Árið er 1958; kalda stríðið í algleymingi. Útgefandinn Ragnar í Smára fær ungan blaðamann á Morgunblaðinu til að taka viðtal við einn elsta og frægasta rithöfund þjóðarinnar; sem er sósíalisti ofan í kaupið. Blaðamaðurinn er Matthías Johannessen og rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson. Þetta er hugmynd sem ekki á að vera hægt að gera að veruleika. En viti menn. Þórbergi líkar svo vel við unga blaðamanninn, sem verður altekinn af verkefninu, að úr varð bók sem kom út 12. marz 1959, á sjötugsafmæli Þórbergs. Í kompaníi við allífið er ómetanleg heimild um manninn og rithöfundinn Þórberg Þórðarson. Ekki síður er hún stórmerk heimild um Matthías, unga blaðamanninn með skáldlega innsæið. Hún er einstök í röð íslenskra viðtalsbóka. Bókin hefur verið ófáanleg um langt árabil en kemur núna í nýrri útgáfu. Einnig birtist hér viðtal Matthíasar við Þórberg fimm árum síðar. Þá skrifar Matthías um einlæga vináttu þeirra Þórbergs og Margrétar, konu hans. Hann lýsir af mikilli einlægni og virðingu síðustu vikum Þórbergs í þessu jarðlífi og segir frá útför hans, sem var um margt óvenjuleg
Matthías worked for the Morgunblaðið newspaper for most of his working life, as a journalist from 1951–1959 when he became an editor, a position he held until his retirement in 2001.
In his long writing career, Matthías Johannessen has published a number of poetry books, plays, essays, interview books, biographies and translations. He has also edited a number of books, written prologues for various works and published numerous articles in magazines and newspapers. He is well known for his many interviews with known and unknown people, among them Halldór Laxness, the poet Tómas Guðmundsson and composer Páll Ísólfsson. His first collection of poetry, Borgin hló (The City Laughed) was published in 1958 and gained immediate attention for its free form. His poetry has been translated to many languages and he has received various awards for his work. Three of his books have been nominated for the Nordic Council's Literary Award.
Mjög skemmtilegt stöff. Verður betra og betra eftir því sem líður á bókina enda má ætla að samtöl þeirra Matthíasar og Þórbergs hafi orðið náttúrulegri og dýpri eftir því sem þau urðu fleiri. Finnst líka eins og Matthías hljóti að ná að skrifa Þórberg betur eftir því sem á líður. Allavega verður talsmátinn og stíllinn einhvern veginn allur léttari og óheflaðri í seinni hlutanum.
Ítalski rithöfundurinn Calvino sagði eitt sinn að Galileo Galilei væri besti rithöfundur Ítala, vegna þess að þegar hann skrifaði um vísindalegar uppgötvanir sínar varð prósinn hans var einskonar birtingarmynd sannleikans. Það er að mörgu leiti hægt að nálgast Þórberg með svipuðum hætti. Hjá honum eru vísindi og listir, líkami og hugur algerlega ofin saman í eitt. Ég veit ekki hvort Descartes hafi getað kennt honum neitt, enn síður Hume. Það er honum jafn sjálfsagt að stunda klikkaða tilraunastarfsemi í handanheimsfræðum eins og það sem fólki þótti enn skrýtnara, líkamsrækt. Klínísk nákvæmni einkennir tungumálið, eins og hann sé að nota það til að gera heilaskurðaðgerð. Nákvæmni í tungutaki og hugsun er það sem skilur á milli fúskarans og alvöru ofvita. En það sem heldur manni er samt sem áður húmor og lífspeki Þórbergs, sem er alltaf bæði fyndinn og bjartsýnn á getu mannkyns til að betra sig. Það er ekki til sinískt bein í honum, og hann yfirgefur ekki hugsjónir sínar þó þær bíði ákveðið skipbrot úti í heimi.
Skemmtileg skrif frá Matthíasi, gaman að sjá hvernig samband þeirra þróast líka.
Í kompaníi við allífið er einstaklega skemmtileg bók fyrir þá sem hafa áhuga á Þórbergi sem einstaklingi, sem flestum sem hafa lesið bækur hans er unnt að hafa.