Daníel býr einn í íbúð sem móðir hans á. Hann er hættur í háskólanum og hefur hvorki efni á mat né eldsneyti. Dag einn fær hann tvö símtöl, eitt frá fyrrverandi skólafélaga og annað frá lögreglunni, sem hrinda af stað dularfullri atburðarás. Krossfiskar er spennuþrungin skáldsaga um átök sálarinnar – um mörk góðs og ills, vonar og vonleysis.
Gat ekki sleppt bókinni og las hana alla í einu rönni. Er þó samt eins og risastórt spurningarmerki þegar uppi er staðið og botna eiginlega ekki neitt í neinu. Furðuverk.