Jump to ratings and reviews
Rate this book

Ljónið #1

Ljónið

Rate this book
Kría er að byrja í MR. Þar þekkir hún engan og enginn veit um það sem gerðist á Akureyri. Hún hefur litlar væntingar en kynnist Elísabetu, og þrátt fyrir strangt nám er menntaskólalífið frábært. Þegar Elísabet finnur gamalt skrín í földum skáp fara þær Kría að rannsaka undarlegt mál stúlku sem hvarf sporlaust fyrir 79 árum. Kría hittir líka hinn dularfulla Davíð sem kemur og fer eins og kötturinn. Brátt kemur svo í ljós að hvarf stúlkunnar gæti haft óvænta tengingu við líf Kríu.

Ljónið er fyrsta bók í nýjum þríleik eftir margfaldan verðlaunahöfund; hörkuspennandi ungmennasaga sem gerist í samtímanum en teygir anga sína aftur til óngvekjandi atburða í fortíð.

410 pages, Hardcover

First published January 1, 2018

10 people are currently reading
79 people want to read

About the author

Hildur Knútsdóttir

25 books310 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
70 (29%)
4 stars
115 (48%)
3 stars
45 (18%)
2 stars
6 (2%)
1 star
3 (1%)
Displaying 1 - 14 of 14 reviews
Profile Image for Inga Ingvarsdóttir.
91 reviews4 followers
January 3, 2019
Það er margt sem mig langar að segja um þessa bók. Vandamálið er að vita hvar ég á að byrja.



Í stuttu máli er Ljónið fín lesning sem hefði orðið enn betri ef það hefði meiri ritstýring og að vera sirka 100 blaðsíðum styttri.
Profile Image for Nína.
29 reviews
October 18, 2025
Æði, serstaklega ef þú varst í MR þá er nostalgíukast allan tímann nánast. Fyrstu jólaprófin, stafsetningarprófin með mínustölu í einkun😅 En bókin var öðruvísi, original og skemmtileg, gaman að lesa íslenska unglingabók!
Profile Image for Unnur.
71 reviews
January 7, 2019
Þessi bók fór gjörsamlega með mig.

Mér fannst sagan hafa marga möguleika til að verða góð en þessir möguleikar virtust oft á tíðum illa nýttir. Mér fannst sagan verulega óspennandi að mörgu leyti. Verandi nýútskrifuð úr framhaldskóla og hafandi verið í tónlistarnámi samhliða því, að þá skil ég ekki hvaðan Úlfhildur hafði allan þennan tíma til að vera í skólanum, æfa sig, læra fyrir prófin og samt að vera svona mikið með vinkonum sínum eftir skóla!! Ef höfundur getur sagt mér hvernig það er yfirhöfuð mögulegt að þá vil ég endilega vita hvernig. Fyrir utan það að Antwerpen er í Belgíu en ekki Hollandi! Þangað sem Úlfhildur átti að fara í æfingabúðir um sumarið.

Höfundur á þó hrós skilið fyrir persónusköpun Elísabetar. Sterk og heillandi kvenpersóna sem stóð með sjálfri sér.

Ég stefni á að koma aftur að þessari gagnrýni og gera bókinni betri skil.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Birgir Aðalbjarnarson.
66 reviews3 followers
June 27, 2019
Hildur er sjálfasagt okkar besti ungmennabókahöfundur. Hér er stíllinn lifandi og flottur. Auðvelt að tengja við hann og lesturinn líður áfram hratt og örugglega. Sagan er sterk og persónurnar vel skapaðar og auðvelt að tengjast þeim. Ég mun glaður halda á fram að benda fólki á að lesa bækurar hennar Hildar. Vel gert!
28 reviews
September 26, 2020
Great book! I am reading children's/Young Adult books to improve my Icelandic, and Hildur Knútsdóttir is one of my favorite authors. The ending, not to give anything away, seemed to be a bit of a Deus ex machina, but the book was well written, the characters were well developed, and the story was excellent.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
November 8, 2018
Mjög flott unglingabók sem vert er að mæla með. Fyrsta í þríleik sem ég sjálf býð spennt eftir að lesa meira.
Profile Image for Dabbi.
32 reviews
December 7, 2024
frekar langt gengið að stela beint úr Chronicles of Narnia ef þú spyrð mig og meira segja nafnið og á næstu bók og svo kemur skápur við sögu. Haltu þig við eitthvað annað vina.
Profile Image for Hilmar Óskarsson.
Author 10 books12 followers
January 22, 2020
Vönduð og flott bók. Of mikið af ástarpælingum og menntaskóladramatík fyrir mig, en ég er karlfauskur á fimmtugsaldri þannig að sem lesandi er ég kannski ekki ídeal.
Hefði viljað meiri mysteríu og hroll, annars mjög vel unnið með það í bókinni. Meira af Davíð, krossum sem snúast og glefsum yfir í ókunnan heim. Minna af félagslífinu í MR
Fléttan skemmtileg, snyrtilega hnýtt í lokin og togar mann í átt að framhaldinu.
282 reviews4 followers
June 1, 2024
Þessi bók kemur mjög þægilega á óvart. Góður og mjög læsilegur stíll, gott plott og ekki skemmir umhverfið sem er mjög kunnuglegt, þ.e. Þingholtin og MR o.fl. Get hiklaust mælt með þessari bók.
Profile Image for Sigríður Langdal.
55 reviews6 followers
May 1, 2022
hjálp, ég er með margar skoðanir á þessari bók. ég var svo spennt að loksins væri einhver búinn að skrifa svona ya íslenska bók, því við eigum allt of margar þunglyndislegar bækur og glæpasögu bækur. en ég varð fyrir svo miklum vonbrygðum.

fyrsta lagi: antwerp er í belgíu ekki hollandi.

öðru lagi: mér er svo sama um hana kríu. sem manneskja sem hefur búið á íslandi og hefur verið lögð í einelti og átt enga vini þá var mér alveg sama um hana. hún kvartaði svo mikið um þetta en girl??? þú varst boring??? ég skil alveg afhverju hún átti enga vini. líka það að hún kveikti ekki í skólanum??????? það hefði verið miklu meira cool af henni???? síðan vinkonur hennar í MR eru svo bland líka?? eina áhugaverða er elísabet eða hvað sem hún hét. allar hinar???? hvað??????? líka eftir að sjá fólk sem er í MíT og skóla þá skil ég ekki hvernig hún var með svona mikinn tíma að hitta vinkonur og fara á kaffi hús???? líka kría er svo dense hún tekur ekki eftir neinu hjálp. það eina sem er rétt við einhverja karaktera er birkir, hann er eins og allir íslenskir unglings strákar.

áhugaverðasti karakterinn var örruglega amma kríu og það segir mjög margt um þessa bók. ég hélt að kanski mér myndi líka við theu en mér var líka bara alveg sama og hversu auðveldlega kría fyrirgaf henni var svo óraunhæft.

en ég er ekki einusinni byrjuð á að segja hvað ég hataði mörg óviðeigandi djók í þessari bók. það eru nokkur skipti sem er gert grín af anorexíu og búlemíu og þetta er bara alls ekki fyndið. þessi bók var gefin út 2018!!! hjálp!!! svona djók ættu ekki að vera!!! og síðan er gert grín af öðrum hlutum sem eru svo óviðeigandi og ófyndin.

síðan PLÍS getur rithöfundurinn ákveðið sig hvort hún vilji að þetta sé skrifað á góðri íslensku eða "unglings" íslensku því hjálpi mér þetta var ekki gaman að lesa. maður ákveður hvort maður vill hafa góða íslensku í öllu eins og að segja "ég send henni vinabeiðni á facebook og síðan fylgi ég henni á instagram reikninginum hennar" ekki segja "elta hana á instagram" það er bein þýðing og við vitum að það vitkar ekki. líka hvað var það að setja inn "ég slepti andanum frá mér sem ég vissi ekki að ég væri að halda" ?????????? BEINNT ÚR ENSKUM YA BÓKUM OG ÞETTA ER EKKI EINUSINNI GÓÐ SETNING. líka í byrjuninni á bókinni þá stendur að kría hafi verið í spænsku tíma í síðasta tíma en síðan er einhver annar kennari fyrir annað fag sem hún kveður????? ég veit ekki hvaða kennari það var því ég SJÁLF fór með leiðréttingar inn í bókina í byrjun.

mér fannst þessi bók bara ekki skemtileg og ég vil ekki að fólk lesi hana nema að þessir hlutir hafa verið leiðréttir. plís hildur fáðu þér betri editor sem sér svona hluti. annaðhvort helduru þér við góða íslensku og notar bara tökuorð þegar unglingar eru að tala saman eða að senda hvor öðrum skilaboð EÐA þú notar það í öllu. EN bókin er ekki einusinni frá sjónarhorninu hennar kríu beinnt svo það meikar meiri sens ef öll bókin væri á góðri íslensku en þegar fólk talar þá væru nokkur tökuorð. líka fallbeygingin stundum er svolítið spes.

ég hef miklu meira að segja um þessa bók en ég man það ekki núna.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Displaying 1 - 14 of 14 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.