíma við hversdagsleikann og sætta okkur við að lífið heldur áfram..."

Þrjár mæður segja hér frá reynslu sinni af djúpri sorg og hvað varð þeim til hjálpar. Á nærgætinn hátt draga þær upp mynd af þeim mikla missi sem þær urðu fyrir. En missirinn varð að mætti og stöllurnar segja frá því hvernig þær fundu von í þrengingunum, sáu ljós í myrkrinu. Tjáning þeirra er blátt áfram og tilfinningarík en um leið full vonar.

130 pages, Paperback

Published January 1, 2017

3 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
1 (20%)
4 stars
2 (40%)
3 stars
2 (40%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 of 1 review
Profile Image for Oddny Friðriksdóttir.
14 reviews
February 7, 2018
Eg var að klára að lesa þessa bók en í henni er að finna frásagnir þriggja kvenna, sem allar búa í Eyjum, af barnsmissi, sorginni og hvernig þær hafa unnið úr þessu.
Mer fannst ofboðslega erfitt að lesa þessa bók og fór ég í gegnum hana kjökrandi með stóran kökk í hálsinum. Ástæðurnar eru margar. Ég sem móðir get ekki ímyndað mer hvernig fólk hreinlega stendur upprétt eftir svona lífsreynslu og finn ég því ofboðslega til með þessum konum og fjölskyldum þeirra. Einnig þá tengi ég frásagnir þeirra við foreldra mína og þeirra lífsreynslu þegar þau misstu dóttir sína sviplega þegar hun var 2ja ára gömul og því fylltist eg sorg við lesturinn. Einnig þá tengi ég á einhvern hátt við allar þessar fjölskyldur og ég man vel eftir öllum þessum fráföllum og hvaða áhrif þau höfðu í heimabæ mínum og hvaða áhrif þau höfðu á mig.
Þessi bók snerti mig djúpt, eg finn ofboðslega til með þessum fjölskyldum, eg dáist að því hvernig þessar konur geta miðlað af reynslu sinni og trúi því að þessar frásagnir geti hjálpað öðrum foreldrum sem lenda í þessari verstu martröð sem nokkuð foreldri getur hugsað ser, að missa barn.
Verum þakklát fyrir það sem við höfum, tökum tillit til annarra og sýnum aðgát í nærveru sálar og njótum líðandi stundar, Lífið er óútreiknanlegt ❤️
Displaying 1 of 1 review

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.