Jump to ratings and reviews
Rate this book

Mið-Austurlönd: fortíð, nútíð, framtíð

Rate this book
Mið-Austurlönd – sem afmarkast af Egyptalandi í vestri, Íran í austri, Tyrklandi í norðri og Jemen í suðri – eru einhver mesti suðupottur okkar tíma og hafa raunar verið um áratugaskeið. Nær daglega flytja fjölmiðlar þaðan stórfréttir sem yfirleitt snúa að stríðshörmungum, kvennakúgun, misskiptingu og neyð. Um leið hafa víglínurnar færst óþægilega nærri Vesturlöndum – hryðjuverk í nágrannalöndum okkar og straumur flóttafólks meinar okkur að loka augunum fyrir ástandinu. Um leið er ljóst að ýmis vandamál Mið-Austurlanda eiga rætur í tíðum og víðtækum afskiptum Vesturlanda af þessum heimshluta í fortíð og nútíð. Fleira kemur þó til, enda er um fjölþætt og flókin mál að ræða. Mið-Austurlönd eru á milli steins og sleggju þar sem íbúar þessa svæðis hafa á síðastliðnum hundrað árum beitt ýmsum aðferðum til að finna hinn gullna meðalveg hefðar og nútíma, sjálfstæðis og jafnréttis, ofbeldis og framfara, trúfrelsis og einstaklingsfrelsis. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachusetts og gistikennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur okkar í sögu þessa svæðis. Hér fjallar hann um öll meginstefin í sögu Mið-Austurlanda á yfirvegaðan og aðgengilegan hátt.

349 pages, Kindle Edition

First published January 1, 2018

20 people are currently reading
83 people want to read

About the author

Magnús Þorkell Bernharðsson

3 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
52 (37%)
4 stars
78 (56%)
3 stars
8 (5%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 15 of 15 reviews
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
164 reviews4 followers
Read
August 27, 2023
Alveg frábær og píprandi fróðlegur lestur. Hún er líka skrifuð fyrir hvern sem er, aðgengileg og auðlesin. Höfundurinn er mjög duglegur að setja hlutina í íslenskt samhengi og uppáhaldið mitt var þegar hann sagði „enda er Persaflóinn orðinn að Hlemmi eða BSÍ heimsins.“ Finnst kápan líka brilljant!
Profile Image for Kári Þorkelsson.
39 reviews1 follower
October 11, 2021
Mjög góður inngangur um málefni mið-Austurlanda skrifuð af manni sem hefur reynslu og góðan skilning.
Profile Image for Geir Sigurðsson.
26 reviews1 follower
May 11, 2018
Fróðleg og vel skrifuð. Efnið það yfirgripsmikið að gott væri að lesa hana aftur.
Profile Image for Axel.
73 reviews1 follower
March 21, 2018
Nauðsynleg bók og heimild á íslensku máli. Hafsjór af fróðleik auk þess sem Magnús tengir sína eigin reynslu og þekkingu listavel inn í efnið. Honum tekst einnig að tengja efnið vel til íslenskra lesenda, sem ætla má að bókin sé höfðuð til, með því að varpa fram annaðhvort tengingum eða spurningum til hliðsjónar við íslenskt samfélag. Greint er frá hinum ýmsu hliðum hvers efnis á auðlesin og skiljanlegan hátt. Að mínu mati er þetta eins konar fyrsta flokks kompakt útgáfa af nútímasögu Mið-Austurlanda (A History of the Modern Middle East) eftir Cleveland og Bunton. Ég hefði viljað sjá tilvísanir í köflunum, en aftast í bókinni er ítarefni/heimildir fyrir hvern kafla, sem gefur lesanda færi á að afla sér frekari þekkingar.
Profile Image for Magnús.
376 reviews10 followers
May 3, 2021
Stórfróðleg bók og bráðnauðsynlegur lestur fyrir alla sem á annað borð láta sig varða hvað er að gerast í heiminum. Fullt hús stiga. Hlaupið, kaupið og lesið!
Profile Image for Hilmar Hildar Magnúsarson.
22 reviews3 followers
April 30, 2018
Ég hef setið kúrsa og fyrirlestra hjá Magnúsi í gegnum árin og get með ánægju sagt að í þessari bók birtist hann manni ljóslifandi við hverja flettingu. Þetta er næstum eins og að sitja tíma hjá honum því innsæi og ástríðu hans fyrir efninu, yfirgripsmikilli þekkingu og skilningi, skýrri og skarpri greiningu, sem og yfirvegun og djúpri virðingu fyrir fólki og menningu almennt, er einkar vel og haganlega komið fyrir á þessum örfáu síðum. Örfáu segi ég, því það er í raun ótrúlegt að þessi mikla saga rúmist á einungis rúmlega 330 síðum.

Efninu er haganlega og skipulega komið fyrir í köflum, einskonar “örmannkynssögum” sem rista sögulega djúpt, hafa víða pólitíska skírskotun og eru settar í lifandi samhengi við stöðu mála í dag. Þannig gefur bókin greinargott yfirlit og kveikir um leið löngun til frekari lesturs - en hún er, eins og Magnús bendir sjálfur á, byggð á inngangsnámskeiði um sögu Mið Austurlanda sem hann hefur kennt um árabil.

Bókin er skrifuð á aðgengilegu og lipru máli og tengir sig íslenskum nútíma, bæði í gegnum höfundinn sjálfan, en einnig í þeim atburðum sem tengjast beint Íslandi og þátttöku þess í alþjóðastjórnmálum, s.s. við stofnun Ísraelsríkis 1948 og í Íraksstríðinu 2003. Þetta er frábær og alls ekki sjálfsögð þjónusta við íslenskumælandi lesendur, auðveldar aðgengi og hvetur vonandi sem flesta til að kynna sér þetta mikilvæga efni. Um leið sýnir þetta fram á hvað heimurinn er þrátt fyrir allt smár - og að við komum öll hvert öðru við.

Ég saknaði þess pínu að hafa ekki númeraðar tilvísanir í textanum - en þakklátur fyrir listann með ítarefninu í bókarlok. Hann verður eflaust nýttur vel. Útgefandi hefði einnig mátt renna örlítið betur yfir textann en þar eru nokkrar prentvillur og, að ég tel, stöku misritun. Myndir eru margar fróðlegar og áhugaverðar og hefði ég gjarnan viljað sjá myndaskrá. Þessi atriði hafa hverfandi áhrif á gæði verksins sjálfs en trufluðu mig örlítið við lesturinn.

Þegar á heildina er litið er um afar efnisríkt og fróðlegt rit að ræða sem um leið er skemmtilegt aflestrar og einkar mikilvægt samfélagi okkar - heiminum öllum.

Innilega til hamingju Magnús og takk fyrir mig!
Profile Image for Eiríkur Eiríksson.
27 reviews
February 11, 2019
Ég mæli með.
Mjög góður inngangur í heim mið-austurlandanna og ástandið þar í dag. Textinn er aðgengilegur og mjög þægilegur til lesturs. Mjög fínt fyrir þá sem vita ekkert um efnið.
Bókin einbeitir sér á 20. og 21. aldirnar og tekur m.a fyrir Tyrkland, Íran, Íraq, Ísrael og Palestínu, Saudi Arabíu, Sýrland og Egyptaland. Þetta er þó inngangur að ansi flóknari sögu og inniheldur ítarefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
Profile Image for Sana.
49 reviews
November 26, 2022
„En gæfa okkar liggur í því að vera upplýst og meðvituð, og með meiri þekkingu og ábyrgri umfjöllun getum við haldið í vonina um batnandi heim þar sem ólík trúarbrögð búa í sátt og samlyndi.“

Mjög góð og fróðleg bók sem fjallar á fordómalausan og aðgengilegan hátt um sögu Mið-Austurlanda undanfarin ár.
Profile Image for Jóhannes Kári.
46 reviews
October 14, 2020
Ótrúlega vönduð framsetning á viðkvæmu og flóknu efni. Þar sem kaflarnir eru byggðir á fyrirlestrum höfundar vantar stöku sinnum vissa tengingu á milli og einstöku sinnum koma fram endurtekningar og stöku innsláttarvillur. Hér er um stórvirki á þessu sviði að ræða.
283 reviews4 followers
March 8, 2024
Mjög góð og fróðleg yfirferð yfir sögu þessara landa. Textinn líka mjög læsilegur. Þar sem bókinni lýkur 2017/2018 væri vel þegið að fá hans stöðumat núna, sérstaklega á stöðunni á Gazasvæðinu.

Gef bókinni hiklaust hæstu einkunn.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
April 22, 2024
Einstaklega áhugaverð frásögn Magnúsar Þorkels þar sem hann veitir sögulegar skýringar um ýmsa siði og menningar miðausturlandanna.

Hlustaði á þessa bók þegar ég var á ferðalagi í Egyptalandi, lærði heilmikið og skýrði frásögn Magnúsar ýmislegt í samskiptum við heimamenn.
This entire review has been hidden because of spoilers.
244 reviews1 follower
February 14, 2020
Ég hef hlustað á þessa bók á Storytel sl vikur. Þetta form á ansi vel við þar sem bókin er unnin upp úr fyrirlestrum höfundar um Miðausturlönd.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
July 21, 2018
Flott samantekt yfir málefni Mið-Austurlanda. Magnús Þorkell fer á aðgengilegan máta yfir sögu þessara landa og menningu þeirra. Mikil vandamál steðja að þessum heimshluta, að miklu leyti vegna íhlutunar erlendra afla. Magnús Þorkell bendir þó á að þjóðirnar eiga sér líka glæsta sögu og menningu sem við Vesturlandabúar verðum oft lítið varir við í fjölmiðlunum.
Vel þess virði að lesa.
Profile Image for Thorunn.
447 reviews
May 27, 2018
Virkilega athyglisverð lesning um þróunina í mið-Austurlöndum undanfarna áratug og stöðuna núna. Skýr og vel framsett og gerir þessa flóknu sögu ögn skiljanlegri. Vel skrifuð, ekki of flókin en ekki heldur of einfölduð.
Displaying 1 - 15 of 15 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.