Jump to ratings and reviews
Rate this book

Vættir

Rate this book
Sagan gerist í torkennilegri Reykjavík; vættir birtast á hverju húshorni, þökum og upp úr holræsum.

Tré vex á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, hnífum rignir niður af himnum. Hvernig bregst mannshugurinn við?

Alexander Dan hefur áður sent frá sér furðusöguna Hrímland sem væntanleg er í enskri þýðingu. Þetta er hefðbundin skáldsaga með töfrum og furðum.

207 pages, Hardcover

Published November 1, 2018

28 people want to read

About the author

Alexander Dan Vilhjálmsson

6 books63 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
13 (22%)
4 stars
23 (38%)
3 stars
18 (30%)
2 stars
4 (6%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 7 of 7 reviews
Profile Image for Halla Kolbeinsdottir.
79 reviews12 followers
March 25, 2019
Það er langt síðan bók hefur náð mér svona gjörsamlega. Hún er eitthvað svo kunnugleg en samt svo tryllt, tilveran svo grá en jafnframt svo æðisgengileg.
Fallega skrifuð, ljóðræn og svo skapandi. Vættir er upplifun.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
May 3, 2019
Fannst þessi saga heillandi. Alexander er nýr höfundur sem er að ryðja sér til rúms með nútíma fantasíum. Í þessari sögu segir frá upplifun Íslendinga af því þegar mörkin á milli okkar heims og annars virðast mást burt og ýmis konar vættir og náttúruöfl gerast sýnileg og hafa áhrif á daglegt líf fólks. Fólk reynir að láta sem það sjái ekki þessar furðuverur og leitar vísindalegra skýringa á ýmsum fyrirbærum sem eiga sér stöðugt stað, bæði hér og erlendis. Þrátt fyrir stöðuga afneitun eykst hins vegar stöðugt viðvera vættanna.
Furðusagan er í dekkri kantinum og vel spennandi. Hreifst af hugmyndaauðgi höfundar og ætla mér sannarlega að lesa meira eftir Alexander Dan.
Profile Image for Íris Úlfrún.
17 reviews1 follower
November 25, 2018
Alexander Dan snýr hér upp á kunnulegan heim og glæðir hann bjarma sem iðar af litríku hugmyndaflugi og lífi.
Stórskemmtileg furðusaga uppfull kímni og spennandi atburðum sem erfitt er að slíta sig frá.

Takk fyrir lesturinn.
Profile Image for Óskar Þráinsson.
20 reviews12 followers
January 4, 2021
Virkilega skemmtileg nálgun á vættirnar okkar og annarra og hvernig heimar hrynja saman í eitthvað hræðilegt sambland raunveruleika og einhverrar furðu rúllast saman í hálfgeran tilbera sem maður getur ekki lagt frá sér.
Profile Image for Hulda.
230 reviews5 followers
December 19, 2021
Óvenju ljóðræn miðað við fantasíu, fallega skrifuð og aðalkarakterinn vel skapaður, en fremur skrítin, hæg og viðburðalítil. Það fór mikið fyrir sögusviðinu og það var flott upp byggt, en varð einhvern veginn minna úr söguþræðinum en ég vonaðist eftir.
Profile Image for Unnursvana.
405 reviews28 followers
June 30, 2019
Spennandi sögusvið, en mér fannst eins og ég hafði búist við ögn meiru af þessari bók. Skemmtilegt að lesa furðusögu sem gerist á Íslandi. Mjög hversdagsleg og auðlesin, en ég var ekki beint að tengjast aðalpersónunni það mikið.
Displaying 1 - 7 of 7 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.