Salt er fyrsta ljóðabók Maríu Ramos og sú 26. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Í bókinni er að finna ljóð um konur sem skrifa, ljóð um seltuna í tilverunni. Saltið býr í tárunum og harminum, en það skerpir líka bragðið af lífinu og vekur okkur upp af doðanum.